Tíminn Sunnudagsblað - 09.03.1969, Blaðsíða 9

Tíminn Sunnudagsblað - 09.03.1969, Blaðsíða 9
Einn sendimanna við gröf föður síns. Kirkjugarðurinn er vaxinn kjarri, en undir kjarrinu eru legsteinar. astliðið haust gáfu bandarísk stjórnvöld til kynna, að hinir fyrri fbúar gætu snúið heim, ef þeir vildu. Fólkið frá Bíkiní tók þessum fregnum með mikilli tortryggni. Bitur reynsla hefur kennt því, að orðum hinna hvítu manna sé illa treystandi. Miklar raunir hafa orð- ið hlutskipti þess síðan þáð var svipt heimkynni sínu. Þegar það var flutt nauðugt brott af Bíkiní snemma árs 1946, var því leyft að velja á milli nokk- urra smáeyja, þar sem það mætti hafast við. Það kaus eyju, sem hét Rongerik. Hana valdi það vegna þess, að hún var næst Bíkiní. Þetta var lítil eyja með fáa og lítilfjör- lega lífsbjargarvegi. En þarna var fólkið sett á land, og næstu tvö ár var ekkert um það hirt. Þegar Bandaríkjamenn gáfu sér loks tíma til' þess að grennslast um hagi þess, var það aðfram komið af skorti og margir nálega horfalln- ir. Nú var brugðið við og fól'kið flutt í annað sinn — að þessu sinni til eyjar, sem heitir Kvajalein. En þar tók litlu betra við, því að það fékk engin önnur skýlf til þess að leita afdreps en í tjöld. Að síðustu var það svo flutt í þriðja sinn til eyjarinnar Kíli, sem er mun frjó- samari en hinar. En hún er um átta hundruð kílómetra frá Bíkiní, fiskigengd lítil við hana og svo brimasamt, að þar er ólendandi í fjóra mánuði samfleytt ár hvert. Það varð fólkinu til lífs, að það var flutt frá Rongerik. Og þar kom fleira til en hungurkjörin, sem því voru þar búin. Þegar Banda- ríkjamenn sprengdu fyrstu vetnis- sprengjuna á Bikiní árið 1954, rigndi svo miklu af geislavirkum efnum yfir Rongelap, eyju skammt undan, að fólk, sem þar bjó, varð fyrir miklum áföllum. Talið er, að níu af hverjum tíu börnum á eynni hafi beðið mikið og varanlegt tjón á heilsu sinni, og síðast í fyrra, fjórtán árum eftir sprenginguna, voru fjórir eyjarskeggjar fluttir til Bandaríkjanna til uppskurðar vegna meina, sem gömul geislun olli. Við þessi ósköp slapp fólkið frá Bikiní. Samt hefur það ekki átt sjö dagana sæla. í örbirgð og vonleysi hefur það þraukað öll þessi útlegð arár. Svo mikil var beiskja þess orðin og ótrú á sannleiksgildi þess, er því var sagt, að það festi eng- an trúnað á það, að Bíkiní væri orðin byggileg á ný. Það ha'fði svo oft reynzt staðlausir stafir, er því hafði verið sagt — jafnvel bein ósannindi. Það var ekki fyrr en landstjóri Bandaríkjamanna á Mar sjalleyjum kom sjáTfur til þess að Framhald á 214. síöu. Sérkennileg fegurð Kyrrahafseyja er alkunn. En verður Bíkiní fögur ey á ný? Víða getur aí lifa sundurskotnar leifar bandarískra mannvirkja, brotna múra og snúnar stálstengur. Illgerlegt er aö fjarlægja þetta, T f M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 201

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.