Tíminn Sunnudagsblað - 15.02.1970, Blaðsíða 7
Sumir sögðu svo vel til vegar, að
enginn vandi var að fara eftir því,
Aðrir áttu óhægara með að orða
leiðsögnina á þann hátt, að igagn
væri að. Þar var ákaflega mikill
munur á.
Mér er það í minni, að ég varð
samferða séra Magnúsi á Prests-
fcakka úr Fljótshverfi yfir Núps-
vötn og Skeiðará austur f Öræfi.
Frost var, og vötnin lágu niðri.
Séra Magnús var í klofháum vatns
ieðurstígvélum og í buxum og
jakka úr vatnsleðri. Hann var með
allra hæstu mönnum og hinn her-
mannlegasti í þessum búningi.
Hann hafði karlmannlega og góða
söngrödd og söng mikið á leið-
inni. Lærði ég af honum ný lög
eftir séra Bjarna Þorsteinsson.
Ég fór aldrei yfir heiðar án þess
að hafa með mér nestisbita og
kamfórúdropa, og þykir mér nú
gott að minnast þess, að ég skyldi
hafa þá fyrirhyggju, svo ungur
sem ég var þá. Tvisvar sinnum, svo
að ég muni, varð þetta samferða-
mönnum mínum að liði, og ég held,
að það hafi bjargað lífi þeirra.
Veður verða löngum misjöfn í slík
um langferðum að vetrarlagi hér
á landi.
— En þú fórst síðar í aðra ferð
á vegum Myklestads. Hvenær var
hún farin og til hvers?
— Ég var heima á Vikingavatni
sumarið 1905 og fram á vetur. Fór
að heiman rétt fyrir áramótin, 28.
desember, landveg eins og fyrr til
Akureyrar og hitti Myklestad þar.
Þaðan fórum við til SkagafjarSar.
Kláðaeftirlitið, sem ég var við
þennan vetur, hófst þar eins og
böðunin árið áður. Það var eins og
ég hef áður sagt: Sýslumenn áttu
oð sjá um, að féð, sem árið áður
hafði verið baðað, væri skoðað og
voru til þess valdir skoðunarmenn
í hverri sveit. Ef einhvers staðar
kom trnp grunur um H5ða við
þessa skoðuo. kom Myklestad eða
umboðsmenn hans þangað og skoð
uðu féð. að kom í ljós, að grun-
ur um kláða var sums staðar eng-
Inn ! heiium sýslum. í einni sýslu
sunnan lands á fimm bæjum, I
öðmm sýshím færrL
Víðast hvar reyndist ekki vera
um kiáða að ræða, heldur annað.
Kláði fannst á einum bæ i Skaga-
firði og einum i Húnavatnssýslu,
og var þar baðað á ný. f Ámes-
sýslu táldi ég líklegt, að um kláðá
hefði verið að ræða á tveim bæj-
um, en þegar ég kom þangað, var
búið að baða féð á ný, og því ekki
kleift að ganga úr skugga um,
hvort svo hefði verið.
— Hverniig var ferðum háffað
þennan vetur?
— Ég fór með Myklestad um
Skagafjarðar-, Húnavatns-, Dala-,
Mýra- og Borgarfj arðarsýslur og í
Strandasýslu til Borðeyrar. Að
þessu sinni vorum við yfirleitt sam
ferða, en þó ekki alltaf. Frá Borð-
eyri fórum við yfir Laxárdalsheiði
23. janúar 1906 suður í Dali og
gistum á Dönustöðum í Laxárdal.
Á þessari leið lentum við í vondu
veðri. Skall fyrst á hvass útsynn-
ingur með éljum, en síðan norðan
stórhríð. Það bjargaði okkur frá
villu, að Laxá var auð, en erfitt
var að komast yfir hana, því að
hún hafði rutt sig, og voru skarir
báðum megin, en ég bráðókunnug-
ur, þvi að við höfðum farið aðra
leið fyrri veturinn. Við lentum af
einskærri tilviljun norðan árinnar,
en þar var stórgert þýfi og skorn-
ingar fullir af snjó, og því um-
brot fyrir hestana. Taldi ég von-
laust að komast áfram þá leið, þvl
að Myklestad var ófær til gangs.
