Tíminn Sunnudagsblað - 21.12.1969, Qupperneq 11
Nei, nei. . .
Er ég úti í skóginum aftur?
Heyri ég ekíki þjóta í gerðinu?
PIví rápa ég hér um? . . . Hví er
ég ekki hjá (mönnunum, sem
þreyja og þreyja . . .
En þeir skilja mig bara ekki!
Og hví skyldu þeir skilja mig,
sem aðeins er fullur örvæntingar
og kvalar? Hví skyldu þeir trúa
á mig, sem friðiaus rei'ka um í
myr'krinu?
Ekki get ég frelsað þá! . . . Það
er ekki ég, ekki ég!
Jú, frelsari þeirra er öll sú
angist og neyð, sem þeir ekki
skilja. Hann er eins og fugl, sem
kveinar í loftinu hátt yfir höfði
þeirra. Þeir heyra kvein hans þar
uppi, en telja það ekki koma sér
við, því að hann flýgur svo hátt.
Ekki fyrr en hann fellur dauður
og blæðandi til jarðar skilja þeir
hann. Þá fyrst mega þeir til að
trúa.
Krossfestið hann! Krossfestið
hann!
Já, ég vil, að mér sé fórnað,
ég vil, að mér sé fórnað!
Fyrir mitt blóð skulu þeir endur-
leysast, fyrir mitt fátæka blóð! . . .
Brátt, brátt mun það ske . . .
Sofið vært, öll þið litlu blóm
hér í myrkrinu, öll engin og öll
trén, allir menn í heiminum. Frið-
ur sé með þér, kæra jörð! Ég mun
endurleysa þig.
Ég vaki yfir þér í myrkrinu.
öll angist þín er mín. Þú skalt
ekki þjást, ekki kvíða neinu. Ég
mun láta líf mitt fyrir þig.
En hve það er dimmt hér í skóg-
inum .. . Geng ég á gömlu laufi...
Það heyrist ekkert, þegar ég stíg
niður . . . Mörg blóm og lauf falla
til jarðar nú í haust, og það er
svo mjúkt undif trjánum, dimmt
og mjúkt . . . Það lyktar eins og
mold . . .
Er kirkjuiklukkan að slá inni í
bænum . . . Eitt. tvö . .
Æ, ég e,r svo " þreyttur,
svo þreyttur . . ég vil fara heim.
Nú má ég líklega fara heim og
hvílast, leggjast niður um stund
. . . Þeir eru líklega farnir að undr-
ast um mig.
Nú er ég liklega bominn út á
veginn, hér er allt í for. . . það
rigndi víst í gær . . .skelfing er
hvasst...
Nei, klukkan slær og slær! Það
dunar í loftinu. Hvað er þetta?
Þetta hljómar válega . . . Það eru
margar klufckur, þær klingja og
dynja eins og þær ræru að boða
hinn efsta dag! . . . Hvað er þetta!
— Ég verð að hlauþa!
Það brennur! Það brennur! Log-
arnir teygja sig upp, himinninn er
blóðrauður. Það er borgin, sem
brennur. Það er veröldin, sem
brennur, — sem er að farast!
Ó, Guð, ég verð að frelsa þá!
Ég verð að frelsa þá! Þeir vonast
eftir mér — kemur hann ekki,
fcemur hann ekfci?
Já, ég hleyp, ég hleyp! Ég er
að koma til að frelsa þá. Það er
forin, sem ég festist í, en ég hleyp!
Himinn og jörð er að brenna!
Allt er að falla saman! Eins og
eldhaf! Ég verð að frelsa þá, ég
verð að frelsa þá!
Hjarta mitt, lát þig ekfci verkja
svona . . . kæra hjarta, lát þig
ekki verkja svona, þá get ég ekki
hlaupið, get ekki andað . . . Og
ég verð að frelsa þá! Þú veizt lík-
lega, að ég verð að frelsa þá!
Aðeins eitt eldhaf! Og stormur-
inn hvín. Himinninn þýtur logandi
yfir heiminn og kveifcir í honum!
