Tíminn Sunnudagsblað - 15.02.1970, Blaðsíða 22

Tíminn Sunnudagsblað - 15.02.1970, Blaðsíða 22
akkeri, og uppskipun í fullum gangi, þegar þýíica skipið kom, en þaíJ lagðist um það bil helmingi nær landi, og kom Skaftfellingur þá inn á móts við það, til mikils tímasparnaðar við uppskipunina. ffl. Stuttu eftir að Margaret Clark strandaði, sendi Slysavarnafélag ís lands línubyssu hingað í sveitina. Hún var af minnstu gerð, en kom þó að notum við að skjóta línu yf- ir Skeiðará, þegar síminn bilaði. En sýnt þótti, að hún yrði að litlu liði við bjðrgun strandmanna. Seinna sendi Slysavarnaféiagið nokkru stærri byssu, en engin björgunartæki fylgdu henni, nema skot og skotlínur. Níunda septem- ber 1963 var stofnuð slysavarna deild í Öræfum, en engin ný tæki voru þó fengin þá, enda töldu menn, að siglingatæki væru orðin svo fullkomin, að ólíklegt væri, að skip færi að stranda þar við sand- ana, og myndi því ekki liggja að fá ný tæk. Menn urðu því undrandi, þegar hringt var frá Slysavarnafé'agi ís- lands að Fagurhólsmýri klukkan fimm að morgni þess 7 nóvember 1963 og tilkynnt, að brezki togar- inn Lord Stanhope væri strandað ur einhvers staðar við sandana fyrir vestan Ingólfshöfða. Sínii var þá kominn í öll bæjarfélög í Öræf- um, og gekk því fljótt að koma boðum um sveitina. Bjö'-gunarsveit in var komin af stað eftir tvo klukkutíma, og var farið á sjö bíi- um (flestir Landrover) og tveim dráttarvélum (Ferguson). Oráttar- vélarnar voru með tvöföldum hjól- um, og var treyst á að þær mundu komast á strandstað, þótt bílarnir kæmust ekki alla leið, enda fór það svo. Skipið reyndist vera strandað tíu til ellefu kílómetrum vestan við Ingólfshöfða, en bílana varð að skilja eftir skammt vestan við hann. Togarinn var nokkurn spöl frá lándi, enda flóð, en sjáanlega grunnt út að honum, og bóftust menn sjá, að fjara mundi lang'eið- ina út að skipinu á háfjöru. Þetta reyndist rétt, því að á næstu fjöru var vaðið út að skipinu og farið um borð Klukkan var hálftíu, þegar björg unarsveitin kom á strandstað, og var þá norðaustanvindur, um sjö vindstig og allmikið sandrok. Var nú línubyssan tekin upp og tvisv- ar reynt að skjóta línu út í skip ið, en byssan dró ekki nema hálfa leið, svo að ákveðið var að bíða fjörunnar, enda auðséð, að skip- verjar voru ekki í neinni hættu. En skipverjar höfðu sjálfir öfl- ugri línubyssu um borð og skutu línu lengst upp á land. Skips- menn settu nú gúmmíbát á flot, og voru fyrstu mennirnir dregnir í land á honum klukkan níu, en Þeir síðustu klukkan tíu um morg- uninn. Alls voru skipverjar átján. Björgunarsveitin tók á móti bátn um, þegar að landi kom, og róm- aði skipstjóri síðar (í blaðaviðtöl- um) mjög framgöngu hennar, og það svo, að björgunarsveitin taldi þar vera um oflof að ræða. En frá skipinu að sjá hefur þetta þó litið út eins og skipstjóri lýsti. Tvær hringferðir Framhald af 105. síSu. frá honum, hið síðasta frá árinu 1917. Börn átti hann, meðal annarra lækni, sem þá va-i' búinn að vera tíu ár í Vesturheimi, og var, þegar bréfið var skrifað, staddur austur í Rússlandi við herlækningar, en fyrri heimsstyrjöldin stóð þá enn yfir. Myklestad skrifaði norsku rétt, að ég ætla, en afbakaði ís- lenzk nöfn eins og fleiri útlending- ar. Mér var mjög hlýtt til hans, og er enn. Ég álít, að hann hafi leyst hlutverk sitt vel af hendi, og honum þótti vænt um ísland, — Hvernig álítur þú, að árang- urinn af útrýmingarherferðinni hafi orðið? — Ég held, að hann hafi orðið eftir vonum. Það er auðvitað allt- af erfitt að útrýma til fulls í einni atrennu smitandi veiki í bú- fé, sem gengur úti og fer víða í sjálfræði. Það var líka varh unnt að búast yið, að hver einasti bóndi um land allt væri nógu löghlýð- inn eða nákvæmur í því að fylgja algerlega settum reglum, svo að hvergi yrði þar misbrestur á. Og það er mín skoðun, að þau kláða- tilfelli, sem síðar varð vart við, hafi stafað af því, að ekki tókst til fullnustu að framM^ia bessum I ........ Lausn 4. krossgátu Sumir strandmannanna blotnuðu í fætur, en engir hröktust veru- lega. Voru þeit því vel undir það búnir að ganga til bílanna. Smáós var á leiðinai, og voru þeir, sem ekki voru í stígvélum, ferjaðir yf. ir hann á dráctarvélum. Að Fagur- hólsmýri var svo komið klukkan tólf og fengu strandmennirnir Þar mat. Tveim tímum seinna kom flug* vel frá Reykjavík og hafði með- ferðis til slysavarnadeildarinnar nýja línubyssu, tildráttartaug og Og björgunarstól frá Slysavarnafé- lagi íslands. Skipshöfnin fór svo með flugvélinni til Reykjavíkur. (Heimildir: Samtímaskýrslur og skrifaðar frásagnir og sögn þeirra, sem við sögu koma.) reglum alls staðar á sýktum bæj- um, til dæmis um innistöðu eftir böðun. — Þykir þér nú, eítir 65 ár, gott að hafa farið þessar langferð- ir um landið, þegar þú varst ung- ur maður? — Já, ég tel mig hafa haft mjög gott af þessum ferðum. Þær urðu mér eins konar skólaganga, en ég fékk aldrei þá ósk uppfyllta að komast í skóla, sem því nafnl nefndist, þó að mig langaði mikið til þess. A ferðalögunum lærði ég miklu meira um landið en ég hefði getað lært af bókum eða kennslu. Mér fanmst það bæði lærdómsríkt og ánægjulegt að kynnast fjölda fólks víðs vegar um land, sem margt var áreiðanlega ágætisfólk, og fyrir mér heimaalningnum, sem ekki hafði komið austar en í Grjót- nes á Sléttu og ekki vestar en að Stóru-Völlum í Bárðardal, opnað- ist nýr heimur. G.G. ------------------------------- -+N £> ■* H B F I R -3 A r 0 R F A A V B S R A R b F fí N U OK K A /? e S H AeATsre/Ni v 'l K J N C. $ T E t N t h I L t NHA R ✓ N ’ft JÞ ft N ) A K M ft T £ OT h P V S S / 9 ft fi K r? I n '6 M át I * « íl í 7 3 f\9 fr H A 9 0 L'A T N * * G L fl l l K A t. A U K E L D S T'Q K A K Ti ’Rftfít 4 T t> A V fl A L R S A V E i< L ft ft I L I H £ K * fi fl tí K fl F 'fi R v B < K 0 R R 0 T T A N fl L H U R >| 5 ✓ M fl Þ i L I 4R T 'l fl N 0 M '0 R fl ? 118 T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.