Tíminn Sunnudagsblað - 15.02.1970, Blaðsíða 6

Tíminn Sunnudagsblað - 15.02.1970, Blaðsíða 6
skömmu eftir þetta, hann eftir fá ár. Svo lá leið mín vestur í Húna- vatnssýslu. Við Myklestad fórum þar um samtímis, en fylgdumst Kt- ið eða ekki að. í Strandasýslu vor- um við saman, fórum ekki lengra norður en að Óspakseyri. Marinó Hafstein var þá sýslumaður Strandasýslu og sat þar. Björn, frændi minn í Lóni, sem fyrr var nefndur, sá um böðun á Vestfjörð- urn og Snæfellsnesi. Frá Óspakseyri fórum við fjall- veg og konium niður að Kleifum í Gilsfirði. Fórum við næst um Dalasýslu, mest sinn í hvoru lagi, en þaðan var farið um Borgar- fjörð. Ég sá urn böðun í öllum hreppum Borgarfjarðarsýslu, en Myklestad eða aðrir umboðsmenn hans í Mýrasýslu. Þegar þessu var lokið, var komið fram í desember, og fórum við þá til Reykjavíkur. Þar settist Myklestad að fyrst um sinn, og ég var þar í nokkra daga. Þá var það, að Páll Briem, sem átti að verða bankastjóri í hinum nýstofnaða íslandsbanka, veiktist af lungnabólgu. Dag einn, þegar ég kom heim til Myklestads, sagði hann mér andlát Páls og hafði orð- ið svo mikið um, að hann grét eins og barn. Svona gat hann verið við- kvæmur. Hafði orðið hrifinn af Páli og talið sig eiga þar traust- astan bakhjarl í starfi sínu, sem Páll var. — Og hvað svo? —Skömmu fyrir jól sendi Myklestad mig austur yfir fjaH á fund sýslumanns Árnesinga, er þá sat í Kaldaðarnesi. Það var Sigurð- ur Ólafsson, faðir Jóns heitins, skrifstofustjóra Alþingis. Átti ég að fá þar upplýsingar, áður en böð- un hæfist í Árnessýslu. í Kaldað- aniesi var mér mjög vel tekið og boðið að vera þar um jólin. Ég sá um böðun í Ölfusi og kom aftur í Kaldaðarnes á aðfangadag. Þar var gott að vera. Sigurður sýslu- maður var elskulegur maður, hæg látur, en viðræðugóður og kunni vel að gera að gamni sínu. Þar voru þá synir hans, Jón, sem þá mun hafa verið í skóla, og Har- aldur, sem var taJsvert yngri og lék á slaghörpu (pianó) og varð síðar kunnur hljómlistarmaður og átti heima í Kaupmannahöfn. Sig- urður sýslumaður var líka mús- íkalskur og lék á orgel. Nokkrum árum síðar veittist mér sú ánægja að geta tekið á móti Sigurði sýslumanni, ásamt tveim ferðafélögum 'hans, heima á Vík- ingavatni. Þeia* voru að skoða sig um í landinu, komu mieðal ann- ars að Dettifossi og í Ásbyrgi. Að gamni mínu gaf ég honum 80 tág- arhöft, sem ég faafði brugðið í þess um tilgangi. Vissi, að í_ Kaldaðax- nesi voru hross mörg. Ég minnist þess með þakklæti, að árið 1912, þegar ég var staddur í Reykjavík á leið á Vífilsstaðahæli, kornu þeir feðgar að finna mig Þar, og gladdi það mig mjög eins og á stóð. Eftir jólin hóf ég aftur starf mitt við að sjá um baðanir í Árnessýslu. Myklestad var þá enn í Reykjavík, en umboðsmaður hans í sýslunni, ásamt mér, var Björn hreppstjóri í Grafarholti. Ég var við báðanir í Grimsnesi og Flóa, en Björn í uppsveitum. Ráðgert var, að við færum austur yfir Þjórsá að lokinni böðun í Árnes- sýslu. En áður en úr því yrði, bár- ust þau tíðindi úr Rangárvalla- sýslu, að bændur þar neituðu að baða. Þá var Einar Benediktsson skáld orðinn sýslumaður þar, og gerðist hanm oddviti þeirra í þessu máli. Sýslunefnd Rangæinga samþykkti á fundi mótmæli gegn