Tíminn Sunnudagsblað - 15.02.1970, Blaðsíða 10

Tíminn Sunnudagsblað - 15.02.1970, Blaðsíða 10
I Hver ódæmLn eru það, sem ég heyri! Margt er undartegt í náttúrunn- ar ríki — það eru orð að sönnu. Eitt var það með yfirskegg Ind- verjans Masúrija Díns: Það var 225 sentimetrar að lengd brodda á milli. Hvergi í heiminum vita menn til, að verið hafi maður með þvílíkt yfirskegg. Aftur á móti hét sá Jóhann Husslinger, er taliun er hafa verið þolnastur allra manna að ganga á höndunum. Árið 1900 fór hann með þeim hætti frá Vín- arborg til Parísar. Hann var fimm- tíu og fimm daga á leiðinni, „gekk“ tíu tíma dag hvern og var Því meðalhraðinn tæpir þrír kíló- metrar á klukkustund. Á þeim sjötíu árum, sem liðin eru síðan Jóhann Husslinger fór Parísarferð- ina, hefur engum tekizt að gera betur. Lesandanum ofbýður kannski ekki allt. Vel má vera, að honum íinnist lítið til um svona kúnstir. Þess vegna skulum við tefla fram binni góðu konu og frjósömu, frú Vassilet. Hún var upp á sitt bezta á síðustu öld, þegn Rússakeisara. Hún ól samtals 69 börn (barnahf- eyri og fjölskyldubætur höfðu menn ekki spurnir af í ríki sars- ins). Hún átti sextán sinnum tví- bura, sj'ö sinnum þrfbura og fjór- um sinnum fjórbura. Öll fæddust börnin lifandi, en allmörg dóu í bernsku eins og þá henti oft, þótt fcærri væru. Ókunnugt er fram á þennan dag um nokkra konu, sem átt háfi nándarnærri eins mörg feÖrn og jþessí rússneska húsfreyja. Áftur á móti hafa veríð til kon- S, sem hafa legið miklu oftar á ng. Etnsk kona, sem dó árið 1883, fæddi þrjátíu og átta sinn- um, og einu sinni átti hún tvíbura. Börn hennar urðu því þrjátíu og níu. Og kannski merkilegast af öllu: Þau komust öll á legg, Ensk var líka sú kona, sem fæddi barn fullorðnust. Hún er nefnd frú Gosney og átti heima í Jórvikur- ríki. Hún eignaðist dreng árið 1906, og þá var hún 53 ára sjö mánaða og tíu daga gömul. Að vísu eru til sögur um kon- ur, sem áttu börn miklum mun eldri. Öllu rosknari var til dæmis Sara heitin, kona Abrahams bónda í Mamrelundi. En það er langt austur í Mamrelund, óvíst um bæjarstæðið og ár og dagur síðan þetta fólk dó, og þess vegna er sú saga látin lönd og leið. Hér er einungis vitnað til dæmis, sem sannanleg teljast. Gamla testa- mentið verður að dæmast hæpíð sönnunargagn. Franskur skósmiður í Kanada, Pétur Joubert, varð 113 ára og 124 daga gamall, þegar hann dó árið 1814. Þá hafði enginn maður náð jafnháum aldri, svo að sönn- un yrði við komið. Síðan hafa margir menn náð miklu hærri aldri. Einkum eru Þeir í Kákasus- héruðum Sovétríkjanna, þar sem ekki færri en tuttugu menn eru taldir hafa orðið 130—130 ára gamlir. Yfir allt gnæfir þó Kínverj inn Lí Sjúng-jún, Pekingbúi, sem dó árið 1933. Hann var þá talinn 256 ára. Þess er þó skylt að geta, að mjög þykir vafasamt og raun- ar æði ótrúlegt, að aldur hans hafi verið rétt tíundaður. Stöku menn hafa náð furðuleg- um vexti. Oft er þetta samt ýkt í frásögum. Þó verða sönnur færð- ar á, að átta menn hafa verið hærri en 243 sentimetrar. Hæstur allra var Arabinn Said Múhamm- eð Ghiza, sem dó árið 1937. Hann var 270 sentimetrar á hæð. Smá- vöxnust allra manna, sem komizt hafa til aldurs, er aftur á móti talin kona ein í Mexikó, sem dó árið 1889. Hún var aðeins 66 senti- metrar á hæð á bezta skeiði, og það, sem enn er fáheyrðara: Hún var ekki nema fimm pund á þyngd. Með aldrinum -'seig hún svo saman, að hún varð ekki nema fimmtíu sentimetrar á hæð, en það er sem næst meðallengd ný- fæddra barna norður hér. Ýmsurn mönnum tekst að koma ár sinni vel fyrir borð (og ekki sjaldan umfram þa$ sem verð- skuldað er). Árið 1962 var Japan- inn Kónósúke Matasúsjíta ráðinn forstjóri rafmagnshrings þar í landi. Árslaun hans voru ákvörð- uð 85 milljónir króna á ári, og munu engin dæmi um jafnhátt kaup. Það kann vel að vera, að Kónósúke sé hinn mesti heiðurs- maður, þótt einhverjum verði ef til vill á að draga það í efa, þegar hann heyrir nefnd laun hans. En þeir, sem ekki skeyta um meðöl* in, hafa stundum hremmt meira fé með skjótari hætti. Mesta rán, sem um getur í glæpasögu verald- arinnar, var framið í Bæjaralandi rétt áður en veldi Hitlers hrundi árið 1945. Ræningjarnir komust á burt með gullstengur, sem voru sjö hundruð milljón króna virði, en auk þess náðu þeir talsverðu 106 TÍMINN - SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.