Tíminn Sunnudagsblað - 26.10.1969, Blaðsíða 15

Tíminn Sunnudagsblað - 26.10.1969, Blaðsíða 15
þar, eins og ég var búinn að segja þér. — Tókstu mikmn þátt í félags- Mfinu í Keflavík? — Ég gekk í málfundafélagið Faxa, og við gáfum út samneínt blað, sem enn kemur út. í félag- inu voru menn úr öllutn stjórn- málafiokkum, og við reyndum að þoka ýmsum nauðsynjamálum í rétta átt. Blaðið er nú á þriðja ára- tugnum. — Hvað hafa komið margar bækur út eftir þig? — Sex, allt ljóðabækur. Fyrsia bókin, Suður með sjó, kom út ár- ið 1942 hjá bókaútgáfunni Revk- holt. Ég var þá kominn suður í Kefiavík Ég fékk hraðbréí frá ágætum vini mínum, Ólafi Jóhanni Sigurðssyni, þess efnis að koma strax til Reykjavíkur með handrit- ið. Hann var þá áreiðanlega búinn að plægja akurinn. Svo líða átta ár þangað tii sú næsta kom, Sólgull í skýjum. Fram leiðnin var lítil, eins og nú er sagt — það var mikið að gera við að korna upp bókabúðinni. í fyrstu bókinni gætir mest áhrifa frá Grindavík, en í annarri er það fiskibærinn Keflavík og fögnuður yfir lýðveldisstofnuninni, þótt lika séu þar áhrif af hörmungum styrj- aldarinnar. Turnar við torg, sein ég var búinn að segja þér frá, korn út 1958. Næst kom T.ening- unum kastað, sem er uppgjör við hernámið og þá bölvun, sem af því hlýzt Minni og menn eru tæki- færisljóð, kom út 1961, og síðasta bókin, MSslitar fanir, eru gaman- kvæði 1963. í henni eru meðai annars revíusöngvar og kvæði. sem ort voru í Spegilinn. — Hefurðu fengizt við annan skáldskap en ljóðagerð? — Já, ég hef skrifað fjögur leikrit: Ást og vörufölsun skrifaði ég í verzlunarskólanum, og þar eru flestir kennararnir persónur. Þetta leikrit lékum við nemendur. Vetur og Vorbjört er nokkurs kon ar skrautsýning fyrir börn. Vopna hié, sem ég kalla spéþáttung, var flutt á skemmtun hjá Staðhverf- ingaféiaginu. Að hugsa sér var flutt í útvarp í fyrra. Ekkert þess- ara leikrita hefur verið prentað. — Verður það ekki gert? — Ég er að ganga frá ritsafni, sem kernur út í haust, þar sem þau verða tekin með. Auk þess Verða þar allar Ijóðabækurnar ,ex Framhald á 862. síSu JÓHANN HJALTASON: Kríng um Tr&Hatungu og Tröllutunguætt IV Séra Hjálmar Þorsteinsson and- aðist í Tröllatungu 2. júlí árið 1819, en Margrét kona hans tæp- um tveim árum fyrr, 26. nóv. 1817. Séra Björn Hjálmarsson fæddist á Stað á Reykjanesi 29. jan. 1769. Var hann því kominn nokkuð á fjórða ár, er foreldrar hans fluttu norður að Tröllatungu. Lærði hann fyrst utndir skóla hjá föður sínum og síðan hjá séra Gunnari Pálssyni, er þá var uppgjafaprestur á Stað á Reykjanesi, en var tekinn í Reykjavíkurskóla hinn eldra (Hólavallarskólann) haustið 1786 og varð stúdent þaðan 1789 með ágætum vitnisburði. Hóla- vallarskóli hefur fengið slærn eftirmæli í sögunni, kenn- arar drykkfelldir og húsnæði bæði illt o-g óhentuigt. Ekki gerir séra Rjörn þó miikið úr þessum ágöll um skólans í ævisögu sinni, enda yfirieitt .mjög orðvar, er og líklegt að minna hafi á þeim borið fvrstu starfsárin, en skólavist séra Björns hó'f'st einmitt það haust, sem kennt var á Hófovelli í fyrsta sinn, 1786. E'kki sn'eiðir hann þó með öílu hjá að geta skólans, en segir: „Ég sett- ist líæstur þeim efsta í neðra bekk, eftir haldið lærdómispróf, undir kennslu þáverandi konrektors, Páls Jakobssonar. Þann vetur var Mtið framhald um iærdóm í skól- anuim miargra orsaka vegna, seint byrjað um haustið, margt enn ó- gjört við húsið, margur dagur og stund eftir gefinn til ónauðsyn Ilegra fríheita og svo framvegis“. Hólavalarskóli var reistur sem k'unnuigt er, þegar stól og skóli var fl'utt frá Skálholti, vegna af- leiðinga Skaftárelda og hinna svo- nefndu móðuharðinda. Upphaf laga var ætlunin, að pil-tar hefðu heimavist í skólanum, en mötu- neyti, semi stofnað var fyrsta haust- io leystist strax upp, þar sem gieymzt hafði að ætla því húsnæði. Skólapiltar urðu því sjálfir að sjá sér fyrir fæði, en svefnpláss höfðu þeir í skólahúsinu. Flestir þeirra m'unu hafa haft lítið annað til að lifa af en námsstyrkinn (ölmus- una), sem nam 56 skildingum á viku. Það var því nokkur bót í. máli, að fátæklingarnir í Reykja- víkurkotumu'm voru ekki harðir i kröfum og tóku aðeins 3 rd. fyrir matreiðslu og þjómustu yfir vetur- inn. Bj'arni Þorsteinsson, síðar amt- maður (faðir Steingríms skálds Thorsteinssonar), ©r var í Hólavall- arskóla á árunum 1795—1800, seg- ir um vist sína þar: „Fyrsta vetur iinm las ég að kalla mátti al'ls ekk- ert í slkólianuim, því honum var þá í mesta máta niður hrakað. Rekt- or var drykkfelldur mjög og kon réktor söm'Uileiðis, og piltarnir ná- lega allir, nema hinir hraustustu, urðu sjúkir af kláða og öðrum kvilum, sem stafaði af kulda og iMu miataræði. í skólanum var um þær mundiæ jafn illa séð fyrir lik- arna og sál“. Haustið 1805 var skólinn fluttur að Bessastöðum, enda var skóla- húsið á Hólavelli þá svo af sér gengið, að heita mátti að engu nýtt. Næsta ár eftir stúdentsprófið var séra Björn heima hjá foreldruro símum í Tröllatungu, og stundaði þá meðal annars haustróðra frá Ifeydalsá þar í sveitinni, en vorið eftir (þ.e. 1790) var hann við fiski- róðra í Oddbjarnarskeri á Breiða- firði. Suður á Bátsöndum bauðst honum þá um sumarið kennslu starf, sern þó brást þegar til átti Ánnar hluti frásagnar T í M 1 N N — SUNNUDAGSBLAÐ 855

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.