böðuninni og gerði út sendiboða til Myklestads til að tilkynna hon- um mótmælin. Myklestad brá skjótt við. Við Björn fengum skilaboð frá honum um að fara beint austur 1 Odda á Rangárvöllum og bíða hans þar. Þegar hann kom austur, kom sýslu nefndin saman á ný í Kirkjubæ. Munu menn þar hafa talið sig eiga allskostar við lítt menntaðan, útiendan bóndamann, er þeir faöfðu svo glæsilegan og málsnjall- an foringja sem sýslumaður var. Þetta fór þó á annan veg. Mykle- stad fór hægt í sakirnar, hlýddi á mál manna og þybbaðist við. Stóð sú umræða lengi. Þar kom að Iokum, að því var við borið, að þar í héraði fengist enginn til að leggja hönd að svo illri meðferð á skepnum sem böðun um hávet- ur væri. Myklestad kvaðst taka það trúanlegt, en sagði, að svo margir hefðu nú iítið að gera í Reykjavík á þessum tíma, að ger- legt myndi að fá menn þaðan til að framkvæma böðun í einni sýslu, ef sýslan eða bændur vildu greiða þeim kaup á meðan þeir væru að heiman. Ekki leizt mönnum á það og samþykktu, að böðunin færi fram eins og annars staðar. — Hvert fórst þú svo? — Björn í Grafarholti sá um baðanir í Rangárvallasýslu, en ég var sendur austur í Vestur-Skafta- fellssýslu. Mér eru í minni hinar ágætu og vinsamlegu viðtökur, sem ég fékk þar víða á gististöð- um, bæði þá og árið eftir. Að lok- inni yfirferð urn Vestur-S’kafta- fellssýslu var böðun lokið um land allt. Mér var þá falið að halda áfram austur um land. Sýslumönn um höfðu verið send fyrirmæli um að láta fara fram kláðaskoð- un í sveitum á öllu þessu svæði og fylgjast þannig með, ef grunur væri um, að kláði hefði komið upp að nýju. Ég átti að láta sýslumenn- ina vita um ferðir mínar og hvar ég yrði á hverjum tíma, en þeir að tilkynna mér, ef einhvers stað- ar væri grunur um kláða. Átti ég þá að skoða fé á þeim bæjum, sem í Mut áttu. En til þess kom ekki, því að hvergi virtist þá vera kláða grunur. Ég fór norður á Fljóts- dalshérað og þaðan yfir Fjarðar- heiði til Seyðisfjarðar. Síðan með „Kong Inge“, sem átti að koma við á Húsavík, en fór þar fram hjá vegna veðurs, svo ég varð að fara með skipinu til Akureyrar. Lagði ég strax af stað þaðan og fór fót- gangandi austur í Kelduhverfi. Maður, sem átti leið norður Iand- veginn, tók við hestum mínum eystra og kom þeim heim til min. Það var nálægt miðjum marzmán- uði 1905, sem ég kom heim i Vík- ingavatn. Var ég þá búinn að vera hátt á fjórða mánuð á ferð og bú- inn að fara um allt landið, að und- anteknum Vestfjörðum og Snæ- fellsnesi. — Varstu alltaf á þeirri gráu frá Varðgjá? — Já, en keypti annan hest til viðbótar í Mýrdal af bókhaldara hjá Gunnari Ólafssyni verzlunar- stjóra, sem síðar var í Vestmanna- eyjum. Sá hestur var dökkrauður, og ég kallaði hann Skrám, af því að hann hafði einhvern tíma meiðzt og var hárið hvítt, þar sem meiðsl- ið hafði verið. Þannig var það, ef hestar meiddust undan klyfjum eða reiðtygjum, að þeir báru þess merki. — Og á öllum þessum leiðum varstu ókunnugur? — Já, en stundum átti ég sam- leið með öðrum, einkum landpóst- uim, og einstöku sinnum fékk ég fylgdarmann. Annars reyndi ég að bjargast við það að fá kunnuga menn til að segja mér til vegar. 102 T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.