Tíminn Sunnudagsblað - 09.03.1969, Blaðsíða 10

Tíminn Sunnudagsblað - 09.03.1969, Blaðsíða 10
GUY de MAUPASSANT: Endur koma Krappar haföldurnar gnauða lát- laust og tilbreytingarlítið við strönd meginlandsins. Hvítir ský- hnoðrar svífa með skörpum vindi eins og fuglar um bláan himin- geiminn, og sólin vermir þorpið í hallandi dalverpinu við ströndina. Hús Lévesque-fjölskyldunn- ar stendur nokkuð afsíðis öðrum húsum, rétt við veginn er liggur inn í þorpið. Þetta er lítill fiski- mannskofi, gerður úr leir og með reftu þaki, sem skreytt er bláum sverðliljum. Fram undan húsinu er garðhola, þar sem vaxa laukar, nokkrar kálplöntur, steinselja og kerfill. Limgerði er með þeirri hlið garðholunnar, sem veit að veg- inum. / Húsbóndinn ær í fiskiróðri, en konan bætir net, sem þanið er á húsvegginn og minnir helzt á risa- stóran köngulóarvef. Fjórtán ára telpa situr á tágastóli og hallar sér upp að garðshliðinu. Hún er að bæta margstagaðan nærfatnað. Önnur telpa, ári yngri heldur á ungbarni og hampar því í örmum sér, én tveir smádrengir, tveggja til þriggja ára, sitja flötum bein- um og ausa moldinni hvor á ann- an með barnslegum tilburðum. Þögn er yfir öllum, nema hvað ungbarnið er órótt og getur ekki sofnað. Það grætur sárt og veiklu- Iega. Kisa lúrir undir glugganum og útsppungnar fjólur meðfram húsveggnum mynda fallegt, hring- laga blómabeð, þar sem flugna- þjóðin suðar. Stúlkan, sem er að bæta, kallar nú allt í einu: — Mamma. — Hvað viltu? segir mamma. — Hann er kominn aftur. Þær hafa verið órólegar síðan í mprgun, að þær sáu einhvern mann á rölti kringum húsið — þetta virtist vera gamall og um- komulaus maður. Þau tóku fyrst eftir honum í morgun, þegar þaþ fylgdu pabba til skips. Hann sat á skurðbakkan- um handan vegarins, beint á móti húsinu þeirra. Og þegar þær komu aftur, horfði hann heim til þeirra. Hann var mjög dapur að sjá, svo ætla mátti, að hann væri veikur. Hann sat meira en klukkustund hreyfingarlaus, en staulaðist burt, er hann fann að mæðgunum var ami að honum. Bráðlega sáu þær hann þó koma aftur, ósköp hæg- fara og þreytulegan, og þá settist nokkru fjær en áður, elns og hann væri að njósna um þær. Mæðgurnar voru hræddar. Sér- staklega var móðirin óróleg, enda var hún að upplagi kjarklítil og ekki var von á manni hennar af sjónum fyrr en dimmt væri orðið. Maður hennar hét Lévesque en 'hún var sjálf kennd við fyrrí mann sinn, Martin. ,Hún hafði sem sé áður verið gift sjómanni, er hét þessu nafni og stundaði.þorsk- veiðar við Ternova á hverju sumri. Tveim árum eftir giftinguna fædd ist þeim lítil stúlka, og var hún komin langt á leið að öðru barni, þegar maður hennar týndist með skipi og allri áhöfn einhvers stað- ar. Þetta var þrímöstruð skúta frá Dieppe og hét Tvær systur. Ald-reT fréttist af skipinu, og enginn kom fram af skipghöfn- inni. Var hví talið fullvíst, að skip- . ið hefði farizt með allri áhöfn. í tíu ár beið konan manns síns og lifði með börnin í sárri fátækt. En vegna þess hve hún var dug- leg og eljusöm, bað hennar ekk- ill úr nágrenninu, fiskimaður að nafni Lévesque, sem átti einn dreng. Hún tók bónorðinp og fæddi honum tvö börn á þrém ár- um. Þau urðu að leggja hart að sér og vinna látlaust. Brauð var dýrt, og kjöt sá'st varl'a á heimilinu. Nokkrum sinnum komust þau í skuld hjá bakaranum, þegar frá- tök voru á veturna og ekki fært á sjó. Börnunum leið samt vel. Al- talað var, að þau hjónin væru mestu dugnaðarmanneskjur. Hús- móðirin annaðist börnin af mikilli kostgæfni og húsbóndinn þótti af- burða sjómaður. Stúlkan, sem sat við girðinguna, hélt áfram: — Hann virðist þekkja okkur. Gott, ef hann er ekki ölmusumað- ur frá Epreville eða Auzebrose. En móðir hennar þvertók fyrir það: Nei, nei, hann gat alls ekki verið úr nágrenninu, áreiðanlega ekki. Hann sat þarna eins og reka- drumbur og mændi sífellt heim til þeirra. Húsmóðurinni rann í skap og þess vegna áræddi hún, þrátt fyrir hræðsluna, að fara út fyrir dyrnar: — Hvað ertu að gera þarna? hrópaði hún til förumannsins. Hann svaraði hásróma: — Ég anda bara að mér hreinu loftinu. Er þér illa við það? — Af hverju ertu eins og njósn- ari fyrir framam húsið mitt? sagði hún þá. — Ég geri engum mein, má ég ekki sitja við veginn? Hún svaraði engu, en hvarf inn í húsið aftur. Dagurinn var lengi að líða. Nálægt miðdegi sást hann •hvergi. Lévesque kom ekki heim fyrr en í myrkri. Honum var sagt, hvað gerzt hafði. Hann ályktaði sem svo: — Annað hvort er það forvitni eða illgixni. Hann háttáði áhyggjulaqs, en konan hans hugsaði um þennan flakkara, sem horfði á hana með svo einkennilegu augnaráði. í dögun var komið rok\ og ekk- ert sjóveður. Sjómaðurinn hjálp- aði því konu sinni að bæta netin. Um níuleytið fór eldri dóttirin út að kaupa brauð. Að vörmu spori kom hún lafhrædd aftur og kall- aði: > — Mamma, enn er hann kom- inn. Móðirin komst nú í ákafa geðs- hræringu. Hún sneri sér náföl að manni sínum: — Farðu og talaðu við hann, 'í.évesque, svo hann hætti að njósna svona um okkur. Ég a!fber þetta ekki lengur. m 1ÍMINN - SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.