Tíminn Sunnudagsblað - 15.02.1970, Blaðsíða 21

Tíminn Sunnudagsblað - 15.02.1970, Blaðsíða 21
Sigurður Björnsson á Kvískerjum: Skipströnd á sönd- unurn út af öræfum II. Rúmum þrem árum áður en Margaret Clark lauk sinni síðustu ferð, strandaði annar togari við sandana út af Öræfum. Sá togari var þýzkur og hét Marz. Fólkið á austurbæjum 1 Öræf- um (Hnappavöllum, Fagurhóls- mýri og Hofsnesi) vaknaði þegar klukkan var að ganga þrjú að morgni 6. maí 1930 við það, að eimflauta var þeytt ákaflega. Var þegar farið að horfa til sjávar og sást þá, þrátt fyrir nokkra þoku til hafsins, að togari rnyndi strand- aður austarlega á Fagurhólsmýr- arfjöru. Var þá þegar brugðið við og haldið á strandstað frá fyrr- nefndum bæjum. Þegar á fjöruna kom, sást, að togarinn var strandaður um þrjá- tíu faðma frá landi og ruggaði nokkuð, þegar sjóar riðu á hann, þótt brimið væri ekki mikið. Skip- ið sneri stefni að landi og styttist bilið milli þess og lands eftir þvi sem fjaraði, en háfjara var klukk- an sex. Skipsmenn reyndu að láta taug reka í land og bundu í því skyni grannan kaðal við belg, sem þeir vörpuðu útbyrðis. En hann barst út frá skipinu, en ekki i land, og varð því ekki að gagni. Klukkan að ganga fimm hleyptu strand- mennirnir niður bátnum og kom- ust allir, þrettán að tölu, í hann og gekk vel í land, þótt alda riði á bátinn um leið og hann kenndi grunns. En í landi voru vaðbuudn- ir menn, sem tóku á móti bátnum, og mun mega þakka þeim, að ekk- ert varð að annað en það, að bát- urinn laskaðist lítils háttar, sem ef til vill hefur hent, þegar hann lagði frá skipinu. Mönnunum var nú komið heim að Fagurhólsmýri, en þar er tvíbýli- Seinna um daginn fóru tveir rnenn, Helgi Arason á Fagurhóis- mýri og Þorgeir Pálsson á Hofs- nesi, út i fjöru til að gæta straads- ins, og var ætlazt til, að þeir reyndu að komast um borð og hefðust við í skipinu næstu daga. Skipstjórinn fór með þeim. Fleiri fóru með þeim út í fjöruna, meðai annarra undirritaður, þá innan við fermingu. Togarinn hafði færzt nokkuð nær á flóðinu, og belgurinn með tauginni var kominn svo nærri landi, að Þorgeir náði strax i hann. Línan var fest í stefni togar- ans, og þegar komið var að há- fjöru, var vætt nærri út að skip- inu. Þó að kaðallinn væri í mjósta lagi, komst Þorgeir eftir honum á tábragði upp á akkerið, en þaðan náði hann góðu taki á öryggis- grindinni á hvalbaknum, og gekk honum ve'l að komast um borð. Þar fann hann hentugri kaðal fyrír þá Helga og skipstjórann, sem varð að fórna sínum háu og góðu stíg- vélum til að komast um borð. Um það leyti, sem þeir voru að komast um borð, kom togari þarna að landi og þræddi sund milli eyra, svo nærri landi sem honum var fært, og setti út bát. N ikkrjr menn fóru í bátinn og reru í áttina að strandaða togaranum. En i bát- inn var fest sterkum kaðli, og hafa þeir eflaust ætlað að reyna að koma dráttartaug í strandið. Þetta tókst þó ekki, en heppni var að kaðallinn var sterkur, því að þegar báturinn var nærri kominn að Marz, reið alda undir hann og sást niður í kjölinn úr landi, svo að litlu mátti muna, að hann færi ekki alveg um. Þegar þeir, sem í togaranum voru, sáu þetta, drógu þeir bátinn sem snarast út til sín, tóku han,n um borð og héldu frá landi. Það tókst því betur fil þarna en hjá Consul Dubbers, þegar Margaret Clark strandaði. En lík- ur eru til, að enn verr haf> tekizt til, þegar ýzki togarinn Friilich Albert strandaði á Skeiðarársandi árið 1903, en það strand, eða hrakn- ingar strandmannanna, er einhver hinn hörmulegasti atburður, sem gerzt hefur hér við sandana á seinni öldum. Þó er ástæða 'il að ætu að enn hörmulegri atburður hafi gerzt í sambandi við þetta strand. því að um vorið rak þrjú lík á fjörurn- ar, sem öruggt var um, að ekki voru af því skipi (það fjórða gat verið það). Enginn er nú til frá- sagnar um það, hvort þessir menn hafa verið af öðru skipi, sem far- izt hefur þarna nærri landi, og er þó kynlegt, að ekki skyldi reka annað úr þv; en iíkin, eða að þeir hafi verið af báti, sem reynt hefur að koma taug í hið strandaða skip, en hvolft og verið dreginn úr aft ur, ef til vill þá mannlaus. 8. maí kom skeyti frá sýslu- manni, en í því stóð að þýzkt eft- irlitsskip ætti að koma daginn eft ir og taka strandmennina, og vo”u þá þegar ráðnir menn til að róa með þá út í skipið. Voru það raun- ar sömu menn og ráðnir höfðu verið til að skipa upp vörum úr Skaftfellingi. sem kom sama dag og skeytið. Ekki kom þó til, að Öræfmgar þyrftu að koma strandmönnunum um borð í skipið, því að sjóliðar af því komu í land í tveim bátum, og voru meðal þeirra menn, sem eftir búningi að dæma hafa venð hátt settir á skipinu. Þeir athug- uðu Marz vandlega, og er líklegt, að þeir hafi verið að meta, hvort borg aði sig að reyna að ná honum á flot. En ekki munu þeir hafa tal- ið það svara kostaaði. þvi að eng- in tilraun var gerð í þí átt. Sjór var orðinn nokkuð vondur, þegar þeir lögðu frá landi aftur en ræð- ararnir voru þrautþjá'lfaðir og gekk vel út. Þetta er eina dæmið um, að strandmenn hafi komizt sjóveg úr Öræfum (ekki tekið með skip, sem varð aðeins fast, en losn- aði aftur). Eins og áður er sagt, fengu ör- æfingar ekki vinnu við að flytja strandmennina út í skipið, og munu raunar lítt hafa harmað það, en samt höfðu Þeir dálítið gott af komu þessa stóra skips. Öræfingum þótti skipstjóri Skaft- fellings vera óþarflega l.andhrædd ur, enda brá mikið við þegar ann- ar tók við. Skaftfellingur lá fyrir SÍÐARI HLUTI: MARZ OG LORD STANHOPE T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 117

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.