Tíminn Sunnudagsblað - 02.11.1969, Side 15

Tíminn Sunnudagsblað - 02.11.1969, Side 15
Þannig er a3 horfa heim aS Bergþórshvoii nú á dögum. En sé ímyndunaraflið ríkt, breytist myndin kannski, ef vi3 lokum augunum: „Bergþórsbvoll logandi blasir viS sýn'. þjóðminiasafnið að. Allt er þstta sér á parti, en ekki inni í þeirri tölu, sem ég neffldi áðan. Og það eru ekki öll kurl komin til graí- ar, því að enn eru ótaldir ýmsir aðrir sérstakir munir, svo sem úr eigu Þorvalds Thoroddsens, Tryggva Gunnarssonar og■ fieiri. En það skal þó enginn halda, að starf okkar sé eingöngu bnhd- ið við þetta eina hús hér. Öðru nær. Einn stærsti þátturinn í stdrf semi okkar, er sá, sem snýr að landsbyggðinni: Verndun gamaila bygginga úr torfi eða timbri, bæ- ir, kirkjur, verzlunarhús og svo framvegis. Fyrsta húsið, sem tek- ið var á fornleifaskrá, var Hóia- dómkirkja, sem Matthías Þórðar- son lét gera við nálægt 1920, en seinasta húsið er Viðeyjarstofa. sem tekin var á fornleifaskrá nú í sumar En bæði eru þessi hus með elztu húsum á hér á landi. bæði byggð skömmu eftir miðja 18. öld. Svo hafa auðvitað verið frið- lýstar fornminjar víða um land. til dæmis rústir fornbæja, eða gömul mannvirki af öðru tagi. SMk friðlýsing er þinglesin og lögform- leg, og má þar af leiðandi ekki hrófla við neinu án leyfis. Á sein- ustu árum hafa verið sett upp fnð lýsingarspjöld við mörg af þessum friðlýstu mannvirkjum og því verð ur haldið áfram á næstu árurn. Allt er þetta verndunarstarf geysi lega dýrt og fyrirhafnarsamt, því að húsin þurfa sífelldra endurbóta við, en þetta er sá þáttur í starf- semi okkar, sem með engu móti má vanrækja. Við reynum lika að gera einhverj ar • fornl.eifarannsóknir á hverju ári, eftir því sem tök eru á. í þvi sambandi má til dæmis nefna rann sóknirnar í Skálholti árin 1954 og 1955, rannsóknirnar í Hvítárholti 1963—1967, rannsóknirnar að Reyðarfelli í Borgarfirði, sem stað ið hafa nú um nokkur ár, og svo síðast en ekki sízt rannsóknirnar miklu í Þjórsárdal árið 1939, sem að vísu voru að miklu leyti fram- kvæmdar af erlendum aðilum. Þessi þáttur starfseminnar er þannig engan veginn vanræktur, þótt við vildum gjarnan gera enn meira, og við vitum um margar rústir úti um land, sem eru mjög girnilegar til fróðleiks, en verða að bíða síns tíma. Svo reynum við að halda opnu samibandi við umheiminn. Ekki dugir nú annað. Heifnsóknir er- lendra fræðimanna hafa aukizt á síðari árum og við reynum að greiða götu þeirra hér eftir föng- um. Sýna þeim landið og fornminj ar þess. Og ennfremur reynum við að fylgjast með þvi, sem fram fer í þessum fræðum erlendis. Við eigum allgott bókasafn um nor- ræna fornleifafræði og menning- arsögu og kaupum erlendar bæk- ur um þau efni eftir því sem unnt er. Margt af þessu er í skiptum fyrir Arbók Fornleifafélagsins, sem safnið sér um útgáfu á. — Hvernig er aðsóknin að þjóð- minjasafninu? — Hún er góð. Á síðastliðnu ári komu hér um fjörutíu þúsund manns. Mikill hluti af því var út- lendingar Það liggur nærri, að hver einasti útlendingur, sem til landsins kemur, komi hingað, ým- ist í hópi ferðamanna eða af sjálfs- dáðum. Það er því ekki svo lítil landkynning í því fólgin að búa þolanlega að þessari stofnun. Við megum vel hafa í huga gamla spakmælið, glöggt er gests augað, það er áreiðanlega í ^fullu gildi ennþá. Ég hef stundum tekið svo til orða, að þjáðminjasafnið sé eitt af andlitum landsins, ss?iir þjóð- T I M f N N — SUNNUDAGSBLAÐ 879

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.