Tíminn Sunnudagsblað - 25.05.1969, Blaðsíða 19

Tíminn Sunnudagsblað - 25.05.1969, Blaðsíða 19
4 ■ ■ • |> 's •fflfflSá#Si •■■ . ggÉWMÍ ■ UwHAtran^ii' Hátt þótt skafl skafi, skrýddur glittrafi, yzt mót úthafi upp úr brimkafi, björgin stolt standa, stormar ei granda — höfuS Homstranda háreist að vanda. Græðis grunnfláttur gríðar slær máttur, hafsins hjartsláttur hér er lífs þáttur. Strandir þjóð þóttu þarfar, — vornóttu soltnir oft sóttu svartfugl — hvalþjóttu. Barst með brimsúgum björg í stórhrúgum, blessaðist búum, búsmala og hjúum. Svangur mat metur, mörgu ofar setur, eftir vávetur von lífgað getur., Stutta stranddali strýkur hafsvali, verjast vorkali víðir, iyngbali. Þolnir kjarnkvistir krókna sízt fyrstir, sterkir oft stytztir standa vörð yztir. Ársól frá unni ástheitum munni vorkossum kunni kveikja lif ninni, vermir fjalls vanga voga og dranga, ljúft daga langa lætur grös anga. Örlög munu annast aftur sveit mannast, betri kjör kannast, kostir lands sannast. Lifi landssaga, ljómi og snilld braga, þokki þjóðlaga þrotlaust heimsdaga. JÓN MAGNÚS PÉTURSSON: \ T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 451

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.