Tíminn Sunnudagsblað - 21.12.1969, Síða 16

Tíminn Sunnudagsblað - 21.12.1969, Síða 16
ferðasögum frá Islandi, enda er ég metí öræfadellu. — Segðu mér þá eins og eina ferðasögu. — Já. Það var haustið 1946, að séra Jakob á Hofi þurfti að fara til Reykjavíkur og, eins og Sigurð- ur skáld frá Teigi segir í Maríu- kvæði sínu, „einhvern veginn svo æxlaðist", að ég réðist bílstjóri hjá prófasti. Við lögðum upp snemma dags, það mun hafa verið laugardagiir- inn 5. október. Þegar kom upp á Burstarfellið, blasti heiðageim- urinn við í morgunsól og nýsnævi. Undir Þjóðfelli urðum við fast- ir í skafli. En þótt við værum á keðjulausum jeppanum, tókst okkur að brölta í gegn. Riki Jóns í Möðrudal skartaði sínu fegursta, og þegar Möðrudal- ur var að baki, héldum við, að leiðin yrði greið niður í Axarfjörð. Hólssandurinn reyndist þó seinfær og ekki náðum við til Akureyrar fyrr en seint um kvöldið. Við ætluðum að Ieggja snemma upp frá Akureyri, en brottförin mun hafa dregizt eitthvað fram á tíunda tímann. Þegar við komurn út á Moldhaugnahálsinn, sáum við hvar vörubíll kom yfir Hörgár- brúna og náði hann öxnadalsveg- inum rétt í því, að við vorum að koma að vegamótunum. Vörubíll þessi var i fornfálegra lagi og var honum ekið svo hægt, að ég vildi sem allra fyrst komast fram úr honum. Tók ég nú að þeyta hornið, en þar sem á var vestanstormur mikill, mun ekillinn á vörubílnum ekki hafa heyrt til okkar. Einnig sáum við brátt, að á palli vörubíls- ins myndi vera líkkista, og sást á horn íslandsfána uridan yfir- breiðslu á kistunni. Ókum við nú settlega í humátt á eftir vörubíln- um, allt þar til hann stanzaði á móts við Bakka. En sem við ók- um fram með bílnum, segir pró- fastur: „Nei, er þetta ekki Sigur- jón Pétursson?“ Og reyndist það orð að sönnu, því að við hlið bíl- stjórans sat enginn annar en Sig- urjón á Álafossi. Síðan ókum við áfram og náð- um til Reykjavíkur á næsta degi. Þar fréttum við, að Brúarfoss hefði tveim dögum -fyrr komið úr Dana- veldi með bein listaskáldsins góða. En þar sem hið opinbera í Reykja- vík hafði í þann mund öðrum hnöppum að hneppa, ákvað Sigur- jón að færa Öxndælum beinin. En hversu Eyfirðingar tóku mannlega á móti Sigurjóni og beinunum, er svo önnur saga. — En viltu þá ekki segja mér eitthvað um reynslu þína sem embættismanns og lögfræðings? — Æi, nei. Svo er fyrir að þakka, að opinberir embættismenn og sýslunarmenn eru bundnir þagnarheiti. Það er líka nóg um það, að alls konar fræðingar tali í tíma og ótíma um sitt fag. Það er til dæmis heldur hvimleitt að lenda í gleðskap með læknum, lög fræðingum og verkfræðingum, þar sem hver tegund hópast saman og ræðir um sitt fag eins og lífið og fagið séu eitt og hið sama. — Jú. Ég held ég kannist nú svo sem við það. En þetta á nú við um fleiri stéttir, til dæmis kennara og bændur. — Já-já. En það er nú samt ó- líkt skemmtilegra að hlusta á bændur tala um naut og hrúta en að heyra sérfræðinga tala um sín málefni. — Segðu mér þá eitt: Ef þú værir ungur núna. . . nei, fyrir- gefðu, ég má víst ekki spyrja svona asnalega. — Segjum beld- ur: Ef þú stæðir á tvítugu núna og hefðir verið að ljúka stúdents- Framhald á 1030. síðu. 1024 T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.