Tíminn Sunnudagsblað - 28.09.1969, Blaðsíða 2

Tíminn Sunnudagsblað - 28.09.1969, Blaðsíða 2
BREF TIL BJARGAR Hiugsuim dkikiur, að Menning- arsjóður væri að kynna haust- bækur sínar. Blöðin segðu frá því, að þar keondi margra grasa, enda upp á ýmsu nýju brotið. Svo færum við að lesa bókasikróna: Hefndargjöfin, Maðurinn með stálhnefana, Konunigur smyglarann'a, Ævin- týri dýrlingsin-s, Kyrkislangan, Morðið í svefnvagninum. Trú- lega rækjum við upp stór augu, og fóCki, sem hættir til að taka upp í sig, hryti kannski eitt- hvað miður faguri af vörum: Hvernig getur ríkisútgáfa verið þekkt fyrir að gefa út annan eins bölvaðan óþve: ra? Auðvitað hefuv Menningar- sjóður aldrei gefið út þess konar bækur og á vonandi eikki eftir að gera það. Aftur á móti eigum við sjónvarp, sem einnig er ríkisfyrirtæki, og á dagíS'krá þeiss hefur verið og er sittlhvað, sem minnir óþægi- lega á upptailninguna hér að ofan. Þar hafa að staðaldri ver- ið fOwttir þœttir, og fleiri en einn samtknis, þar sem slags- mál, srnyigl, morð og svik aru aðaiuppistaðan og raunar eini efniviðurinn. í rauninni væru forráðamenn Menningarsjóðs ekki stórum ámælisverðari, þótt þeir verðu naumum fjármunum rilkisútgáfunnar til þess að gefa út Manninn með stáJihnefana og Ævintýri dýrlingsins, heldur en sjónvarpið með hrottalega og f á rá nlega forh e imsku n a rþætt i sína. Fyrir ekki löngu gaf hmn nýi háskólarektor, Magnús Már Lárusson, í skyn í sjónvarps- viðtali, að háskólakennarar hefðu hug á því að brjótast inn i sj ó nvarpsd ag skrá n a svo sem einu sinni í viku. Þessi orð vöktu tilhlökkun, þar sem ég var staddur, þegar þau voru sögð. En þeir, sem létu sér detta í 'huig, að innan tiðar gætu þeir valið á milli fram- lags háskólans og gríns úr gömlum myndum, munu eiga sinn jólagraut óétinn fyrst um sinn. Ekki verður betur séð en innrás háskólans hafi verið hrundið, þegar vetrardagskráin var samin, starfsmönnum þjóð- minjasafnsins meira að segja útlhýst, en Bonanza, Danni dæmal'ausi og það fólk í önd- vegi. Annað hlýtur einnig að vekja athygli: Nálega alir þessir þættir, sem og sjónvarpsleik- rit og marigt annað efni, er annað tveggja enskt eða banda- rísfct. Norðuirlöndin eru horn- refcur, þýzkir þættir næsta fá- gætir og tiil annarra Norðurálfu landa virðist tæpast leitað fanga. Sama giOdir um erlendu fréttirnar, sem sýnilega eru að veruiegu leyti bandarískt láns- fé. Þyí verður tæpast trúað, að ófcleift' sé að fá sjónvarpsefni að talsverðu ráði frá Norður- löndum, Þýzkalandi og mörg- um öðrum Evrópulöndum, bæði sjónvarpsleikrit og margs kon- ar fræðsluþætti og menningar- þætti. Sá grunur vaknar, að hér sé viljandi haldið að lands- mönnum einhliða engilsaxnesku efni ,en skorið á aðrar taugar, þótt fyrir aHra Muta sakir væri eðiliegast, að við hölluðum oktour meira að norrænum frændþjóðum okkar. Það þarf að verða siðabót hjá sjónvarpinu, bæði um þetta og vai uppistöðuefnis j dag- skrána. Þar að auki mætti þess gœta meira en nú er, að mann- líf með fréttaefni og frásagnar er víðar í landinu sjálfu en á strandllenigjunni mili gjald- skýlisins á Keflavíkun'egi og Leirvogsár. Einnig þar mættí gæta jafnvægis, nú þegar held- ur hefur fækfcað bíætum af ráðheirrunum. J. H HEYRT MEÐ ÖÐRU EYRANU -fc Eins lengi og menn vita hefur vegurinn um Hvalfjörð legiS ofan viS Skeiðhól, þar sem steinninn skrítni ris í brekku eins og staup í laginu. ViS þennan hól var áningarstaður á meðan menn fóru ferSa sinna á hestum, og margur steig þar líka út úr bifreið , sinni, eftir að bilaöld hófst. Nú verður þetta ekki framar. ÞjóS- vegurinn hefur verið færður niður fyrir hólinn, og senn mun þessi kynlegi steinn gleymast flestum, er hann blasir ekki lengur við augum vegfarenda. ★★ * ferSamannabænum Sotji á Svartahafsströnd Kákasus er verið aB byggja matsal úti i sjónum. Veggirnir eru úr þykku gleri, og geta gestirnir séS fiska og aSra sævarbúa synda meðfram þeim. í þess- um sal eiga þrjú hundruð gestir að geta rúmazt við borS. 744 T t M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.