Tíminn Sunnudagsblað - 08.06.1969, Blaðsíða 16
burtu rándýr, Stóm mikið var um
þar í skóginum. Ég minniist þess,
þótt ungur væri, að ég fór með
Birni, frænda mínum, út í skóg-
inn hjá bæ afa míns og þar sá ég
hirti, músdýr og úlfa. Bezt man
ég þó eftir hérum og vatnsrottum,
etn þær voru mikið veiddar í gildr-
ur í læk skammt frá húsinu. Skinn
ilð af þeiim var sefllt á fimmtán sent
og notað í stúkur eða bryddingar
ó hanzka.
ísflendingum, sem orðnir voru
fullorðnir þegar þeir fluttust til
Kanada, gekk fremur illa að læra
eniskuna, og sum ensk nafnorð, sem
mikið komu fyrir í daglegu við-
skiptaiífi vildu bTandast í daglegt
miál með skoplegum hætti. Um það
vitnar þessi vísa, sem ég lærði:
Það er meinið, þegar treinið
kemur
önderstendur ekki ég,
æslander í Winnipeg.
Treinið var járnbrautarlestin,
önderstanda að skilja og æslander
íslemdingur.
Ekki höfðu þau afi og arruma
lengi dvalizt í Vesturheimi, er
heimþrá tók að gera vart við sig
hjá ýmsum í fjölskyldunni, svo að
að ráði varð að flytjast aftur heim
tiil íslánds sumarið 1907. Það, sem
ég man frá heimferðinni, er allt
noikkuð óljóst og mikið blandað
frásögnum, sem ég síðar heyrði af
vöruim fólks míns. Farið var með
járnbrautarlest frá Winnipeg tii
Quebeck á austurströnd Kanada.
Það er mjög löng leið, og eitthvað
mun hafa verið numið staðar á leið
inni á brautarstöðvum og senni-
lega skipt um lestir. Lagt mun hafa
verið af sta® 1. júM í eimum á-
fangastað man ég eftir því, að
Bjöm, frændi minn, fór út úr Test-
inni og út í skósarrunna, sem þar
var rétt hjá. Þar sá ég hóp af
Indíánum Í furðulegum búningum
með als konar fjaðraskraut í hött-
um sínum. Mér stóð einhver ótti
af návist þessara manna, og ég
varð hræddur um, að þeir myrdu
gera Birnj frænda mínum, mein.
En svo varð þó ekki.
Þegar til Quebeck kom, var ferð
ákveðin þaðan með skipi til Eng-
iands. Dag einn, er við dvöldurmst
þama, kom maður nokkur að máli
við þá aifa mimn og Björn og sagði
við þá:
„Mér lízt illa á bessa ferðaáætl-
un ykkar yfir Atlanfcshafið. Þetta
skip,, sem þið æfclið með er með
gamghjól á hliðum, en ekki skrúfu
og því mjög gangtregt og í alla
sfcaði ótraust skip á svo langri leið.
En hér á höfninni er annað sikip,
sem er í þann veginn að Teggja
úr höfn tifl Englands. Það er
Skrúfuskip og því margfalt traust-
ara og hraðskreiðara. Þetta skip er
eign Allanlínunnar og heitir „Cor-
sígan.“ Ég er viss um, að þið getið
fengið far með þessu skipi, ef þið
talið við skipstjórann.“
Þetta leizt þeim afa mínum og
Birni að vera myndi heilaráð.
Björn fór svo þegar á fund þessa
skipstjóra. Skipstjórinn tók erindi
Björns vel og lofaði að bíða eftir
fólkinu í tvo tíma. Fór Björn þegar
og sótti fólk og farangur og flufcti
yfir í „Corsígan“.
Með þessu skipu sigldum við svo
ÖIT í góðu gengi til Englands. Em
það er af hinu skipinu að segja,
sem í upphafi heimferðar átti að
verða farkostur okkar yfir Afclants-
hafið, að frá því að það lét úr
höfn í Quebeck., hefur ekkert til
þess spurzt.
Frá Englandi fór fjölskyldan
með kolaskipinu „Ankoris“ til
Reykjavíkur. Þar var beðið í þrjár
vikur eftir skipsferð til Horna-
fjarðar.
