Tíminn Sunnudagsblað - 19.04.1970, Blaðsíða 19

Tíminn Sunnudagsblað - 19.04.1970, Blaðsíða 19
f&ir staðir hafa í þessu tilliti verið fytrr á ferð en Kópasker. Eins má enn geta í sanigöngu málum, sem var þýðingarmikið fytrir hóraðið. Það var flug til Kópa- skers. Náttúran laigði til völlinn að mestu, en kaupfélagið bafði byggt upp gistihússrekstar, sem mjög var rómaður og nauðsynlegur í þessu sambandi. Síðan voru braut ir lagðar tii vetrarflugs í stað vall- arins, sem þá fóir 1 kaf. Geirði þetta öll ferðalög þægEegri og umsvifa minni og þokaði héraðinu fjær ein- angrun og umkomuleysi. Stækikun og endurbygging slát urhúss og frystihúss hefur reynzt mjög þýðingarmikil og affara sæl fyrÍT félagið. Er þarna um að ræða eitt bezta sláturhús á land inu, þar sem vörugæði eru betur tryggð en viðast annars staðar. Gefur að skilja hvers virði það er í jafnstóru og miklu fjárræktar héraði. Jafnframt var byrjað að vinna ú.r vissum tegundum slátur afurða, sem gaf sæmilega raun. Frystihólfum var einnig komið upp til afnota fyrir félagsmenn og því að vonum fagnað af öilum. En geta þarf þess, að í fram kvæmdir slíkar sem þessar var ekki ráðizt fyrr en stjórn og aðal- fundur höfðu fjallað þar um áður, stunduim einnig deildarfundir. Fviiinkvæði gátu komið frá ýms um þessara aðila, auk kaupfélags- stjóra, en aðalatriði, að heppileg ust ieið væri valin. Auk starfs nianna hafa kaunfélagsstjórar nán- ast samstarf við stjórn og þá ekki sízt stjórnarformenn, en þeir voru á bessu tímatoili Þorsteinn Þor st.einsson á Daðastöðum og Pétur Siggeirsson frá Oddsstöðum. Báð ir aðhylltust þeir heils hugar sam v nr.ustefnu, voru miiklir hug- siónamenn, ágæt.Iega vel máli farn ir og nutu aimennra vinsælda. Forysta þeirra, og ýmissa annarra góðra mauna i stjórn, var félaginu núkilsverð. En það. sem reyndist þó traustast alls, var samstaða almönniugs um féiagsskapinn og skilningur hans á, að hverjum ber að standa við skuldtoindingar sínar, eí vel á að fara. Á fyrstu árum kaupfélagsins voru aðalfundir oft haldnir í Skóg um í Öxarfirði. Va-r þar húsrými einna bezt og höfðingdómur mikill til að veita mörgu fólki viðtöku. Fundir stóðu gjarnan tvo daga og kvöldum varið til almenns fundar- T í M 1 N N — SUNNUDAGSBLAÐ halds o-g skemnitana-r. Flyk'ktist þá ekki sízt ungt fólk að. Rætt var ýmislegt, er gæti orðið lyftistöng andlegu lífi og menningu innan héraðs. í þessum sveitam hafði Guðmundur Hjaltason rekið skóla sinn og haft vekjandi áhrif á hugi margra æskumanna. Menn fundu, að vor var í lofti, kaupfélagsskap urinn var eitt af táknum þess. Og fundir félagsins hafa oft síðan reynt að hafa einhver efni til skemmtunar og upplyftingar fyrir þá, sem komu þar saman. Og með starfi m-enningarsjóðs og þeirra samkoma, sem' hann stóð að, var reynt að halda við þessum þætti, auka hann og styrkja til uppbyggingar og skemmtunar fyrir héraðið í heild. Á aðalfundi 1927 var því hreyft af Jóni Gauta, að félagið gengist fyrir stofnun bókafélags um erlendar bækur. Var því ágæt- I_ega tekið, og tók Jón læknir Árnason að sér að annast um bóka vörzlu og bókakaup. Það hafði hann á hendi fyrstu árin. Síðan annaðist undirritaður bókaval. Félagar urðu um sjötíu, og hélzt sú tala um skeið, og kaup- félagið veitti árlegan styrk. Gjald keri frá öndverðu var HeLgi í Leir höfn. Er nýja verzlunarhúsið var reist, var bókasafninu fenginn þar staður og starfsmaður frá félaginu annaðist afgreiðslu. Án þess að heimila þeirra feðga, Björns og Þórhalls, sé að nokkru getið. verður lífsstarf þeirra hvorki skýrt né skilið. Þar var sá bakhjarl, er þeir áttu traustan og öruggan, á hverju sem gekk. Konur beggja voru í fremstu róð að öllum myndarskap, dugnaði og hússtjórn, góðvild þeirra í garð annarra var einstök og gestrisni slík. að á betra vaxð ekki kosið. Var hún jöfn við alla, háa sem lága, og fór liver bressari i bragði aftar heim, er á fund þeirra knm. Á báðum stöðum var að vaxa upp álitlegur liópur barna, prúður í framkc nu og foreldrum sinum tii mi'kils >ma. Heiini'li Björns hefuir þarna nokkra - rstöðu. Það var eldra á staðnun: átti þar sín firumbýlings ár við llí ð húsnæði og erfiðar að- stætar. Var konunni sérstakiega mik 11 vandi á höndum oft, er er- iil var mestur, en öllu slíku var mœ:t þannig, að hún óx af og hlaut þegar ást og virðingu allra. Þegar Útskálar risu og þangað var flutt, varð aðstaða öll önnur, en umferð fólks færðist mjög í auk- ana á þessum tímum og mæddi straumur gesta þar ekki sízt á þeim, áður en gistihús var byggt. Sérstakur ljómi mun lengi hvíla yfir báðum þessum heimilum, Út skálum og Sandhólum, í hugum allra vina þeirra fjær og nær — þess jafnan minnzt, hversu ljúft var að njóta þarna gistivináttu og skemmtilegra stunda. Fyrir nokkru sá ég kvikmynd, er sýna átti vöxt og viðgang lítils bæjar í norðanverðri Skandinavíu. Var þar öllu vel fyrir komið, hús einstaklega snotur og verzlunar- hús hin myndariegustu. Sagt var. að hér væri einn þeirra bæja, sem samvinnufélög hefðu mótað og sett svip sinn á. Mér datt í hug Kópasker, svo margt var þar líkt. Án samvinnu hefði aldrei risið þar jafnstórt og nýtízkulegt verzl unarhús sem raun er á, né aðrar þvílíkar bvggingar, sem viðkoma rekstrinum. Einstaklingur, sem þarna heföi sett sig niður og hagn- azt á verzlun, hefði fremur fest fé sitt i arðbærum eignum fjær. Framtíðarbyggingar fyrir verzlun og iðnað í litlum bæ eða þorpi rísa aðeins fyrir mátt samvinnu sjálfra héraðsmanna. Þau íbúðarhús, sem þarna eru og hafa flest verið byggð af ein staklingum, eru nýleg og stíl- brein. Þorpsbragur er góður. og mun íbúatala nú vera rétt innan við eitt hundrað. í fám dráttum hefur verið reynt að bregða upp myndum úr þró unarsögu Kópaskers 1 fimmtíu ár. En hvað framtíðin ber í skauti sínu, veit engin... En vonir standa til, að staðurinn haldi áfrani reisn sinni og aukist og verði til styrkt- •ar héraðinu í heild, standi framar lega í sókn þess tii vaxandi vel megunar og menningar á sem flestum sviðum. ★

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.