Tíminn Sunnudagsblað - 01.11.1970, Blaðsíða 2
A ýmsum nótum
„Allt, „Vísið mér á
, fjall svo hátt,
sem eg ag ^ Sj^j Uim
VÍI . . . " jörð alla, og
fáið mér svo
öflugan . hátal-
ara, að enginn geti komizt hjá
því að heyra raust mína. Það
er allt, sem ég þarf, og lítið er
það, sem ég fer fram á: Eins
og allir aðrir vil ég frið og sátt,
svo að ég geti farið út úr þess-
um skógi, gengið út á veginn,
snúið til borgarinnar og tekið
upp þráðinn, þar sem ég varð
frá að hverfa. Þetta er hróp
mitt: Við skulum snúa við, snúa
við . . “
Þannig komst sænski rithöf-
undurinn Bengt Anderberg að
orði í bók sinni, Kain, fyrir
meira en tveim áratugum, þeg-
ar stjórnmálamenn og hers-
höfðingjar veraldarinnar sátu
við seiðkatlana að magna kalda
stríðið og erja jarðveginn fyrir
Kóreustyrjöldina og skiptingu
veraldarinnar með hatur og
hleypidóma að landamærum.
Þeir, sem þráðu frið á jörðu,
komust ekki upp á fjallið sitt,
og hátalarinn mikli var í hönd
um hinna, sem töluðu raust fall
byssunnar og helsprengjunnar.
En skáld hefur sagt, að nætur
galinn hrósi ætíð sigri á öllum
vígstöðvum. í veröldinni er enn
ung kynslóð, sem syngur: „Allt
sem ég vil, er friður á jörð“.
Drýpur blóð í sögubókum er
, , . ljóma varpað á
af nverjum ejns 0g
fingri Napóleon, Gúst
af Adólf, Vikt-
oríu drottningu,
Bismark. En ferill þess er blóð
ugur, og hver þefckir þá ómælis
kvöl, sem spunnin er í hvern
þráð þeirrar gullnu skiklkju, er
yfir það hefur verið lögð? Við
ættum að temja okfcur að sjá
það gegn um blóðið og tárin,
sem fylltu spor þess. Til hvers
voru herfarir Napóleons? hverj-
ir urðu ávextirnir af landvinn-
ingum Bismarks? Englemdingar
voru að vísu sigursælli til meiri
langframa í ránskap sínum í
fjarlægum heimsálfum. Þar var
sem sé á þá lagzt, er litlum
vörnum fengu við komið. En
hvernig verður sagan um brezka
heimsveldið og nýlendudrottna
þess, þegar hún verður færð í
letur af þeim, sem bjuggu í
skugganum?
Óhugnan- Vígahrappana
■ gömlu sjáum
legur við í spegii sög
ferill unnar. Stjórn-
málamenn sam
tímans sjáum
við í sjónvarp-
inu á kvöldin.
Þar mæla þeir fram brot af
ræðum sínum, fullir hræsni og
fagungala, og þó alandi á fjand-
skap og tortryggni, og fram-
leiðslan sjaldnast fimlegri en
svo, að vel grillir í bakþank-
ana. Þeir tala um frið — ekki
vantar það. En friður er að
minnsta kosti ekki allt, sem þeir
vilja, heldur geta þeir því að-
eins sætt sig við hann, að þeir
geti fleytt rjómann af troginu.
Verkin sýna lika merkin. Hol-
lendingar vildu heldur heyja
vonlaust stríð í Indónesíu, og
hrökklast síðan brott með
smán, eu fara burt með friði
í tæka tíð. Frakkar fóru eins
að í Indókína, en lærðu samt
ekki meira af óförum sínum en
svo, að þeir hegðuðu sér eins í
Alsír. Englendingum fannst
betra að hafa sig á bTott frá
Kýpur og Kenýu eftir blóðugan
ófrið heldur en áður en til
þeirra atburða dró. Og enn
berjast Portúgalar, sem lakast
allra Evrópuþjóða hefur tek-
izt stjórnin heima fyrir, í ný-
lendum sínum — og tapa von-
andi fyrr en síðar.
Fé aðeins Víða er barizt í
r i. ..i heiminum. Blóð
TalT Tll ugastur er val-
víga urinn í Víet-
nam, en tor-
leystust flækj-
an við botn Mið
jarðarhafs. Hvort tveggja ber
vitni um átakanlegan skort á
stjórnvizku þeirra manna, sem
þykjast þó þess umkomnir að
veita heiminum forsjá.
Með þeim fjármunum, sem
Bandaríkjamenn hafa varið til
þess að heyja hina óhugnanlegu,
eða segjum heldur svívirðilegu,
styrjöld í Víetnam, sér til hins
mesta álitshnekkis, hefðu þeir
getað , sér til sóma, hafið
blökkufólkið heima fyrir upp
úr eymd og lægingu og bægt
frá dyrum sínum yfirvofandi
hættu á látlausum átökum við
það. Með því fé, sem farið hef-
ur í súginn í sviptingum Gyð-
inga og Araba, hefði mátt reisa
stórkostlegar sjóeimingarstöðv
ar og rækta svo miklar lendur
á eyðimörkinni, að flóttafólkið
frá Palestínu hefðu verið jafn-
vel eða betur sett en áður.
En peningar liggja ekki á
lausu, þegar rétta þarf hag ein-
hvers, þó að þá skorti ekki til
þess að ausa út drápstækjum og
heyja morðstyrjaldir. Víga-
hrapparnir þenja hátalarann
mikla um allar jarðir, en þeim
er varnað máls, er segja: „Eins
og allir aðrir vil ég frið og
sátt, svo að ég geti farið út úr
þessum skógi, gengið út á veg-
inn og farið til borgarinnar.“
J. H.
tm
TlMINN - SUNNUDAGSBLAÐ