Tíminn Sunnudagsblað - 21.12.1969, Blaðsíða 18
Skipreika landkönnuSir á hafís með báta slna á hundasleðirm.
skýlum æðarfugls, er ekki geta
verið handaverk Eskimóa. Sé
þetta rétt ályktað, hafa þeir kom
izt norður fyrir Lancastersund,
sem er hliðið að svonefndri norð-
vesturleið. En allt er þetta myrkr-
um hulið og veit enginn þá sögu,
er á bak við kann að búa. En
óumdeilanlegt er, að langt norður
með Grænlandi brutust norrænir
menn.
Á sextándu öld gerðist Englend-
ingum sér í lagi hugleikið að kom-
ast skipaleið norðan Ameríku til
Kyrrahafs. Þá leið hugðust menn
flytja gull og kryddvöru frá Aust-
urlöndum, og því voru Englend-
ingai- þar fremstir í flokki, að
þeir höfðu með vaxandi öfund
fengið að reyna, hvernig Spánverj-
ar, sem urðu ríkari og ríkari með
hverjum áratug, heftu siglingar
við suðurodda Suður-Ameríku, og
grannþjóð þeirra nálega jafnvold-
ug, Portúgalar, hindraði skipaferð-
ir við Góðrarvonarhöfða á svipað-
an hátt.
Skammt var umliðið síðan Vest
urálfa fannst á ný. Hún var Elísa-
betu Englandsdrottningu ekkert
sérstakt keppikefli, heldur miklu
fremur torfæra, er sneiða varð
hjá. Auðvitað vissu allir, sem nasa-
sjón höfðu af höfunum vestan
Grænlands, að harla torfært
myndi að brjótast á skjpi norður
fyrir Ameríku. En svo mikils þótti
um það vert að finna nýja sigl-
ingaleið til hinna ríku Austur-
Ianda, að enginn háski.gat hald-
ið aftur af mönnum. Hver leiðang-
urinn hélt af stað af öðrum. Nöfn
foringjánna er-u enn munntöm:
Frobisher, Davis, Hudson og Baff
ín. Þeir voru allir uppi um 1600.
Frobisher komst ekki lengra én í
vík á þá Baffínslandi, sem enn er
við hann kennd, en hinir cnáðu
lengra, og eru löh'd og hafsvæði
eftir þeim héitin. En engu var nær
en áður, að norðvesturleiðin opn-
aðist mönnum.
Samtímamaður þessara sægarpa
var Jens Munk, danskur maður,
sem tilraun gerði til þess að finna
og kanna norðvesturleiðina. í bók
hans, Navigatio Septentrionalis,
segir af því, að hann varð að hafa
vetursetu, þar sem nú er hveiti-
útflutningshöfnin Churohill við
Hudsonflóa. Með annað tveggja
skipa sinna og tvo menn Efs af
förunautum sínum komst hann um
síðir til Kaupmannahafnar. Þess
vegna auðnaðist honum að verða
foringi flotadeildar á Norðursjó í
þrjátíu ára stríðinu.
Enginn maður hafði enn kom-
izt norðvesturleiðina í Napóleons-
styrjöldunum í byrjun nítjánd-u ald
ar. í enska sjóliðinu, sem vann
sigur, þó ekki sérlega hetjulegan
á danska flotanum í Kaupmanna-
höfn árið 1801, var maður að
nafni Jón Franklín, þá fimmtán
eða sextán ára gamall. Fjórum ár-
um seinna tók hann einnig þátt í
Trafalgar-orrustunni.
Þegar Napóleon hafði verið yfir-
.unninn, var fátt um verkefni
handa enska flotanum, ægilegustu
stríðsmaktinni í veröldinni á þeim
dögum. Þá kom upp á ný sú hug-
imynd að gera út fræga flotafor-
ingja til þess að kanna ísaslóðir
vestan Grænlands og við Ameríku.
Norðvesturleiðin komst á dagskrá
á ný. Menn gerðu sér raunar fulla
grein fyrir því, að ekki hafði það
lengur neina hagnýta þýðingu, þótt
1026
TfMINN
SUNNUDAGSBLAÐ