Tíminn Sunnudagsblað - 15.02.1970, Blaðsíða 16

Tíminn Sunnudagsblað - 15.02.1970, Blaðsíða 16
Brjóstnæfa Sínu Ingimundardóttur. minnzt hlýlega í smágrein, rit- aðri af Þorsteini Gislasyni, þá- verandi ritstjóra Morgunblaðs- ins. Daginn eftir (5. ág. 1922) ritar Guðm. Hannesson (vafa- laust læknaprófessor) all-ítar- lega grein um Stefán, í tilefni afmælisins. Verður hér tekið upp hið helzta, er hann segir um líf og starf Stefáns. Guðmundur segir, að snemma á Hafnarárum sínum hafi bætzt íslenzkur pilt- ur í íslendingahópinn, sem fljótt hafi vakið athygli flestra, sem umgengust hann. Ekki hefði hann verið mikill á velli og í enga skóla gengið annan en hinn gamla góða skóla „uppeldis í ís- Kanna Unnar Stefánsdóttur. lenzkri sveit hjá góðu fólkl.“ Hann segir að Stefán hafi verið fátækur og umkomulitill, komið blátt áfram til að læra iðn, sem enginn hafi þá lagt fyrir sig — myndskurð. — Ekki hafi þá verið siður að kalla alla listamenn, sem gátu tálgað odd á blýant. Engir höfðingjar eða mektar- menn hefðu staðið að honum. Piltur þessi hefði samt vakið meiri eftirtekt en flestir stúdent- anna, og orðið hverjum manni vinsælli, jafnt hjá Dönum sem íslendingum. Margt hefði stuðl- að að því að afla honum vin- sælda, en fyrst og fremst hið góða skaplyndi hans. Ofðrétt segir síðan: „Hvar sem maður hitti Stefán brosti hann glaðlega eða öllu heldur hló hjartanlega. Iðaði all- ur í skinninu %f; f jöri og hvat- leik. Margt |leira hafði Stefán tU síns ágætis. Var kurteis með af- brigðum, tróð sér hvergi, fram, talaði vel og .sanngjarnlega um alla og hrósaði.mönnum oft fyrir það sem hqnum þótti þeir vel gera . . . ... Drengskáparmaður var hann í öllum greinum." Allt, segir hann, hafi leikið í höndum hans. Tæplega hafi þekkzt náttúruhagari maður en hann. Strax á námsárunum hafi hann óðara fengið orð á sig fyrir hagleik og hraðvirkni á hverju sem hann snerti. Honum hafi verið allt hið sama, hvort hann skar myndir með allskyns galdrajárnum, heflaði, renndi eða smíðaði í málm. Það hefði verið eins og forsjónin hefði gef- ið honum allar iðnirnar í einu í vöggugjöf, og mikið listfengi í ofanálag." Matthías Þórðarson, fyrrum þjóðminjavörður, kemst þannig að orði um eignir þjóðminja- safnsins, hvað listiðnaö snerti (I Mbl. 26. apríl 1923): „Hinn eini gripur, er taldist til Listiðnaðarsafnsins, en það safn er nú aðeins í fæðingu, er hin hofðinglega gjöf Stefáns Eiríks- sonar, stóllinn alkunni úr búr- hvalsbeini, sem hann gerði 1911, og sýndi þá á iðnsýningunni hér, gerður af mjög miklum hagleik og vandvirkni." í Óðni 19. árg. 1923, er grein um Stefán Eiríksson, eftir V. (Vilhjálm Þ. Gíslason magister). Þar segir hann, að tréskurður ýmiskonar hafi verið allmikið stundaður á íslandi, upp til sveita, fyrr meir. Margt slíkra muna séu á Þjóðminjasafninu, bæði hús- og búshlutir allskonar. Stórir hlutir og vandaðir hafi einnig verið gerðir, svo sem kirkjuhurðin á Valþjófsstað, er sé á safni erlendis og þyki hinn sérkennilegasti kjörgripur. — Nokkuð hafi þó þessum tréskurði hnignað á síðustu mannsöldrum, en þó aldrei lagzt af með öllu, enda hafi nokkrir þálifandi menn, (1923) sem síðar hafi orð- ið kunnir á öðrum sviðum, feng- izt við hann í æsku sinni. Megi þar m. a. nefna Einar Jónsson myndhöggvara, sem fyrst hafi fengizt mikið við tréskurð, og I öndverðu farið utan til að leggja stund á hann. Muni enn vera til eitt af fyrstu verkum hans i þeirri grein, kassi allstór, með sofandi manní og Ijóni á lokinu. Ennfremur megi nefna Þbrstein Gíslason ritstj óra, sem hafi skor- ið stóra mynd af Gunnari á Hlíð- arenda í hertygjum. Sú mynd muni síðar hafa borizt burt úr landinu (til Englands). Á sama tíma, er hér um ræðir, hafi þó einn íslenzkur maður, sem þótti hagleiksmaður mikill heima í sveit sinnl, brotizt til útlanda til að leggja stund á þessa sérstöku iðn, sem sé Stefán Elríksson. Hann hafi fyrst lært hjá C. B. Hansen, sem rekið hafi stærstu húsgagnaverksmiðju í Danmörku. Áhrif dönsku kennsl- 112 T í M I N N — SUNNUOAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.