Tíminn Sunnudagsblað - 19.04.1970, Síða 13
dál. Éig man það, að við uiðum
beylausk oig urðum við að fá hey
hrjá nágrönnunum og bera það síð-
an á bakinu milli bæja. Þá var
efcki hægt að grípa til fóðurbætis
til þess að drýgja heyin eins og
nú er gert.
Árið 1913 kvæntist ég svo Guð-
rúnu Stefánsdóttur og fór óg þá
í húsmenmsiku, var lengst af á
Stóru-Borg í Víðidal.
— Og hvernig var húsmennsk-
an?
— Þann tíma tel ég mig hafa
átt einna vérsta ævi, þótt ég væri
hamingjusamur með konu og börn
um. Húsmennska var hvorki bú-
skapur né vinnumennska, heldur
einhvers staðar mitt á milli. Maður
fékk að vera þarna og fékk úrkast
af slægjum. Það varð enginn rík-
ur á húsmennskunni, drengur
minh.
— Það hef'ur verið erfitt með
alla aðdrætti?
— Jú, jú. Til dæmis get ég sagt
frá því, þegar ég fór með
Tryggva Guðmundssyni, sem bjó
á hálfri Stóru-Borg, til Hvamms-
tanga frostaveturinn milda 1913.
Þá var það orðið fastur siður að
hafa ekki meiri kaupstaðarvöru
heima en sem mundi endast til
áramóta, en aftur flutt heim dð
vetri til, enda oft greið leið að
fara ísana með sleða. Þá voru
ekki komnir akfærir vegir. Við
fórum af stað í góðu veðri, og
okkur gekk vel til Hvammstanga.
Við tófcum vöruna og hióðum
henni á sleðana, en gistum svo á
Hvammstanga um nóttina. Um
morguninn var komin sunnan-
rigning og hláka. Við fórum af
stað og gefck ferðin sæmiiega,
þangað til við vorum komnir rúm-
iega hólfa leið. Þar var á leið okk-
ar brekika, sem við treystum ekki
hesíunum til að draga ækin upp,
svo að við selfl'uttum sleðana með
því að setja tvo hesta fyrir hvorn
sleða. Þetta gekk vel, og leyfðum
við hest'unum síðan að blása mæð-
inni. En e kki höfðum við beðið
lengi, er Tryggvi varð svo vei'kur,
að hann var með háhljóðum. Ég
viidi fara með hann heim á næsta
bæ, einkum vegna þess að veður-
útlit hafði ljókkað og ég bjóst við,
að það skylli á stórhrið, þegar
minnst varði. En hann tók efcki
annað í mál en haldið væri áfram,
sagðist treysta mér til þess að
koma sér hei.m. Svo lagði ég af
stað út í hríðarkólguna, sem aíls
staðar lagðist í kringum okkur.
Sleðafærið var gott, og ég fór
eins hratt og hægt var. Eftir dá-
litla stund var komin stórhrið, og
mér leizt illa á þetta ferðalag með
vei'kan mann, og við báðir renn-
andi blautir. Þó gekk allt þetta
undarlega vel, og þegar ég var kom
inn þá leið, sem hægt var að koma
sleðum með góðu móti, tók ég hest-
ana frá og lét Tryggva á bak öðr-
um og teymdi undir honum heim,
þar sem hann fékk góða aðhlynn-
ingu. Nokfcru sei.nna fór Tryggvi
til Reykjavífcur til lækninga. Hann
var skorinn upp og dó á skurðar-
borðinu. Tryggvi var greindur mað-
ur og einn af heztu mönnum, sem
ég hef kynnzt.
— Fórstu fleiri svipaðar ferðir?
— Iðulega var ég beðinn um að
sækja héraðslæfcninn á Hvam.ns-
ttnfca, þegar veikindi voru. Einu
sinni var ég beðinn að sæfcia
lækni vegna drengs, sem veiktist.
Þetta var rétt fyrir jólin, og það
var komið til mín seint um kvöld
og ég beðinn um þetta. Ég lagði
strax af stað, og mér gekk ágæt-
lega til Hvammstanga — það var
þetta þriggja klukkustunda reið
þangað. Ég fór beint til læknisins
og vildi fá hann með mér strax um
nóttina, en hann. vildi það e'kki —
sagðist mundu fara með mér um
morguninn. Um morguninn lögð
um við svo af stað, en þá var
kominn norðan-stórhríð, og vorum
við tíu klukkustundir á leiðinni.
Svo þegar við komum að Sigríðar-
stöðum — en þaðan var drengnr-
inn — var ekfcert að barninu.
— Svo það hefur verið mikil
fyrirhöfn, en litið erindi?
%
T 4 M I N N — SUNNUDAGSBLAD
301