Tíminn Sunnudagsblað - 28.09.1969, Blaðsíða 16

Tíminn Sunnudagsblað - 28.09.1969, Blaðsíða 16
Þegar hógværðin reynist gagnlaus: Svörtu hlébarðarnir Á árunum 1910—1920 flúðu mörg hundruð þúsund Svertingja eymdina og umkom'uleysið í baðm- uillarhéruðum suðurfylkjanna bandarísku í trú á betri framtíð í iðnaðarborgunum í norðri. En þetta fðlk sannaði flest, að örbirgð in og auðmýkingin voru ævifylgj- ur þess og fluttust með því. Nyrðra var að sönnu miklu sjaldgæfara, að tryMtur múgur svipti svart fól'k lífi, án þess að lögregian hreyfði hönd eða fót eða nokkrum lögum væri komið yfir þá, sem fyrir ó dæðisverkunum stóðu. En það var eftir sem áður dæmt fólk, sem ekki hlaut uppreisn æru — fólk í álögum í svörtu skinni sínu. Amasemi hvíta mannsins jókst, þegar innflytjendunum fjöigaði. Svertingjunum stóð aðeins til boða sú vinna, se-m lökust þótti og ó- virðuilegust og verst var borguð, og þeir urðu að leita athvarfs í þeim borgarhverfum, þar sem húsakynni voru alilra lélegust og óhaganliegast að búa. Gömul fá tækrahverfi urðu kjarni nýbyggð- ar Svertingjanna, og þessi hverfi stækteuðu ár frá ári. Þau voru iát in mæta afgangi, þegar borgar stjórnirnar útdeildu fjármunum til aimannaþarfa. Þar var sorphreins- un lélegri en annars staðar, og slkírskotað til þess, að Svertingjar væru slíkir sóðar, að tilgangslaust væri að reyna að halda hreinu í kring um þá. Sbólar og sjúkra- hús voru af því tagi, s&m ekki' hefði þótt boðlegt annars staðar því að hvað gat þetta' fólte líka borgað? Eftir því var flest annað: Alilt skorið við nögl eða vanrækt með ödu. Þó tók fyrst í hnúkana, er heims kreppan dundi yfir. Hið banda ríska auðvaldsþjóðfélag var allt sjúkt og í sárum, en á engum bitn- aði kreppan samt af slíkum ofur þunga sem Svertingjunum . Tug- miMrjónir manna bjuggu við hræði leg kjör — líf Svertingjanna var víitsvist. Margt Svertingja hafði verið sent á vígveMina í heimsstyrjöld- inni fyrri, Mikiu fleiri voru þó þeir, sem börðust við hlið hvítra sam borgara sinna í heimsstyrjöldinni í óeirSum beinir lögreglan ævinlega geirl sínum að blök1<ufólkinu, og það eru Sverfingjarnir, sem lenda I fangaklefunum. siðari, bæði í Asíu og Norðurálfu. Færri voru þeir að vísu, sem kom- ust tM verulegra mannvirðinga í hernuim, en Svertingjarnir reynd ust hvítum mönnum engu síðri í háska og mannraunum. Styrjöldin jók sjáMstraust Svert iugja. En það entist þeim skammt tl viðurbenu'inigar heima fyrir. Svertingjahverfi stórborganna stæk'kuðu sífiellt, en andstæðurnar j'U'kust. Fyrr en varði mögnuðust í Bandaríkjunum og víðar hreyf- ingar, sem að eðli og hugsunar hætti höfðu sótt ekki svo lítið lil fasista. Þær náðu ofurtökum á þjóðinni, að vísu tímabundnum, Oig þær voru Svertingjum fjand samlegar. Samit voru Svertingiarn- ir notaðir til hernaðarins í Kóreu og Víet Nam. Þangað voru sendir hlutfalsliega miklu flieiri svartir hermenn en hvítir, og enn fundu Sveftinigjarnir, að þeir voru jafnokar hvítra manna, þar sem þeir stóðu jafnt að vígi. Bandarískir Svertingjar eru nú ríflega tuttugu og tvær milljónir, áttundi hiluti Bandarífcjamanna. Og enn eru þeir réttlitlir menn á steiptavieillM Dífsgæðanna. Þeun fjöQjgair hraðar en öðrum þegn uim Bandaríkjanna, en þeir eru af- steiptir, þegar deMt er þjóðart.ekj unum, menningarvonir þeirra eru minni en annarra manna, heilsu gæzll'a léleg þeirra á meðal og rnargar torfærur, sem hvítir menn hafa ekki af að segja, á leið í störtf og stöður. Þegar saman lýstur hvítum mönnnm og svört- uim, má ganga að því Visu, að hall að vefði á Svertingjana, og lög reglan er þeim fjandsamleg og dómarar andsnúnir. Þetta hefur ekki breytzt. En eitt er mjög frábrugðið því, sem áður var. Það er hugarfar Svertinigjanna sjáfllfra. Fyrr á tíð var það vörn þeirra að um'bera ailt og sætta sig við alt. Seinna varð það draumur margra góðra tnanna meðal Svertingja að vinna sig upp með þolinmæði, liáta ekki Ihart miæta hörðu, e n reyna að 760 T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.