Tíminn Sunnudagsblað - 09.03.1969, Blaðsíða 4

Tíminn Sunnudagsblað - 09.03.1969, Blaðsíða 4
SIGURJÓN FRÁ ÞORGEIRSSTÖÐUM: Hjörleifur læknir - stuttur söguþáttur Allt frá því að sögur hófust hef- ur sú viðleitni manna að hjálpa sjúkum verið talin til merkustu dyggða mannkynsins. Ölduhrif sögunnar hafa verið mörg. Menningarþjóðir hafizt til vegs og hrapað. Þróuð læknavís- indi liðið undir lok og risið á ný. — Það er mikil saga. í fornsögum okkar er oft getið um lækningar sjúkra manna og vopnbitinna. Þegar Þormóður Kol- brúnarskáld vék helsærður úr Stiklastaðabardaga, ranglaði hann inn í kornhlöðu. Þar nutu særðir menn aðhlynningar. „Kona ein vermdi vatn í katli til þess at fægja sár manna.“ Á öðrum stað var kvenlæknir að starfi. „Hún hafði þar gjört í stein- katli af lauk og önnur grös og vellt það saman og gaf að eta þeim hinum sárum mönnum og reyndi svo hvort þeir höfðu hol- sár, því að þá kenndi af l'auk- inum úr sárinu. Hún bar það að Þormóði og bað hann eta. Hann svarar: „Ber í brott. Ekki hef ég gras- _sótt-“ Læknislist átti lengi erfitt upp- dráttar á landi hér. Ósjaldan var um hnignun að ræða frá því, sem verið hafði á fyrri tíð. En nauð- syn kallaði áhugamenn til starfa. Og þeir, sem unnu sér orðstír í sjúkrahjálp og hjúkrun, áttu vin- sældum að fagna. Það sanna eftir- mæli bartskerans eftir Hallgrím Pétursson: Bartskera dæmis mjúkleg mennt mörgum framar var honum lént. Guðs er sú gátfan hreina. Alúð þvi l'agði á það víst ómak og kostnað sparði sizt. Svo má þar satt um greina. FYRRI HLUTI Á siðari öldum voru þýddar á íslenzka tungu syrpur um lækn- ingar, einkum úr dönsku. Og ís- lenzkir lærdómsmenn klúðruðu saman lækningabókum. Nú þykir það flest undarlegasta samsuða. Inn í þessi efni ófst hjátrú og hind- urvitni af því glóruleysi, að engu tali tekur. Það var ekki einangrað íslenzkt fyrirbæri. Árið 1725 komst á framfæri lækningarit eftir Jón Magnússon sýslumann. „Hann var maður ágæt lega gáfaður og góður læknir,“ segir í æviskrám. — Afskriftir af bókinni dreifðust um land allt í heila öld. Þar gefur að líta eftirtalin holl- ráð til heilsubóta: „Hundasaur í víni við niður- gangi. Blautt sauðatað í bakstur við brjóstmeini. Að drekka sitt eigið þvag á fastandi maga er bezta ráð gegn svartadauða. Mannasaur volgur, drepinn í léreft og hafður sem plástur, dregur fljótt úr sviða við heima- komu.“ Þegar landlæknisembættið var stofnað á landi hér og lærðir lækn- ar komu til starfa eftir miðja 18. öld, urðu þeir að skera upp herör gegn hjátrú og hégiljum. Það var þungur róður, enda liðsafli smár, sem lagði í strauminn. Hér varð að sigla milli skers og báru. Hinir fáu læknar, sem völ var á, gátu engan veginn annað því að vera á hverjum stað, þar sem þörfin kallaði. Eðlilegt, að þeir slökuðu stundum á klónni og létu afskiptalaust, þó að ólærðir menn fepgjust við lækningar. - Læknar reyndu þó að draga fjöður úr nefi þeirra, sem stund- uðu óhrjálegar skottulækningar. Hinir, sem á menningarlegra stigi stóðu í bjástri sínu, gátu orðið að einhverju liði. í hópi þeirra síðarnefndu voru grasalæknar. Þó að kappinn Þor- móður Kolbrúnarsfeáld talaði mein Þessi þáttur um einn hinna nafntoguðu alþýðulækna, sem af spunnust þjóðsögur á nít- ándu öld, Hjörleif Jónsson, var fullsaminn, er höfundurinn, Sig urjón Jónsson frá Þorgeirs- stöðum, andaðist síðastliðið ár. Hann hefur að líkindum verið meðal þess, er hann lagði síðast hönd á. ’ lega um laukvellinginn á Stikla- stöðum, hafði það ekki dregið úr trú á ágæti ýmissa jurta, heilnæmi þeirra og lækningamátt. Blaðað í skráðum sögnum. Einn er sá alþýðumaður, sem einkum hefur orðið nafnfrægur um Skaftafellssýslur og sunnan vert Múlaþing fyrir lækningar sín- ar. Safnarar þjóðlegs fróðleiks hafa dregið að sér drjúgar drög- ur, sem vekja athygli á mannin- um. Þessi læknir eða bartskeri hét Hjörleifur Jónsson. Hann leitaði til náttúru landsins eftir margvís- legum heilsugjöfum, ávann sér einkum álit sem grasalæknir og ráðlagði við mörgum kvill'um að nota hreint lindarvatn í böð, sem þóttu bera undraverðan árangur. Ef litið er yfir það, sem um hann hefur verið skráð, fer ekki lejmt, að það er brennimerkt göll- um og ónákvæmni þjóðsögunnar. Þegar fleiri en einn segja frá, sannast við samanburð, að jafnvel í höifuðatriðum, er snerta uppruna og lífsferil Hjörleifs, stangast hivað á annars horn. í Skaftfellskum þjóðsögum og sögnum, sem Guðmundur í Hof- 196 TÍMINN - SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.