Tíminn Sunnudagsblað - 21.12.1969, Page 2

Tíminn Sunnudagsblað - 21.12.1969, Page 2
Kirkjan i Ámesi f Trékyliisvik á Ströndum noríur. Séra Magnús Runólfsson: AD JÓLUM „Hugur minn, til faimna snú. Lát þú munnur, lofsöng hljóma, lofgjörð Jesú nafni róma. Tunga mín það tigna þú. Jesú nafn mitt hjarfa hrífi, hreiki kvíða minn og sorg, glöð og þakklát svo að svífi söngrödd mín að dýrðar borg. Sæl var hin helga móðir, sem vafði það barn að brjósti sér, sælust allra kvenna. >ó fékk hún ekki svo miklu ráðið sem nafni hans. Hún kunni ekki fögru sálmana um nafn Jesú, og þó hefði hún einmitt getað sungið þá öllum öðrum fremur: Ei heyrist fegra í heimi mál, ei hugsað æðra getur sál, og engan söng að eyra ber, sem unaðslegri en nafn þitt er. Jesús þýðir frelsari. Það merk ir það, sem hann er. Jesús er samsett orð, úr orðunum Jahve hjálpræði, þ.e. Drottinn er hjálpræði. Það túlkar bæði per- sónu hans og verk hans. Eng- inn getur þekkt Krist, þekki hann ekki verk faans, velgern- ing hans. Ondverður stendur heimur- inn gagnvart nafni Jesú. Hver þörf er oss á Guði? Hver þörf er oss ó freisara? Hef ég gert eitthvað Ijótt? Blessaður sak- leysinginn, heimurinn, von er að hann spyrji. En Jesú nafn hrærir við syndinni. Það er sárt. Já, en hendur hans græða. — Illu andarnir sögðu: „Hvað vilt þú oss, Jesús frá Nazaret?“ Jesú nafn er náðarlind, dýrðlegs frelsis fyrirboði, friðardagsins morgunroði, læknisdómur dýr við synd. Styrkur veikum, stoð í þrautum, stjarna vonar hjörtum blíð, himneskt ljós á harma brautum, heilsa og líf á dauða tíð. Vér megum ekki bregðast við nafni Jesú eins og þeir, sem halda, að hann ætli að tortíma þeim. Nafn hans er friðarboði, lœkning, styrkur, stjarna, ljós af hæðum, græðsla, líf. Ég, sem fallinn fæddur er, hlýt með sorg að segja þetta: Syndari er nafn mitt rétta. Sæmra nafn ei sekum ber. En því nauða nafni breytir nafn, er sonur guðs sér tók. Jesú náðarnafn mér veitir nafn á lífsins skrifað bók. Þetta er mikil og blessuð breyting. Hún yfirgnæfir krafta verkin. Hún er kraftaverkið mikla. Nafn syndarans er skráð í lífsbókina. „Gleðjizt ekki yfir því, að andarnir eru yður undirgefnir, en gleðjizt yf- ir því, að nöfn yðar eru innrit- uð á himnum“. Fagurt er nafn frelsarans, og nafn sitt ber hann með réttu, því að hann frelsar. Frá hverju? Vondri samvizku. Ekki frá sam- vizkunni eins og Hitler, heldur frá þreyttri og þjakaðri sam- vizku, sem þráir friðinn við Guð. Hann kom ótilkvaddur, en ekki að ófyrirsynju. Vér upp- götvum syndina, þegar frelsar- inn kemur. Fólkið varð ekki eldsins vart, fyrr en slökkvilið- ið var komið. Hvaða erindi á slökkviliðið hingað? Hvaða er- indi á frelsarinn við mig? Er eitthvað að hjá mér? Mér sem er svo góður. — Hann kom til þess að leita að hinu týnda og írelsa það. Hér er ekkert týnt. Hér er ekkert að frelsa. Jú, vertu velkominn. Þú komst ein- mitt, þegar þörfin var mest, þegar ég svaf sem fastast. Nafnið, Jesú, það, er þú virtist hér í heimi bera, hugfast mér lát jafnan vera, styrkja veika von og trú. Lát þitt nafn að síðsta svefni svölun andans veita mér. Gef það blessað nafn ég nefni, nær ég seinast héðan fer TlUINN — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.