Nú, nú eru aðrir komnir á hlið
við mig. Þeir hraða sér í sömu átt
og ég hleyp. Heimurinn er að far-
ast, hrópa ég ti'l þeirra. Æ,
svara þeir, það er bara fátækra-
heimilið.
Já, já, það er fátækraiheimilið!
Allir vesalings fátæklingarnir —
þá hungrar og þynstir, því að þeir
mega ekki að trúa, nú brenna þeir
inni! Nú farast þeir! Aðeins ég get
frelsað þá!
Hjarta mitt, lát kvölina svía, nú
erum við brátt á leiðarenda, brátt,
brátt .. .
Logarnir teygja úr sér, reykinn
leggur um götuna, ég finn
hitann . . .
Nú er ég kominn.
Forstöðumaðurinn og fjöldi
fólks er hér kominn.
Ég verð að frelsa þá, ég verð að
frelsa þá! æpi ég.
Hér er engu að bjarga, hrópa
þeir, og ganga í veg fyrir mig. Ég
stekk inn i eldinn. Hitinn er sð
kæfa mig . . . Nei,. ég fell ekki
niður, frelsari þeirra fellur ekki
niður. Ég aðeins reika til að byrja
með . . . 'þreifa mig áfram . . .
gegn um forstofuna . . . inn í stof-
una
Hér er allt tómt . . Þeir eru
uppi . •.
Reykurinn er að kæfa mig í stig.
anum . . . Nei, nei, ég fell ekk'
niður. . . . Ég verð að frelsa þá ..'
alla . alla !
Hvar eru þeir?
Ég þreifa mig áfram sem
í leiðslu . . reykjarmökkurinn er
kafþykkur . . . logarnir teygja
fram álkuna . . ég reika um . . .
Hvað eru þeir?
Gamalmennið Enok, sem er
ósjálfbjarga . . . og Anton, sem er
lamaður á fótum . . . og gamla
Kristín, sem er alveg út úr heim-
inum . . . og Samúel . . . og Man-
freð.
Ég finn þau ekki.
Ég skríð eftir gólfinu . . . log-
arnir teygja sig eftir mér . . . það
dynur alls staðar í kringum mig
. . . það dunar . . . þýtur .
Hvar eru þeir? . . Þeir eru víst
ekki hér . . bara ég .. . bara ég . ..
Það brennur! Brennur! Bjálkarn
ir falla einn af öðrum, logunum
skýtur upp hvarvetna . . . Ég
hleyp nú um. Hvar eru þeir . . .
hvar eru þeir . . . allt fátæka fólk-
ið? Ég finn þau bara ekki . . þau
eru ekki hér . . . Bara eldur og
auðn . . . bara ég . . bara ég
ó, hjarta mitt — ert það þú,
sem brennur? Ef til vill ert það
bara þú? Ég finn, hvernig þú eyð-
ir líkama mínum, brjósti mínu, lim
um mínum, þar til ekkert verður
eftir nema þú! Já, eyddu hpnum,
eyddu honum! Ég vil aðeins vera
þú, aðeins þú, hjartað, sem hungr-
ar og þyrstir, aðeins þú, eldurinn,
sem uppbrennir mig!
Ekkert annað . . .ekkert annað
.. . bara þú .. .
Nei, nú stenzt ég ekki . . .ekki
meir . . .því er lokið Já, já,
ég læt fallast niður . . því er lok-
ið . . .lokið...
Ó, guð, fyrirgef mér, að ég finn
ekki þá, sem mér bar að frelsa . . .
ég finn þá efcki . . . Fyrirgef,
hjarta, sem brennur . . . af ein-
skærri fórnarlöngun . . . að rnega
deyja . . . að mega deyja .. .
Já, ég finn, að þú fyrirgefur
mér . . . þú fyrirgefur því hjarta,
sem brennur fyrir þig . . . það
elskar þú . . . já, það elskar þú .
það lætur þú eyðast . . eyðast .
því gefur þú frið . . frið .
Krossfestið hann! Krossfestið
hann!
Atli Magnússon þýddi.
rÍMINN
SUNNUDAGSBLAÐ
1019