Tíminn Sunnudagsblað - 21.12.1969, Page 20
Jóhannes Mölíer:
Bréf ævintýraskálds-
ins, H.C. Andersens
farizt. Hún hæddi og svívirti flota-
málastjórnina, og 1 stað sorgarbún-
ingsins, sem menn væntu að sjá
hana í, klæddist hún jafnan eins
og hún væri að fara á gleðifund.
Hún brauzt í því að leit væri hald-
ið áfram og gerði enn út leiðangur
árin 1857—1859. McClintock hét
sá, sem þeirri för stýrði, og skip-
ið Fox. Hann komst að þvi, að
skipin bæði höfðu orðið föst í ís
norðan við Vilhjálmsland árið
1846. 11. júní 1847 dó Jón Frank-
lín, og árið 1848 yfirgáfu leiðang-
arsmenn skipin og héldu suður á
bóginn. Allur hópurinn fórst. Sum
ir dóu úr skyrbjúg, en hinir síð-
ustu dóu úr hungri eða fórust með
öðrum hætti, er þeir voru að
reyna að brjótast til einnar út-
stöðvar Hudsonflóafélagsins.
Þetta var mikil fórn á altari vís-
indanna. En leitarleiðangrarnir,
sem áratugum saman reyndu að
grafa upp, hver orðið höfðu örlög
þessara horfnu manna, öfluðu mik-
iliar vitneskju um þetta svæði og
gerðu uppdrætti af löndum og höf-
um, sem menn kunnu harla lítil
skil á áður eða alls engin.
Árið 1866 var Jóni Frankiín reist
minnismerki á Waterlótorgi í
Lundúnum, og dánarár sitt setti
kona hans honum annað minnis-
nierki í Westminster Abbey.
Örlög Jóns Franklíns og manna
hans rifjuðust enn upp við nýja
fundi og nýja vitneskju á nýrri
öld, og verður sú saga ekki rakin
hér. En á hitt verður að drepa, að
loks gerðist það árið 1906, að full-
hugum tókst að brjótast þessa geig-
vænlegu ísaleið allt vestur um Ber-
ingssund til Kyrrahafs. Kappi sá,
sem þeirri för stýrði, var Norð
maðurinn Hróaldur Ámundason,
er svo var tíðum nefndur í hér-
lendum biöðum á þeirri tíð. Far-
kostur hans var stórum svipminni
en skip þau, sem flotamálastjórn
Englendinga lagði enskum fiotafor
ingjum til — aðeins smáskúta, sem
hét Gjöa. Hann hafði þriggja ára
útivist.
□
1028
H.C. Andersen var ákaflega dug
legur rithöfundur. Auk ævintýr-
anna, sem náð hafa heimsfrægð,
samdi hann margar skáldsögur,
nokkrar ferðalýsingar, fjölda leik-
rita, sem náðu venjulega litlum
vinsældum. Þar ofan 1 kaupið var
hann iðinn og ákaflega skemmti-
legur bréfritari. og það eru þessi
síðustu ummæli, sem ég ætla að
reyna að sanna yður í dag.
Þegar í byrjun þriðja áratugs
nítjándu aldarinnar var hann tek-
inn inn á heimili Collins-fjölskyld-
unnar, og langflest þeirra bréfa,
sem ég vitna í að þessu sinni, eru
tii Collins-fólksins. Þarna var „fað
irinn“, eins og Andersen kailar
hann oftast, gamli Collin. Það var
hann, sem frelsað hafði Andersen
frá beiskum ósigri með því að út-
vega honum styrk frá konungi, og
það var hann, sem langflestir ilsta-
menn gátu þakkað þá aðstoð, sem
þeir fengu frá tinvaldanum. Svo
var það elzta dóttirin, Ingeborg,
sem beitti alveg sérstakri fram-
komu gagnvart Andersen. Hún
stríddi honum sí og æ, og hann,
sem annars var svo viðkvæmur,
var hæstáoægður með þessa
stríðni hennar. í einu bréfinu seg-
ir hann, að einn morgun heyrði
hann hestasvein hrópa: „Stá, dit
bæst! til sin hest.“ Og þá hefði
sér óðara komið Ingeborg í hug.
Þessu líkur hefur þá tónninn ver-
ið, sem ríkti milli þeirra.
Og svo var það Edvard, hann
varð vinur Andersens alla ævi,
svolítið smáborgaralegur, skynsam
ur, kænn, en kaldlyndari en And-
ersen gæti við það unað. En vin-
ir voru þeir, og það olli Ander-
sen djúpum sársauka, að þeir urðu
aldrei þubræður.
Loks var fyrsta eiginkona Ed-
vards, hin indæla Jette. Flest eru
bréfin til þessara þriggja persóna,
í dálitið mismunandi tón, eftir því
til hvers þessara þriggja bréfin
©ru stíluð. Þó er tilætlunin sú, að’
þau þekki öll efni þeirra.
H.C. Andersen hlaut Evrópu-
frægð löngu áður en Kaupmanna-
höfn viðurkenndi hann. Og rnörg
bréfanna utan úr hinum stóra
heimi, sem hann ferðaðist mikið
um, fjalla um það, að þar er hann
viðurkenndur. Collins-fólkið á að
komast að raun um, að það hef-
ur ekki sóað góðverkum sínurn á
mann, sem var þeirra ekki verð-
ugur. Sjálfum geðjaðist honum
illa að Heiberg og Hertz, en Coll-
ins-fólkið mat þá mjög mikils.
Loks verð ég að koma á framfæri
þeirri athugasemd, að Andersen,
sem var mesti fullhugi, þegar um
var að ræða verulegar hættur, gat
orðið beinlínis yfirkominn af ang-
ist við smámuni, svo sem rispu
eða smábölu, sem hann klæjaði í,
ellegar óverulegt hundsbit.
Og síðan snúum við okkur að
bréfunum.
Hann skrifar Edvard Collin frá
Róm 26. april 1846:
í átta daga hef ég verið mjög
þjáður af kýli á . . . .fyrirgefið. Ég
gat varla gengið eða setið. Loks
í gærkvöldi, þegar eini danski
læknirxhn okkar hér, Uldall, var
hér, skar hann í kýlið og þá leið
líka yfir mig. Nú veit ég, hvernig
það er, þegar maður verður á vegi
tígrisdýrs í eyðimörk og það ríf-
ur af honum rassinn.
í dag varð ég undrandi, þegar
ég leit í blaðið Allgemeine Zeit-
ung, þar sem talað var um páska-
hátíðahöidin og hina mörgu út-
lendinga i Róm. Þar var fjallað
um þrjá þessara manna einungis,
og einn þeirra var ég, ég, hinn
ómerkilegi vinur yðar, sem þér
voruð of tiginn til að þúa — hér
áður fyrr. Já, þegar ég verð ein-
hvern tírna etazráð og eignast son,
þá á liann líka að neita, þegar
hann Jónas yðar viil þúa hann, þar
sem þér eruð enn bara júsisráð.
Þetta er nú meira bullið, en bull
þarf lífca að vera í góðu bréfi.
Frá London 27. júní 1847:
Kæri vinur! — Þér sjáið bréf-
TtUINN — SUNNUDAGSBLAÐ