Tíminn Sunnudagsblað - 09.03.1969, Blaðsíða 22

Tíminn Sunnudagsblað - 09.03.1969, Blaðsíða 22
rúnu að orði: „Þetta er nú eitthvað fyrir fólk.“ Fóru þær svo inn í húsið. En sem þær litu út um rúðuna í húsdyrunum strax eftir að þær voru komnar inn fyrir, sjá þær enga sál fyrir utan. Allur skar- inn var skyndilega horfinn, og eng- inn virtist hafa orðið þessa furðu- hóps var, sem þær nefndu hann á nafn við. En um haustið tók að geisa in- flúensufaraldur allmagnaður, sem kallaður var spánska veikin og varð fjölda manns að þana. Þótti mæðgunum þá sem fólksmergðin dularfulla, sem þær höfðu séð, hefði verið fyrirboði þess mann- skaða. Svipur við Tjörnina. Á árunum 1920—1924 vann Guð rún á heimili Jóns Laxdals tón- skálds, sem bjó þá í húsi því við Tjarnargötu, sem nú er sjúbrahús- ið Sólheimar. Fór hún þangað á degi hverjum og oftast eldsnemma á morgnana. Eitt sinn að vetri til var hún á leið þangað árla morguns. Tungls- Ijós var og logn, en nokkurt frost, og hjam á jörðu. Sárafáir voru svo snemma á ferli, og ríkti næstum alger kyrrð yfir bærium. Nálgast hún nú Báruhúsið við Tjörnina, en þar hugðist hún stytta sér leið með því að fara suð- urfyrir það eins og þún var jafn- an vön. Sér hún þá álengdar, því að bjart var af tungli og hjarni, — hvar mannvera einhver stendur í innskoti við norðaustanvert hús- ið. Þegar Guðrún nálgast, séir hún, að þetta er kvenmaður, og er hún í þann veg að setjast á kassa (eða stein) undir húsveggnum í því sem hana ber þar að. Nokkuð þótti Guðrúnu konan óvenjuleg. Hún var svartldædd, í íslenzkum búningi, föl í andliti, studdi olnbogum á hnén, sat þannig með spenntar greipar undir hökunni og leit star- andi augum fram fyrir sig. Öllu þessu veitti Guðrún athygli um leið og hún nálgaðist, og gekk hún nú nær og bauð hinni ókunnil konu góðan dag. Ekki tók konan undir kveðjuna, og endurtók Guðrún því ávarpið öllu hærra og nam hálfvegis stað- ar. En það fór á sömu lund, konan svaraði ekki, heldur sat kyrr og starði. Ætlaði Guðrún þá að ga-nga feti nær, en brá allmjög í brún, þvl að hún sá ekki betur en hin ókunna kona tæki að leysast upp og verða gagnsæ ... Fannst henni þá nóg um og hélt leiðar sinnar sem skjótast. Greip hana mikill ótti við þessa sýn, því að hún var í engum vafa um, að þarna væri afturganga á ferð. Stillti hún sig samt um að hlaupa, þvi að hún óttaðist, að þá myndi hræðslan ná lamandi tökum á sér. Og ekki þorði hún að líta við það sem eftir var leiðarinnar suður að Sólheimum. Guðrún kvaðst aldrei hafa kom- izt að raun um, hvaða svipur þarpa hafði verið á ferðinni. Henni var ekki kunnugt um, að nokkur kona hefði nokkru sinni fyrirfarið sér í Reykjavíkurtjörn. Aftur á móti lét hún það ógert eftir þetta að stytta sér leið með því að ganga sunnan- vert við Báruna ein síns liðs á þeim tima þegar engin lifandi sála var á ferli. Útlagarnir frá Bíkiní — Framhald af 201. síSu. tala við fólkið, að það fékkst til þess að gefa þessu eyra. Þá afréð það að senda níu menn til Bíkiní til þess að skoða vegsummerki. Eyjan, sem þessir sendimenn komu að, var ólík hinu gamla heimkynni þeirra. Hún var öll þak in kjarrskógi, og upp úr honum gnæfðu hér og þar rústir sundur- tættra byrgja, sem Bandaríkjamenn höfðu reist. Allt var breytt, og hvergi nokkrar menjar um handa- verk eyjarskeggja. Jafnskjótt og báturinn renndi upp í sandinn, stukku mennirnir á land og hlupu inn í kjarrið. Það, sem þeir vildu skoða fyrst af öllu, var grafreiturinn. Og mikiT var undrun þeirra og gleði, er þeir komust að raun um, að hann einn hafði sioppið við algera tortím- ingu. Undir kjarrinu fundu þeir legsteinana á gröfum forfeðranna, og mönnunum varð það fyrst fyr- ir að krjúpa við þá og kyssa þá. Af kirkjunni og skólanum sást hvorki tangur né tetur. Öll brauð- aldintrén og pandanustré, sem fyrr Lausn 8. krossgátu - - um höfðu gefið fólkinu mat og bú- ið því svalandi skugga á sólfaeitum dögum, voru líka horfin. Og kókos páimarnir, sem settu svip á eyna og uxu alveg niður að flæðarmál- inu, höfðu dáið út. Á allri eynni var aðeins einn kókospálmi, sem reis Iemstraður og skældur upp úr kjarrinu. Dýralíf hfafði ekki síður beðið mikið affaroð. Fjölmargar tegund- ir voru horfnar. Þar var þó mergð af rottum og, stórum landkröbb- um. Þessir krabbar voru lostæt nytjadýr áður fyrr. Nú eru þeir ekki ætir lengur. Það verður meira að segja að útrýma þeim, því að þeir hafa dregið í sig svo mikið af strontíum, að þeir eru banvænir mönnum. Af fuglum bar mest á kríum. Þær voru sú fuglategund, er fyrst hafði tekið sér bólfestu á eyjun- um á ný, og þeim hefur fjölgað þar óstjórnlega, þar sem margir óvinir þeirra hafa dáið út. Einn mannanna í sendinefndinni mun aldrei framar líta eyju þá, er hann bjó á forðum. Það var dálítill hólmi í hringrifinu. Hann hvarf gersamlega í vetnissprengingunni 1954. Þar sem hann var, er nú gíg- ur, nálega kílómetri í þvermál, fullur af sjó. Oddviti Bíkiní-fólksins, Alab Lóre, komst svo að orði eftir þessa för: — Það var dapurleg sjón, sem blasti við augum okkar. Við höf. um átt illa ævi á Kíli, og frásagn- ir okkar geta engan glatt. En þess ar litlu eyjar eru land okkar, og við munum gera allt, sem í okkar valdi stendur, til þess að við get- um setzt þar að á nýjan leik. i J. H V fí L u R V e C / N A A l fí N u /1 ,L £ U M £ s K U H c / n I l /> M H A S K 'A V / N V K c A V yi K 0 K N fí ri N N A K R a / J> fí L fí u H n A L l L fí s U h f\ u L £ S 1 X £ J> L fí K n R V C C fí Þ 1 c i £ L K '0 T fí u H T fí u V 0 r N /1 J £ J> . *v * F U T 1 s ’fí s T f ( s r K U J> s A T U T fí R K / 5 S T 0 N /) F u n J K L £ D L fl u s A X a '0 H '0 n L s e t T a R R T V £ N N T c fí T n 'fí C R n 4 D u L U « s a / n L r K .... dj t K P_ h R A R 214 T f M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.