Tíminn Sunnudagsblað - 19.04.1970, Síða 14

Tíminn Sunnudagsblað - 19.04.1970, Síða 14
— Já. Annað skipti sótti ég liekni vegna drengs, sem var veik- ur á Stóru-Borg. Ég lagði af stað folutokan fjögur að nóttu. Þetta var í einmánaðarbyrjun, og það höfðu verið hlákur og hlýindi í nokkra daga. Ég ætlaði að fara yfir Vest- urhópsvatn vestan Stóru-Borgar. En þegar út á ísinn kom, skyldi ég ekkert í því, að ég kom hest- unum ekkert áfram. Þó komst ég að lokuim yfir vatnið. Á leiðinni til baka daginn eftir sá ég, að :s- inn á vatninu var eins og net, og næsta dag datt hann niður. Þetta höfðu hestarnir f-undið og því tregðazt við. — Svo kom, að þú fékkst jörð? — Ég var níu ár í húsmennsk- unni við fremur ill kjör. Við höfðum rétt að éta, og lítið hægt að auka við skepnueignina. 1922 fékk ég til ábúðar Sigríðarstaði í Vesturhópi og bjó þar í sex ár. Þegar ég kom þangað, átti ég tutt ugu ær og eina kú og sex hross. Þegar ég fluttist þaðan eftir sex ára búskap, átti ég hundrað fjár og tvær kýr og ellefu hross. Frá Sigríðarstöðum fór ég að Kárastöðum á Vatnsnesi, sem var miklu betri jörð, en fljótlega eftir að ég kom þangað, missti konan heilsuna, og ég varð að. hætta bú- skap. Þá lá leiðin á Hvammstanga, og þar átti ég heima í fjórtáu ar. — Og hvað varð þá um þig? — Þá fluttist ég suður, og hér hef ég verið síðan og starfað hjá Áfengis- og tóbaksverzlun ríkisins, þar til ég hætti að vinna fyrir eínu ári. — Hvað gerðir þú þar? — Ég var í ýmsu. Ég var meðal annars lengi við neftóbaksgerð. — Hvernig er neftóbakið búið til? — Við fengum það í blöðum frá Bandaríkjunum. Byrjað var á því að skera þau niður. Þegar ég kom þangað fyrst, tók iðulega einn dag að skera niður .hundrað kiló, en seinna voru fengnar til þess vélar, sem gera þetta á stuttum tíma. En sá galli er á gjöf Njarðar, að vélunum fylgir mikill hávaði og titringur — svo mikill, að vart mun vinnufært á efri hæðunum í húsinu, þegar vélarnar eru í gangi. — Þegar búið er að skera tóbaks- blöðin niður, er tóbakið vegið í hrærivélar, þar sem því er bland- að saman við lög. Uppskriftin að þessum legi er víst leyndarmál, og ætla ég ekki að ljóstra henni upp. Nú, hrærivélarnar skila tó- baksblöndunni í tunnur, sem síðan eru geymdar í sex til sjö mánuði — þetta þarf að gerjast. Að lolk- - nni gerjun er tóbaksblandan orð- in að hörðum kögglum, sem eru malaðir, og er þá neftóbakið til- búið. — Ert þú sáttur við lifið? — Þótt búskapur minn yrði gloppóttur og oftast heldur lítill, bæði v°gna slæmrar aðstöðu og heilsulc., sis, sem þjáði konu mína í rnörg ár, þá -hefur hugurinn alltaf verið bundinn við sveitina. Og verður það til æviloka. Ég hafði í upphafi tekið þá föstu ákvörðun, að í sveitinni og við bú- skapinn vildi ég hasla mér vöH, þótt það hafi allt orðið í smœrri stíl heldur en ég hef kannski hugs að mér 1 æsku minni. Ég eignaðist góða konu og góð og myndarleg börn, svo að frá því sjónarmiði hef ég verið hamingjumaður. Af þeim tíma, sem ég hef verið í Reykjavik, hef ég lítið að segja. Allt fólk, sem ég hef kynnzt, bæði hér í Reykjavík og í sveitinni, hef- ur verið gott fólk, og um það á ég góðar endurminningar. Eg er þess vegna sáttur við allt og alla. Már. bverárrétt í Vesturhópi — enn í dag hafa réttirnar mikið seiðmagn. 302 T f M I N N — SUNNUDAGSB t

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.