Tíminn Sunnudagsblað - 28.09.1969, Blaðsíða 3
VBBURNkTr-
Á árunum upp úr 1930 var minkur fluttur tll NorSur-
landa frá Bandarikjunum. Ekki var þess langt að bíSa,
að hann slyppi úr búrum og girðingum. Hann er syndur
' ur sem selur og grimmur sem vesla, og hefur orðið
skaðvaldur I hinum nýju heimkynnum. Það þekkja ís-
lendingar.
Ógurlegur fjöldi villiminka flæddi yfir Noreg og SviþjóS,
þegar norskir loðdýraeigendur slepptu dýrum sínum þús-
und saman á styrjaldarárunum, svo að þau lentu ekki I
höndum Þjóðverja. Fyrir voru í Svíþjjóð minkar, sem
sloppið höfðu úr haldi þar í landi.
Hárbeitfar tennur minksins hlífa
engu, sem þær ná taki á. Minkur,
sem hefur verið handsamaður, á auð-
velt með að læsa tönnunum gegn
um þykka hanzka.
Minkar eru fljótir að eyða fiski,
þar sem þeir setjast að. Þeir kafa
eftir laxi, læsa klóm í bakið á hon-
um og leitast við að rífa úr honum
tálknin.
Sleppi laxinn í fyrstu atrennu,
eltir minkurinn hann til botns og
banar honum þar. Minkur getur ver-
ið fimm mínútur í kafi án þess að
anda.
Minkurinn myrðir meira en hann
étur. Urriði og bleikja er honum
auðveld bráð, sem litla mótspyrnu
veitir. Minkahjón með unga sína
geta eytt urriðastofni í nánd við sig
á einu sumri.
Fuglunum er líka mikill háski bú-
inn. Ungar fá engum vörnum við
komið, og fullorðnir fuglar eru í
hættu. Að öndum og öðrum sund-
fuglum ráðast minkarnir neðan frá,
oft bæði hjónin i einu.
IIIII ■ UnfiiHHI
Sums staðar á Norðurlöndum er
afarverðmæt krabbaveiði. Einnig þar
gera minkarnir hinn mesta usla. I
Svíþjóð einni eru nú felldir tiu
þúsund viliintlnkar á ári, og sér þó
ekki högq á >vatni.
TfMINN — SUNNUDAGSBtAB
747