Tíminn Sunnudagsblað - 09.03.1969, Blaðsíða 5

Tíminn Sunnudagsblað - 09.03.1969, Blaðsíða 5
felíi safnaði, segir svo um Hjör- leif: - Talinti var hann ætíaður undan Eyjafjöllum, og var hann roskinn orðinn, er hann fluttist austur og settist að í Svínafelli í Öræfum. Konu sína, er Sigríð- ur hér, var hann þá búinn að missa. Menn vissu eigi til, að ihann hefði átt nerna eitt barn, — dreng, sem Árni hét." í þessu safni er sagt, að Hjör- leifur hafi dáið á Geithellum. Úr íslenzkum þjóðsögum og sögnum Sigfúsar fræðaþular Sig- fússonar: - Hjörleifur eignaðist konu, sem Sigríður hér, og átti með henni son, sem Árni hét. Þegar Sigríður dó, eigi gömul, flutti ‘Hjörleifur, roskinn orðinn, suður að Svínafelli í Öræfum. , . Sagt er, að einhverjir séu komnir frá Árna, syni Hjörleifs.“ í þessu safni er rétt greint frá ætt og fæðingarstað Hjörleifs, o.g þá sést, að hann var ekki Eyfell- ingur. En talið er, að hann hafi dáið á Hvalnesi. Úr Ættum Austfirðinga eftir síra Einar Jónsson: „Hjörleifur Jónsson var læknir góður, hraustmenni, bjó víða, en var ofnalítUl . . . Hann kvæntist ekkju, sam Sigríður hét, Áyna- dóttur. Barnlaus, — Hann dó á Hvalnesi. . Hér tekur ættfræðiritið af skar um það. að þau hjón, Hjörleifur og Sigríður, hafi verið barnlaus — þurrkar út þann Árna, sem munn- mæli geta um sem einbirni þeirra. Ekki er úr vegi að kanna gerð munnmæla um það, hvernig Hjör- leifur átti að hljóta læknisheppn- ina og hvaða böggull fylgdi skanim rifi. Úr íslenzkum þjóðsögum og sögnum Sigfúsar frá Eyvindará: „Þegar Hjörleifur var enn ung- ur, sat hann einn yfir kú, er átti hart í. Kom þá til hans hon- um óþekktur maður og aðstoð- aði hann og bað hann síðan ganga með sér snertispöl. Gerði Hjörleifur það. Komu þeir að kl'etti, og hrökk hann öpinn fyrir manninum. Þar lá kona manns- ins inni og var hart haldin í barnsnauð. Bað maðurinn Hjör- leif að bjarga henni. Gerði hann það af þeirri snilld, að hjónin urðu hrifin og þökkuðu af kær- leiksþeli. Báðu þau hann ílend- ast hjá sér og hétu alls konar gæðum. En því neitaði hann, því eigi bar hann skap til að búa 1 jðrðu meö áifum- Þá mi«- fótl þeim, og segir þá konan, þun g á svip: „Fyrir það, sem þú hjálpaðir mér, skal þér aldrei misheppn- ast að bjarga konu í barnsnauð. En fyrir það, að þú vilt ekki vera hjá okkur, þá skaltu verða ærið eirðarlítill og sjaldan nema ár í stað, og mun þér ævin mæðusöm verða.“ Síðan leiddi jarðarbúinn Hjör leif heim. Álög þessi þóttu ræt- ast á Hjörleifi, því að sjaldan var hann nema eitt og tvö ár i stað, nema ef hann var viðflækt- ur eitthvað lengri tíma á einum bæ í Fáskrúðsfirði.“ íslenzk álfatrú er auðug að sögn- um af álfum. sem skópu mönnum örlög. En í tilgreindri álfasögu væri búningsbót að úrifellingu: „ . . . • hjónin urðu hrifin og þökkuðu af kærleiksþeli.“ Engir aðrir en eigingjarnir og illir svartálfar hefðu sent ungan velgerðarmann sinn frá sér úr klettinum til að hefja jarðreisuna í álagaham. Ætt og uppruni. Á útmánuðum árið Í748 var lýst trúlofun í Eydalakirkju. Bæði voru hjónaefnin hátt á þrítugsaldri og Úr ÁlftafirSi. Á þessum slóðum var Hjörleifur læknir jagnkunnugur, og i Álftafirði ttó hann. T í M I N N — SUNNUDAGSBLAB 197

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.