Tíminn Sunnudagsblað - 02.11.1969, Blaðsíða 10

Tíminn Sunnudagsblað - 02.11.1969, Blaðsíða 10
Þorsteíngi Antonsson: HÁRKOLLUR Einn góðan veðurdag urðu þau býsn, að öll hár duttu af íslend- ingum. Svo aðgangshörð var ó- gæfan, að þeir, sem stóðu upp hár- prúðir að morgni, gengu nauða sköllóttir til hvílu að kveldi. Hár- ið lá laust í höndum manna, heil- ar hnefafytlir. Þeir gátu dregið á sig hárlausa rák frá eyra til eyra með því einu að renna fingri eft ir höfuðleðrinu. Á fáeinum dög- um varð mannshár í sprettu hið mesta rarítet í öllu landinu. Fjár- ið lagðist ihins vegar e'kki á aðr- ar skepnur en menn. Fyrirvaralaust var þjóðin orð in sköllótt. Menn þorðu ekki leng ur að Mta hver við öðrum fram- an í, heldur sneru sér undan og blygðuðust sín. Þeir hættu að ræða saman nema hið allra nauð- synlegasta. Hárskerar frömdu sjálfsmiorð. Einstaka bjartsýnismaður vog- aði sér þó að spyrja: „Til hvers svo sem að vera að hafa hár á höfðinu?/1 En slíkur gárungsskap- ur var umsvifaiaust þaggaður niður með hvössum augnatillitum. Miklar umræður urðu um orsök 'þessa vandamáls. Töldu sumir, að mundi um að kenna auknu magni af geislavirkum efnum í loft- hjúpnuim yfir landinu, en eftir- grennslan leiddi í ljós, að það magn hefði ekki breytzt. Látin var fara fram læknisfræðileg at hugun á hársverði fólks og úrtök- in höfð sem fjölbreyttust. Var fengið til fólk hvaðanæva að á Jiandinu, úr öllum stéttum, og gáfu sjálfboðaliðar sig fram af elíkri aufúsu, að langar biðraðir voru dögum saman frammi fyrir læknamiðstöðvunum, en árangur ekki sem erfiði: engin niðurstaða fékkst önnur en sú, að hiársekk- - irnir í höfuðleðri landsbúa væru hættiT að starfa. Reyndar voru til ýmsar tegundir hársalva, en allt kom fyrir ekki. Á þessum dögum hlógu þeir menn einir, sem sköll- óttir voru fyrir, er óíæfan dundi yfir. Fynst var eins og áfaihið hefði sneytt fólk sjáifsviriilngu. Það gekk um berhöfðað rétt eins og fyrr. Og þetta var einmitt um há- sumarið, þegar birtan fyllir hvern krók mestan part sólar- hringsins. Stærðarmunurinn á höfuðkúpum kvenna og karla kom greinilega í ljós. Eðlilega kom áfallið verst niður á kven- fólkinu, svo mjög að það hætti jafnvel að snyrta sig. En í þessu efni urðu krakkarnir hinum full- orðnu til fyrirmyndar. Þeir voru að vísu allt annað en kátir fyrst, urðu undirfurðulegir hver fram- an í öðrum. En tóku kæti sína aftur nærri strax, urðu brúnir um höfuð og andlit og foreldrum þeirra virtust augu þeifra hafa stækkað eins og í ljós væri að koma, að þau tilheyrðu raunar allt öðrurn kynþætti. Börnin tóku jafnvel upp á því að mála rendur með vatnslitum sínum á höfuð hvers annars og gerðu það, þótt þeim væri bannað það og sagt, að það væri villimannlegt. Léttlyndi barnanna varð smám saman til þess, að binir fuiilorðnu endur- heimtu að einhverju leyti sjálfs- virðingu sína. Karlmennirnir fóru að ganga með hatta, sem þeir ráku niður yfir skallann á sér svo þétt, að eyrun stóðu eins og blöðkur út í loftið. Og sú ó- orðaða regla varð til, að menn þyrftu ekki að taka ofan hver fyr- ir öðrum, þegar þeir mættust á götu. Konur gengu líka með hatta eða slör — slörin aðallega inni við. Þeim kaupmönnum, sem verzluðu með hatta um þessar mundir, græddist mikið fé. En hárkolur urðu aðalsölu- varan. Þær birgðir, sem til voru, runnu þegar út. Gerðar voru ráð- stafanir til, að aðrar kæmu til landsins, heilir skipsfarmar. Afar- tafsamt reyndist þó, svona ófor- varindis, að viða saman hárkollum á heiia þjóð, og einhver kurr varð uppi mieðal erlendra, þar sem bárkölur voru nýlega komnar í tízku, að þjóð þessi ætti sjálf að svara þörfum sínum á hárkoil um. En þjóðin étti engan hár- ktoiluapeistara. Og það, sem verra var: í örvilnan hafði þjóðin fleygt af sér hárinu jafnóðum og það datt af og því ekki um neina hárkoHugerð að ræða af hennar hálfu, sem svarað gæti hinni nýju þörf. Upp úr því, að hárkollur voru orðnar ófáanlegar á venju- legum markaði, fór að bera á svartamarkaðsbraski með þær, sem fyrir voru. Verðið var marg- falt. Kollurnar oft notaðar, ó- þvegnar. Hárkollur gengu kaup- um og sölum um heil völundar- hús af reddurum. Oft á tíðum gengu menn út í beina lífshættu við útvegun þeirra. Jafnframt þessu fór að bera á hárkollum úr ýmsum efnum, oft föndurslega gerðum, svo sem næloni, hampi, jafnvel þangi. Þetta vandræða- ástand óx. Innbrot voru framin í því skyni að hafa á brott hárkoll- ur íbúanna. Hárkollur voru hrifs- aðar af fólki í mannþröng. Slags mál urðu út af þeim á skemmti- stöðum. Loks varð löggjafarvald ið að skerast í leikinn og gefa út bráðabirgðalög, þar sem bönnuð var not'kun hvers kyns hárkolla, unz nægar birgðir hefðu fengizt til landsins, til að eitt gæti yfir alla gengið í þessum efnum. Nátt- úrlega var Jhlutun löggjafavalds- ins mótmælt kröftuglega af ber endum hárkolla, en þeir voru í miklum minnihluta og urðu að sætta sig við orðinn hlut. Upp úr þessu var hver sá maður tekinn fastur, sem sást með hárkollu á almannafæri. En allar aðrar hlíf ar voru leyfðar og varð þvi oft um takmarkatilfelli að ræða sem dómstólar urðu að skera úr. Mál þetta allt var rætt mikið í fjölmiðlunartækjum þjóðarinn- ar. Hárkollueigendur stofnuðu með sér hagsmunasamtök og deildu hart á bráðabirgðalögin, töldu þau brjóta gegn persónu- réttarákvæðum stjórnarskrár- innar. Deilur voru á þingi um málið, en ekki hvassyrtar, þar sem þingheimur hafði að nokkru misst virðuleik sinn með hárinu. Liprustu samningamenn hins op- inbera á sviði viðskipta voru send ir út að hraða öflun vörunnar. Þá ber svo við, að skip kemur í höfn með fuiHfermi af hárkoll- um. Þai var ekki á ferðinni send- ing á vegutm þjóðarinnar sjálfr ar, he-ldur slungnir kaupsýslu menn, sem heyrt höfðu af nauð íslenziku þjóðarinnar: Bandarískir kaupsýslumenn höfðu gert út skip 874 T ! M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.