Gekk ég þá niður að ánni og þótt-
ist sjá, að míldu sléttara væri hin-
um megin árinnar, og að sléttur
málarbotn værl I ánni. Þegar ég
kom aftur þangað, sem Myklestad
var með hestana og fór að tála um
þetta við hann, var hann mjög
tregur tll að leggia I ána og taldi
það ðfært, en það vaið þð úr, að
ég réði þessu, og gekk yfirferðin
sæmfiega. en vatnið var i kvið.
Hinum megin var, eins og mér
hafði sýnzt, sléttara land, og fórum
við niður með ánni. bangað til við
komum að Dönustöðum. Þar vor-
um við dag um kvrrt vegna veð-
urs. Þá sagði Myklestad: „Nu har
jeg da prövet min fölgemand11, og
sló á herðarnar á mér. Seinna
heyrði ég hann tala um, að ég hefði
bjargað iífi sínu.
Til Keykjavíkur komum við 11.
febrúar, og var ég þar rúmlega
vikutíma. Var þá fyrir mig iagt
að fara eftiriitsferð wm ámes-,
Rangárvalla- og VestuT-Skaftafells
sýslur. þar sem baðað var vetur-
inn áður, og síðan anstur um land,
þar sem baðað hafði verið fyrir
tveim árum, og hafa einnig bar
samband við sýriumenn. Reykja-
vík skildl ég við Mvklestad og sá
hann ekki eftir *það. En hann mun
hafa dvalizt hér á landi fram á
árið 1907.
10. marz var ég kominn austur
i öræfasveit, gisti þar á Svínafeili
og Hnappavöllum. f febrúariok
var ég kominn norður í Fljótsdals-
hérað og var þar í viku, aðallega
á Brekku í Fljótsdal og beið þess
að geta orðið samferða landpósti
norður öræfi og heim, og var ég
þá orðinn heimfús. En þegar Seyð
isfjarðarpóstur kom í Egilsstaði,
var hann með bréf frá sýslumanni,
þar sem skýrt var frá kláðagruu
á einum bæ í Feilum og í Vopna-
fjarðarkauptúni. Ég varð nú af
leggja nokkuð mikla lykkju,á leið
mína út alla Jökulsárhlíð og nc.rð-
ur yfir Hellisbeiði. Sem betur fór
reyndist ekki neinn kláði á þess-
um stöðum.
í Vopnafirði höfðu gengið hlák
ur, og vötn viðsjál. Komst ég þ<5
klakklaust yfir Hofsá og Vestur-
dalsá. Ég fékk kunnugan mann
til að fylgja mér yfir Selá. Það var
7. apríl, ofviðrisdaginn, þegar
„Ingvar“ fórst við Viðey og tvö
skip úti fyrir Mýrum. Þegar að
Selá kom, rann áin ofan á. Leið-
sögumaðurinn kvað hana með öllu
ófæra. Ég óð samt út í ána með
sfcaf og virtist ísinn traustur.
Tengdi svo hestana saman með
taglhnýtingu og óð á undan og
teymdi. Þetta gekk slysalaust og ég
gisti á Hámundarstöðum. Fór það-
an yfir Sandvíkurheiði, kom við
á Dalhúsum og gisti í Saurbæ. Á
Dalhúsum hitti ég mjög geðfelld*
an, ungan mann, sem var að lesa
skólalærdóm helma um veturinn.
Það var Þórhallur Jóhannesson, síð
ar héraðslæknÍT á Þórshöfn.
Næst gisti ég I Garði i Þistll-
firði. Daginn eftir var hríðarveður.
Páll Þorsteinsson á Hermundar-
felli fylgdi mér upp á Einars-
skarð. Þá birti alveg upp, og Páll
skildi við mig og sagði mér tll
vegar aðHrauntanga á miðri heiði,
sem þá var i eyði, en kvað mega
fara með vörðum eftir það niður í
Öxarf jörð. En þegar ég var kom-
inn 1 nánd við Hrauntanga, skellti
saman aftur. Þá var ég illa staddur,
hafðí aldrel farið þetta fyrr. En
sem betur fór hirti fljótlega upp
aftur. Ég gisti á Skinnastað um
nóttina, og næsta dag komst ég
heim i Víkingavatn. Það var 11.
aprfi 1906.
— Þú hefur víst gist nokk-
nð víða 1 þessum langferðum um
landið.
TÍMISN - SUNNUDAGSBLAÐ
103