Tíminn Sunnudagsblað - 15.02.1970, Blaðsíða 15
Skápur Katrínar Stefánsdóttur.
dráttlist o. 11. — í tréskurði hjá
C. B. Hansen, ágætum lista-
manni í þeirri grein. (Vel má
vera, að Stefán hafi stundað
dráttlistarnám annarsstaðar,
síðustu mánuði ársins 1889, því
ekki telur hann sig hefja tré-
skurðarnám hjá C. B. Hansen
fyrr en 10. janúar 1890). Stefán
hlaut bronz-medalíu fyrir próf-
smíði sína í K.höfn, er hann
varð fullnuma þar.
Að loknu tréskurðarnámi ferð-
ast Stefán suður til Berlínar og
naut þar tilsagnar Ferdinands
nokkurs Fogt. Árið eftir heldur
hann suður til Leipzig og þaðan
suður til Sviss. Dvaldist hann I
Ztirich í þrjá mánuði. Síðar ferð-
aðist hann suður í Dresden og
Vín með 450 kr. styrk af „dánar-
gjöf Larsens og konu hans“ (i
Khöfn).
Stefán hverfur aftur heim til
íslands 1896, til Vopnafjarðar.
Dvaldist hann þar eitt ár. Þar
kvæntist hann ungfrú Sigrúnu
Gestsdóttur frá Fossi í Vopna-
firði, sem var komin af Njarð-
víkurætt hinni yngri.
Haustið 1897 fluttist Stefán
til Reykjavíkur og átti þar síðan
heima til dánardægurs. Tíma
sínum varði hann að mestu leyti
til að hafa ofan af fyrir sér, með
tilsögn í dráttlist í skólum bæj-
arins (Kvennaskóla, Barnaskóla,
Iðnaðarmannaskóla o. s. frv.)
Hafði auk þess heimaskóla hjá
sér til þeirrar kennslu, með
nokkrum landssjóðsstyrk síðari
árin, — með 40—50 nemendum
hvern vetur, í 3—4 deildum. Tré-
skurð hefur hann auk þess kennt
alls átta nemendum, í þeirri röð
sem hér greinir:
Ríkarði Jónssyni, Gunnlaugi
Blöndal, Jóhannesi Helgasyni,
Guðmundi frá Mosdal, Geir
Þormar, Halldóri Einarssyni,
Soffíu Stefánsdóttur og Ágústi
Sigurmundssyni. Þegar hinn síð-
astnefndi var að ljúka námi, var
Stefán lagstur banaleguna. Varð
því Soffía, dóttir Stefáns, að út-
skrifa Ágúst.
Vegna hinnar hörðu lífsbar-
áttu, liggur minna eftir Stefán
en efni stóðu til. Þó má líta
teikningar eftir Stefán á út-
skurði þeim, er prýðir salarkynni
Eimskipafélags íslands, ásamt
teikningum af umgerð hluta-
bréfa félagsins. Auk þessa fylgja
grein þessari nokkrar myndir af
listaverkum Stefáns.
í Sunnanfara (árin 1901 og
1902) eru þrjár myndir af lista-
verkum eftir Stefán, hin fyrsta
árið 1901, af aski þeim, er smíð-
aður var handa íslandsvininum
P. Feilberg, sem nokkrir vinir
hans sendu honum.
Árið 1902 birtir Sunnanfari
tvær myndir af smíðisgripum
Stefáns, önnur er af hörpu þeirri,
er skólapiltar gáfu yfirkennara
Steingrími Thorsteinssyni á sjö-
tugsafmæli hans 31. maí 1891.
Hún er öll gerð úr filsbeini. Hin
er skorin í peruvið og er skjöldur
á ljósmyndabók, er nokkrir ís-
lendingar sendu ekkjufrú Mol-
bech í Kaupmannahöfn, systur
dr. Har. Krabbe.
Niðurlag greinar Sunnanfara
um Stefán Eiríksson, er á þessa
leið:
„St. E. er mjög yfirlætislaust
lipurmenni, einkarvel látinn af
lærisveinum sínum og öftrum, er
kynni hafa af honum.
Hann ætti að fá fleiri verkefni
og meiriháttar en gerzt hefur til
þessa, og vera svo háttað högum
hans, að hann gæti varið tíma
og kröftum til þeirra. Það kemur
vonandi, þegar hér fjölgar meiri-
háttar stórhýsum og fólki lærist
að meta, meir en nú gerist, vönd-
uð listaverk, til híbýlaprýðis m.
fl.“
Á sextugs-afmæli Stefáns Ei-
ríkssonar, 4. ágúst 1922, 6r hans
TÍ M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ
111