Tíminn Sunnudagsblað - 08.06.1969, Side 18

Tíminn Sunnudagsblað - 08.06.1969, Side 18
ég bjó í MBinu á Bakka, hér rnnst í þorpinu, þá er það í þoku að kvöldlagi, að Stefán kemur hér inn an úr Firði á litlum báti o.g fékk mig til að hjálpa sér að setja bát- inn upp frá flóðíhættu. Var hann mér mjög þakklátur fyrir hjálpina og hafði orð á því, að ljós í hús- inu hjá okkur hefði auðveldað sér að koma að landi á réttum stað. Stefán mun hafa dáið laust fyr- ir 1950. Svo er það nærri áratug seinna, að mig dreymir, að ég sé staddur hjá húsinu á Bakka, og mér þykir Stefán allt í einu vera staddur þar hjá mér. E,r við höf- um heilsazt, þykir mér hann segja: „Nú er langt, Ragnar minn, síð- an við höfum sézt, en einu sinni var ég hér á ferð i þoku og nátt- myrkri, og þá fékk ég leiðarvísi af ljósi úr glugganum hérna.“ Ég tek vel undir orð Stefáns og spyr hann, hvert hann sé að fara. Þá svarar hann, að sig langi að komast inn að Hoffelli og hjálpa þeim þar um göngur og réttir. Ég spyr hann, hvort hann sé að bíða eftir biL Hann neitar því og segist aldrei nota bíl. Svo þegir hann stutta stund og segir síðan: „Það er nú þetta, Ragnar minn, að hraðinn er orðinn svo mi'kill, að mennirnir gleyma guði.“ Hvítklædd kona. Það var í marzmánuði 1959 Ég var mjög veikur um kvöldið, þeg- ar ég fór að hátta og hafði sáran verk undir annarri síðunni. Um nóttina dreymir mig, að hjá mér stendur ljóskTædd kona með sjúkraskýlu á höfði og var ljós- jarpur lokkur niður undan skýl- unni öðru megin. Hún horfir á mig og segir svo: „Ertu nokkuð hræddur við miig?" Eg neita því og segist ekkert vera hræddur við hana, en hún segir: „Því er nú ver, að þú ert hrædd- ur við mig. Ég sé það á augunum í þér." Hún hélt á stórri sprautu með Ijósbrúnum vökva í, og þóttist ég sjá, að hún ætlaði að setja spraut- una í mig. Og nú segir hún: „Ef þú ert hræddur, get ég ekki hjálpað þér. En reyndu að vera óhræddur. Mig langar að setja þessa sprautu í þig, en hún verð- ur að standa í þér á meðan hún er að tæmast. Ég á annríkt og má ekki vera að því að bíða. Ég kem aftur og tek sprautuna úr þér áður en þú vaknar. Þú miátt trúa því, sem ég segi þér. Og nú ætla ég að segja þér, svo að þú megir treysta orðum minum, að eitt sinn var ég hjúkrunarkona hjá þýzku keisarahirðinni.“ Morguninn eftir, þegar ég vakn- aði, var allur verkur horfinn und- an síðunni og hefi ég ekki kennt þar verkjar síðan. Að leita að henni Björgu. Ég lá eitt sinn í rúminu allþungt haTdinn, og kom læknir hér stöð- ugt til mín. Einn morguninn þeg- ar læknirinn kemur, spyr ég hann, hvort ekki sé rétt, að ég fari til Reykjavikur og leiti álits hjá sér- fræðingum um heilsufar mitt. Læiknirinn segir fátt og fer svo frá mér, en ég held áfram að liggja þungt haldinn. Svo er það eina nóttina, að mig dreymir eft- irfarandi draum: Ég þykist vera staddur innra megin við brúna á Laxá í Nesj- um. Þar mæti ég manmi á Ijós- gráum fötum með hatt á höfði, aðeins dekkri en fötin. Ég kann- ast ekkert við mann þennam, en hann kallar til mín og spyr mig, hvert ég sé að fara. Ég svara hon- um: „Ég er að fara upp að Meðal- felli að leita að henni Björgu.“ Hann kailar á móti og segir: „Það er ekki til neins fyrir þig að leita að henni hér, því að hún er suður í Reykjavik.“ Morguninn eftir, þegar læknir- inn kemur til mín, segi ég hon- um, að nú sé ég staðráðinn i að fara fcafarlaust til Reykjavíkur. Og nú spyr ég hann, hvort ekki væri gott að hann skrifi með mér bréf til einhvers læknis í Reykjavík. Læknirinn lætur til leiðast og skrif ar með mér bréf til Snorra Snorra sonar læknis, en hann er sérfræð- ingur um hjartasjúkdóma. Um kvöldið fór ég svo af stað frá Hornaifirðii, áleilðis tlill Reykjavíkur, með strandferðaskipinu Herðu- breið. Á næsta degi eftir komu mína til Reykjavíkur, gekk ég á fund Snorra læknis og afhenti honum bréfið. Snorri las bréfið og brosti við. Síðan tekur hann að rannsaka mig, meðal annars skoðaði hann mig undir nöglum og augnalokum og athugaði liðamót. Að rannsókn lokinni segir hann við mig: „Það er ekki hjartasjúkdómur, sem að þér gengur. En það er ann- að, sem ekki er betra, blöðruháls- kirtllinn er sundurgrafinn. Ég get ekki gert meira núna, en komdu hér á næsta degi fyrir minn venju- lega viðtalstíma. Ég þarf að fara með þig til annars læknis, sem gerir það, sem gera þarf.“ Næsta morgun fylgdi Snorri mér svo til Eggerts Steinþórssonar læknis. Eggert gerði svo viðeig- andi skurð, sean tókst mjög vel og batinn kom smám saanan. Þegar ég fór úr sjúkrahúsinu og kvaddi Eggert læbni, þá segir hann við mig: „Þú varst heppinn að koma ekki seinna en þú gerðir, því að hefði koma þín dregizt í þrjá daga til viku, þá hefðir þú varla komizt lifandi til okkar.“ Lýkur hér svo sögum Ragnars. Skaftfellskt svipmót: Heinabergsjökull skríður fram. 498 TÍMINN - SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.