Þegar til Hornafjarðar kom, var
haldið heim að Diiksnesi og þar
dvalizt um hríð. Daginn eftir heim-
komuna fóru þeir afi minn og
Björn út í fjörð og skutu sel. Var
það fyrsta veiði þeirra eftir heim-
komiuna. Stuttu síðar var hafizt
handa að búast um til vetursetu í
Lækjarnesi. Gömul tóft, sem þar
hafði staðið, var Tagfærð og sett á
hana skúrþak. Þar var innréttað
svefnherbergi og eldhús. Fenginn
var að láni lítill kolaofn hjá þeirn
Dilkisneshjónum og settur þar upp
sem eldstæði. Svo um eða upp úr
vetu'rnótbum var fluitt í nýja húsið
í Lækjarnesi og nýju landnámi og
heimkomu þar fagnað með kaffi
og nýbökuðum pönnukö'kum.
Furðuheimar.
Ég var ekki sérlega gamaH mað-
ur, þegar mig fór að dreyma ýnnsa
athyglisverða drauma. Ég fór líka
að sjá dularfulfl fyrirbrigði. Ein
fyrsta endurminning mín um slí'kt,
mun vera frá vetrinum 1920. Sig-
urður, móðurbróðir minn, var þá
kvæntur Agnesi Steinsen, og
bjuggu þau i Þinganesi, en afi
minn og amma dvöldust þar hjá
þeim. Þetta mun hafa verið um
eða eftir miðjan desember. Þá er
ég sendur frá Lækjarnesi austur
að Þinganesi til að færa fjölskyld-
unni þar mjólk. Ég kem mjólk-
inni tl skila og fer síðan til baka
a'ftur beint vestur úr Dil'ksneslandi
og var þá eitthvað farið að bregða
birtu. Eitthvað leið mér ekki vel
á þessari göngu minni þarna. Þeg-
ar ég kem á mýrarnar austur við
Dilksnesholtið, er fram undan mér
smáhólil, og uppi á hólnum situr
maður með hönd undir kinn og
svartur hundur við hlið hans. Ég
hugsa mér strax að heilsa upp á
þennan mann, sem ég taldi víst,
að væri frændi minn, Jón Björns-
son í Dilksnesi. Ég greikkaði göng-
una að hólnum, en leit snöggvast
við, en þegar ég leit aftur á hól-
inn, var sýnin horfin. Ég hljóp upp
á hólinn og leit yfir mýrina vest-
an við hann, en sá þar ekki neitt,
en mýrin milli DiTksnesholts og
hólsins, sem ég stóð á, var svo
breið, að fljótasti hestur hefði ekki
haft tíma til að komast yfir hana
og í hvarf.
Legsteinninn.
Það mun svo hafa verið árið
1923. Kona í nágrenninu, Guðlaug
Björnsdóttir á Móa, lá mikið veik,
og höfðum við í Lækjarnesi verið
beðnir að annast flutning á henni
á vélbátnum Auðuni rauða út á
Höfn, en þaðan átti að flytja hana
með skipi til Reykjavíkur. Dagur-
inn var ákveðinn, og ég var beðinn
að fara á smábátnum Dverg eftir
flóðkíl upp að Brekku, en þangað
átti að flytja konuna í rúmi. Ég
var kominn á ákvörðunarstað á til-
teknum tíma, en ekkert bólaði á
mönnunum með sjúklinginn. Mér
tók að l'eiðast biðin þarna, óg lagði
ég af stað upp úr sandi og gekk
alla leið inn að Laxárbrú. Þar
staðnæmdist ég á háum_ hól, sem
er austan við brúna. Ég horfði
þaðan upp með ánni, heim að bæn-
um Móa, en sé þar ekkert nema
hesta á túninu. Ég lít svo niður
með ánni aftur og niður að kirkj-
unni. Þá sé ég, að legsteinn s'tend-
ur á milli kirkjugarðsgirðingarinn-
ar og þjóðvegarins Mér verður
hálfhverft við þessa sýn, sem ég
átti ekki von á þarna.
Svo verður mér litið út á veg-
inn og sé þá, hvar menn eru á
ferð með sjúklinginn í rúmi Þeg-
ar ég lít til baka, er sýnin horf-
in. Ég sneri þá við að bátnum, en
496
f iu 1 IM N — SUNNUDAGSBLAÐ