Tíminn Sunnudagsblað - 09.03.1969, Blaðsíða 15

Tíminn Sunnudagsblað - 09.03.1969, Blaðsíða 15
./ sjö árum — einn þessara manna, sem fóru vestur um haf, en stóð- ust svo ekki mátið og sneru heim. Já, einn þeirra. — En að draugar séu að æflast fyrir mönnum í Staðarsveit, því vísa ég á bug. — Segðu mér þá annað: Held- ■urðu, að það hafi verið ort í Hof- görðum allar götur síðan á dögum Refs hins fyrri? — Ekki held ég það. Ég geri mér ekki í hugarlund, að skáld- skapur hafi legið þar í landi frem- ur en annars staðar. Né í Stað- arsveit yfirleitt, þótt fólk þar hafi ekki verið frábitnara slíku en víð- ast annars staðar. En það var samt sitthvað, sem loddi lengi við Hof- garða. Þangað hafa margra leiðir legið frá fornu fari. Þú veizt, að kjörstaður var lengi framan af að- eins á einum stað í kjördæmi. Og kosið munnlega í heyranda hljóði. Snæfellingar kusu þingmenn sína í Hofgörðum — það var kjörstað- ur þeirra. Þar var hann, þessi nafntogaði kjörfundur, þegar Hol- geir Clausen lét flytja brennivín- ið suður yfir fjall og felldi séra Eiríkur Kúld, einn af þessum róm- uðu nefndarmönnum við Breiða- fjörð. Ég þekkti gamlan mann í Garðabrekku, Sigurð Þorleifsson, sem var drengur, þegar þessir at- burðir gerðust. Hann sagði mér, að tunna eða kvartil hefði verið á stokkum inni í tjaldi á túninu, og þar voru menn hresstir, áður en þeir kusu. Já, þeir sögðu mér fleiri sögur af þessu kjörþingi — einn þeirra Kjartan Þorkelsson, bæði fróður og sannfróður, og þar að auki mágur Clausens. Nema hvað: Séra Eiríki þótti súrt í brot- ið, blessuðum karli, skörungi að gerð. Hann söðlaði í snatri klárinn sinn og reið sem hvatast norður yfir, mannaði þar bát og vatt upp segl og sigldi norður yfir Breiða- fjörð, náði kjörþingi í Barða- strandarsýslu og var kosinn þing- maður Barðstrendinga. Þetta voru karlar í krapinu. — Þarna hefur verið rösklega við brugðizt og ósigri snúið í sig- ur. Þó skilst mér, að hann séra Eiríkur hafi stundum orðið að sætta sig við að hafa ekki öll segl uppi heima. — Já, Þuríður var ítæk. Það vita Snæfellingar manna bezt. — Þetta er nú löngu liðin tíð. Segðu mér meira af þér sjálfum. Hefur þú lifað einlífi aBa tíð? — Sei-sei nei. Enda hefði það ekki verið mér að skapi, skal ég láta þig vita. Ég átti konu, og ég eignaðist börn og buru. Ég rauk svo sem ekki í hjónaband með hálffiðraðar granir — var orðinn langt til þrítugur. Konan hét Helga Þórðardóttir. Hún var frá Neðri- Hól í Staðarsveit, og við gengum í eina sæng árið 1928. Þá -giftist líka Freyja systir mín — öllu sleg- ið í eina veizlu. Upp úr því fór ég að brjótast í að reisa nýbýli í landi Hofgarða — Hoftún. Það komst upp alþingishátíðarárið, 1930, og ég var þriðji maðurinn, sem fékk lán úr Byggingar- og landnámssjóði, þá nýstofnuðum. Þarna bjuggum við í tuttugu ár. Nú, búskapurinn — ég segi svo sem ekki margt um hann. Þetta var smábú, ekki mikið umleikis, þú skilur. En alla daga hef ég fremur verið veitandi en þiggjandi eins og sagt er. — Ég nefnist Ref- ur, og er ekki neinn hundur. Eftir tuttugu ár brugðum við búi og fluttumst á Akranes. Þar missti ég konuna mína eftir nokkr- ar vikur, og um svipað leyti varð faðir minn háaldfaður fyrir slysi vestur í Staðarsveit. Það varð hon- um að aldurtila, gamla manninum. — Það er líklega síðan, að þú hefur verið meira á faralds fæti? — Já, þá byrjaðT það. Ég fór að fara í kaupavinnu á sumrin, og þá var ég stundum beðinn að vera Horft frá Búðum inn Staðarsveit. Nokkuð af yndi hennar hefur Bragi stundum með sér á segulbandi á ferðum sínum. Ljósmynd: Páil Jónsson TÍMINN - SUNNUDAGSBLAÐ 207

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.