Tíminn Sunnudagsblað - 08.06.1969, Page 17

Tíminn Sunnudagsblað - 08.06.1969, Page 17
mennirair fóru sína leið út þjóð- veg og ut á Höfn. Þaðan var Guð- iaug flutt með skipi til Reykjavík- ur og lézt þar stuttu síðar. Hún var jarðsett í Reykjavík. Á veikum ís. Næsti atburður, sem ég ætla að segja þér frá, mun hafa, gerzt 1026—27. Ég var þá í einhverri vinnu hjá Bjarna Guðmundssyni, síðar kaupfélagsstjóra á Höfn. Ég hafði áfeveðið ferð upp að Krossa- landi í Lóni þennan sama dag. Nokkru fyrir hádegi kernur Bjarni Guðmundlsson að máli við mig og segir mér, að hindrun sé á leið niinni upp í Lón í dag, því að Jökulsá í Lóni og KrossalandskáM séu bráðaófær, vegna vatnavaxta og ekki útlit fyrir, að úr þvi ræt- ist á meðan vötnin séu að ryðja af sér ís. Ég fevað það eng-u breyta fyrir mig, því að ég væri búinn að ákveða ferðina, og ef vötnin reynd- uist vond yfirferðar, væri mögu- leiki að gista á bæjum vestan ár- innar. Bftir hádegið held ég svo af stað, en fæ til öryggis lánaðan trau.stan broddstaf hjá Gisla Teitssyni á Höfn. Ég held svo áfram göng- unni og er kominn á Almanna- skarð í rökfcurbyrjun. Er ég kem stutt auslur fyrir háskarðið, sé ég Ijós fram undan mér í 200—300 metra f'jarlægð. Ég hugsa með mér, að nú sé ég heppinn. Þarna sé á ferð maður með luktanljós og muni ég geta notið samfylgdar 'hans. Éá greikka svo sporið ; og hugðist að draga þennan ferðalang uppi, en það var sarna, hvernig ég hagaði göngu minni: Ljósið hélzt ávallt í sömu fjarlægð. Svo þegar ég kem í Þorgeirsstaðaklif, hverf- ur ljósið mér allt í einu, en birt- ist mér aftur stuttu síðar, og ber þá í hraun, sem er neðanvert við túnið í Þorgeirsstöðum. Ég hugsa með mér að fylgja ljósinu eftir, hvað sem þetta boði, og þannig held ég áfram í stefnu á Krossa- land. Þegar ég á fáa faðma eftir að Krossalandskil, hyerfur ljósið í eystri bakka hans. Ég einsetti að halda ferðinni áfram í þá stefnu, sein ljósið hvarf, en reyni alltaf fyrir mér með göngustafnum. Fyrir mér verður sterkur ís, og á honum geng ég þurrum fótum yfir kílinn, og brátt er ég kominn á ey-stri bakkann og stuttu síðar heim að Krossalandi, þar sem mín biðu góðar viðtökur. Mér varð nokk urt undrunarefni, hvers vegna Bjarni Guðmundsson hefði sagt mér um morguninn, að kíllinn væri ófær, en svo þegar ég koni að bonum, reyndist hann vera á traustuim fs. Næsta morgun, er ég fór heimleiðis, fór ég að athuga, hvaða leið ég hefði komið kvöldið áður, kom þá í Ijós, að ég hafði gengið yfir um á örrajórri spöng, sem aðeins var fimm eða sex faðma breið, en beggja megin við spöng- ina var snardýpi og engin leið þar fær, nema þessi eina ísspöng. Andíát afa iníns. Frændi minn, Sigurður Ey- mundsson, fluttist með fjölskyídú sína á Höfn 1921 og reisti sér þar íbúðarhús. Hjá honum leigðum við hjónin nokkur ár og fengum til íbúðar herbergi uppi á lofti í aust- urenda hússins. Afi minn og amma dvöldust hjá þeim Sigurði og Agnesi, og þar dó afi ipinn 1. apríl 1927. Afi minn svaf í austasta herbergi á neðri hæð, og var það herbergi beint niður af svefnherbergi okk- ar. Nóttina, sem afi minn dó, ligg ég vakandi í rúmi mínu og horfi í átt að þilinu aftan við rúmið. Þá sé ég, að þar á þilinu birtist alit í einu sfcær ljósgeisli, sem virðist konia neðan frá gólfinu, líða ofur hægt upp þi'lið, og hverfur siðan upp úr loftinu. Þetta var ekki neitt venjulegt ljós, heldur skær, rauð- leit birta og henni fylgdi daufur niður. Hér voru þá engir bílar komn- ir og engin farartæki til, sem hef getað valdið þessu ljósi. Rétt um leið og ljósið er horf- ið, kerour Sigurður, frændi minn, upp á loftið til mín og segir mér, að nú sé afi minn dáinn. Hann hafi verið að skilja við fyrir stuttri stundu. Of mikill Inaði. Einn af fyrstu starfsmönnum kaupféilaigsims hér var Stefán Sig- urðsson frá Hoffelli. Eitt sinn, er ’ t / M Mfrð þesiu skipi, Corsísan, fór DlHrsnestiörskyWan austur yfir Áfiantshaflð, þegar heimþráin fók að saekja fast é. Manífóbasiéffur voru auvirðiiesar í samanburð! við Hornafjörðinn. T t M 1 JN K — SUNNUÐAGSBLAÐ 497

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.