Tíminn Sunnudagsblað - 21.12.1969, Page 19
þeim tækist að brjótast í gegn um
ísinn vestur til Kyrrahafs. Vara
frá Kína og Indlandi yrði aldrei
flutt þá leið. En dýrð Englands var
mikil, og þar var fæd'd sú kona,
sem mest varð drottning í heimi.
Vísindaáhugi blossaði upp, og
mynduð voru ríkismannafélög,
sem höfðu það markmið að styðja
landkönnun. Og nú var ráðizt í
mikla leiðangra. Jón Franklín var
árum saman við landkönnun
í Norður-Kanada og skrifaði marg-
ar bækur um þau efni. Þó varð
hlé á um skeið, og árið 1835 var
hann skipaður landstjóri á Tas-
maníu í Ástralíu. Þar var hann í
átta ár. En þegar hann kom aftur
heim til 'Englands, var hann út-
nefndur foringi leiðangurs, sem
finna átti norðvesturleiðina.
Hvítabtrnir kanna vistirnar í birgðastöð landkönnuða á norðurslóðum.
Áður en þetta gerðist höfðu
menn gert tilraun til þess að kom-
ast þessa leið vestan frá, inn í
gegn um Beringssund, og síðan
austur með. Austan frá hafði sjó-
liðsforingi einn, Parry, fundið Lan-
castersund, en orðið að hafa vetur-
setu í svonefndri Vetrarhöfn á Mel
villeey. Og nú var komið árið 1845,
er Jón Franklín, maður kominn
fast að sextugu, lét úr enskri höfn
á tveim seglskipum, Erebus og
Terror, þeirra erinda að brjótast
þá leið, sem Parry hafði ekki kom-
izt.
En leiðangur þessi varð ekki
nein sigurför. Hvorugt skipanna
kom aftur, og enginn, sem á þeim
var, leit framar hin hlýju lönd
Skipin sáust síðast í Mellvilleflóa.
Þetta var mjög fjölmennur leið-
angur, og hvarf skipanna og
áhafna þeirra þótti mikil tíðindi.
Á árunum 1847—1850 voru gerðir
út margir leilarleiðangrar, bæði af
enska ríkinu og eiginkonu Jóns
Franklíns. Árið 1850 fundust bæki
stöðvar og hlutir ýmsir, sem leið-
angursmenn höfðu haft með sér.
Þar hafði Jón Franklin hafzt við
veturinn 1845—1846. Árið 1854
flutti landkönnuður einn, Jón Rae,
þær fregnir, að stór hópur hvítra
manna hefði farizt norður í íshelj-
unni vorið 1850. Enska stjórnin
hætti þá öllum eftirgrennslunum,
en kona Jóns Franklíns, sem lifði
allt fram á árið 1875, neitaði að
trúa því, að maður hennar hefði
Fyrir nokkrum árum
fundu vísindamenn leifar
svaneölu í fljótsbakka á
Patreksey. Þær voru tíu
til tólf metra langar og
liföu fyrir hundrað og
fimmtíu milljónum éra.
Menn hafa gert sér stað.
hætti í heimkynnum svan-
eðlunnar í hugarlund eins
og myndin sýnir.
T I M I N N - SUNNUDAGSBLAÐ
1027