Tíminn Sunnudagsblað - 09.03.1969, Blaðsíða 12

Tíminn Sunnudagsblað - 09.03.1969, Blaðsíða 12
Vid tökum Hann er í lægra lagi, öllu þrekn ari en hvað hann er hávaxinn, hár- ið farið að gisna og grána og drætt irnir í andlitinu að dýpka. Enda er hann nær sjötugu — náði rétt í bláskottið á gömlu öldinni, áður en hún liöktj út af sviðinu. Hann RÆTT VIÐ HINA TVÍEINU PERSÓNU, BRAGA SKÁLD OG REF BÓNDA: Strandamenn fá tíu í einkunn í öllum greinum manndyggða kemur það nafn í hug, þegar þeir sjá framan i karl. — Þú ert mikill landshorna- maður. — O-jæja. Ég hef flakkað dálít- ið sveita á milli — satt er það. í seinni tíð. Og er enn á faralds- fæti annað veifið, því að allvíða standa mér opnar dyr. En heim- ilisfastur hef ég verið á æsku- stöðvunum í Staðarsveit meira en sextíu ár. Að vísu í Hoftúnum síð- ari hluta ævinnar — það er ný- býli, sem ég reisti. Hofgarðar eru í eyði. En reyndar er þetta sama jörðin. Svo skaitu kaila mig lands- hornamann. — Víða hefurðu kveðið stöku. ar minir þá heima. Pabbi leigði kjallarann hjónum, sem hétu Frið rik Ólafsson og Ketil'ríður Frið- geirsdóttir. Hún var afburðakona að dugnaði, húnvetnsk — ætli hún hafi ekki verið af einni grein Nat- ansættarinnar? Séra Friðrik á Húsavík er sonur þessara hjóna, og annar sonur þeirra hét Frið- geir, og hann var fyrsti leikbróð- ir minn. Nú fluttumst við vestur að Hofgörðum, ég þá þriggja ára, og þar fékk pabbi umráð kota, sem fylgdu heimajörðinni. Einn góðan veðurdag fær pabbi bréf frá Ketilríði, sem biður hann að hjálpa sér um jarðnæði. Þau voru þá skil- in hjónin, eða að skilja. En ekki -I gaa m ■ r hfc TFF- m FTE 5 slaðnæmist litla stund á gólfinu, setur síðan troðna tösku sína út í hom, tekur sér sæti og hagræð- ir á sér treflinum. - Ég er elzti maður' landsins, sem heitir Bragi, segir hann: Einu sinni þótti mér það gott nafn. Svo var þaðj, að ég þóttist þurfa að dyljast, pú veizt hvað ég á við, og þá nefndi ég mig Ref bónda. Nú vildi ég heldur, að ég hefði verið skírður Refur. Það kom, þegar óg fór að mæta nöfnum mínum við hvert fótmál. Tízkan, sjáðu — þar er hún að verki. En nú er þetta ekki dulnefni lengur, Refur bóndi. Kannski eru þelr orðnir fleiri, sem — Stakan er minn fylgifiskur, þú veizt. Það er mér eðlisgróið að yrkja vísur, og þær er orðnar til áður en ég veit af. Svo flýgur þetta manna á milli eins og geng- ur — einhverjar orðnar landfleyg- ar, held ég megi segja. En ég hef ekki þurft að fara landshorna á milli til þess, að það yrði. Ekki þar fyrír: Spor mín hefðu getað legið víða, ef ég hefði ungur kosið mér það. Ég hefði getað orðið ver- aldarflakkari. í æsku var mér, sjáðu til, gefinn kostur á því að fara vestur um haf. Fyrstu þrjú æviárin, skal ég segja þér, var ég í Reykjavík á Bókhlöðustíg 9. Þar áttu foreldr- var bilbugur á Ketilríði, og var hún þó stórlega böguð: Hafði fengið mein í læri, svo að taka varð af henni fótinn uppi við mjöðm — eða svo til. Pabbi varð við beiðni hennar og lét hana fá Akur til ábúðar — já, dálítið kot niðri við sjóinn. Þannig atvikaðist það, að við Friðgeir áttum sam- leið áfram. Við urðum æskufélag- ar og höfðum alltaf hvor annan kæran. Hann var mikill ágætis- maður. Auðvitað var ekki lifað við rík- dóm á Akri, og þegar Friðgeir var orðinn fulltíða maður, fór hann til Vesturheims og settist að í Vatnabyggðunum — ætli það 20< TÍMINN - SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.