Tíminn Sunnudagsblað - 09.03.1969, Blaðsíða 3

Tíminn Sunnudagsblað - 09.03.1969, Blaðsíða 3
 mmm Lif mauranna minnir á margan hátt á sambúð manna. Þeir tala saman, þeir rækta ekrur og reka búskap, þeir annast afkvæmi sín af mikilli um. hyggju. Þeir eru einnig grimmir og miskunnar- lausir, þegar þeir heyja strið. Af þessu má sjá, a3 margt er líkt me3 mönnum og maurum. I SvíþjóS eru tvær maurategundir, sem sífellt eiga í ófriSi. Það eru ránmaurarnir og hinir svokölluðu amazbónmaurar, sem eru sjaldgæfari. Báðar þessar tegundir gera maura, sem þeir ræna, að þýjum á búúm sínum og láta þá annast þar alla vinnu. Sjálfir stunda þeir ekki annað en hernað. Það er þeirra líf. Hverju maurabúi fylgir sérstök lykt. Þegar tveir maurar mætast reka þeir fram fálmarana. Sé lykt- in eins, skiljast þeir friðsamlega. Að öðrum kosti tekst með þeim bardagi. Stórstyrjöld verður, þegar flokk ar úr tveim maurabúum mætast. Hraðboðar eru sendir heim til þess að sækja liðsauka. Liðsafll fer af- stað í skyndi, og brátt lýsfur sveitunum saman. Úti í skógi ganga menn oft fram á yfirgefinn vigvöll, þar sem fjöldi dauðra og særðra maura ligg'ur í valnum. Þar geta verið sannir valkestir. Ei er um að vill- ast. Þar hefur verið stórorrusta. vopnum og skæðu eitrl. Maurarn. ir bíta limi og fálmara hver af öðrum og dæla f sárin etri, sem veldur lömun. urvegararnir eggjum andstæðinga sinna og færa þau heim i bú sitt. Þar klekjast þau út, og lyktin sem þessi þý alast upp við, verður lykt þelrra I lifinu. Maurar eru ekki á ferli til þess eins að heyja stríð. í stórt maura. bú eru á hverri klukkustund bor- in 2000 skordýr. Helmingur þeirra telst til meindýra að dóml manna. I \ T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 195

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.