Tíminn Sunnudagsblað - 01.11.1970, Page 8

Tíminn Sunnudagsblað - 01.11.1970, Page 8
Er að skipshlið kom voru þau „stroffuð", sem kallað var, það er gjörðum smeygt undir kviðinn, en bandi brugðið fram fyrii brjóst og aftur fyrir lærin, dregin upp úr bátnum og látin síga niður í lest. Engum lestarútbúnaði man ég eft- ir í þessum skipum, og ekki sýnd- ist mér þetta gott farrými. Fyrir kom, að hrossin slitu sig upp úr bátnum og stukku útbyrðis. Var það að vísu ekki alltaf hættulegt, en það henti, að þau slösuðu sig illa á tollum bátsins og varð þá að skjóta þau, er þau komu upp í fjöru. — Þú fylgdist með útskipun- inni á hrossunum hér í haust og þér finnst líklega mikill munur á aðstöðu og aðbúnaði? — Já, hann er mikill. Þarna voru hrossin bara rekin um borð og inn í stíur. Það ætti að fara ólíkt betur um þau þannig en áð- ur, þótt mér sýndist þetta skip vera hálfgerður smádallur. Ég tók einnig eftir því, sem ég hef reynd- ar oft orðið vitni að áður, að mik- ill munur var á því, hvernig menn fóru að hrossunum. Sumir gældu við þau og sýndu þeim a&ins alúð og nærgætni, eins og eitt sæmir gagnvart lifandi verum. Aðrir hrintu þeim og spörkuðu í þau. Það átti víst að bera vott um einhvers konar dugnað. En þess háttar „dugnaður' er ekki góð mannlýsing. — Úr því að tal okkar hefur nú borizt að hestum, Guðmundur, þá kemur það í hugann, að þú hefur lengi átt hesta og kunnað vel með þá að fara. — Já, ég hef nú átt hesta að staðaldri í ein fjörutíu eða fimm- tíu ár og er náttúrlega búinn að eiga þá nokfcuð marga um dag- ana. Um hæfileika mína til að meðhöndla þá rétt má sjálfsagt deila. Auðvitað má segja, að ég hafi aidrei neitt haft með hesta að gera. En hesturinn er falleg skepna, göfugur og góður félagi, og hefur verið mér til mikils ynd- isauka. Ég á tvo núna og hef sanrn ast sagna verið að hugsa um að lóga þeim báðum, því að ég sel þelzt ekki hesta. Sennilega dregst það þó, að ég fargi þeim, því að sjálifsagf myndi ég kunna illa við mig hestlaus. Annars er nokkuð dýrt að eiga hér hest, kostnaður aldrei undir sjö eða átta þúsund krónum á ári, ef allt er reiknað. Jónas á Völlum hefur verið mín hjálparhella með þessa hestaeign. Hjá honum hef ég fengið hey og aldrei þurft að borga fyrr en mér hentaði. Það eru góð kjör. Og við höldum áfram að tala um hesta, enda eru þeir Guð- mundi kært umræðuefni. — Ég held, að íslenzka hestin- um hafi allavega farið fram á síð- ustu árum, segir hann. Kemur þar auðvilað ýmislegt til. Tíðarfar hefur til dæmis verið miklu betra síðast liðin fjörutíu ár en lengi áður, og meðferð á hrossum yfir- leitt hefur þar að auki batnað. Á kappreiðum og hestamótum hefur það sýnt sig, að hestinum er að fara fram. Ég hef ekki séð betur ríðandi jafnstóran hóp manna og á Hólamótinu. Auðvitað er alltaf eitthvað af hestum í slíkum hópi, sem skemmir heildarmyndina, en það breytir ekki hinu. Hestar hafa alltaf verið og verða misjafnir. Áður fyrr var til færra af góðum hestum og því bar meira á þeim. Nú eru þeir jafnari. Stundum heyrist sagt, að hestar séu í aftur- för vegna notkunarleysis. Slifct kann að vera tii, en þó er þetta vafasöm kenning. Ofnotkun er hættuleg. Við hana tapar hestur- inn mýkt og öðrum kostum. Það er nauðsynlegt að hreyfa hann, en sjálf notkunin verður að vera í hófi. — Svo við förum nú snöggvast af baki, Guðmundur: Þú hefur lengi fengizt við smíðar, einkum húsabyggingar. Hjá hverjum lærð- ir þú iðnina? — Ég er nú ekki iðnlæröur í þeim skilningi, sem nú er lagður í það orð. Mætti því sjálfsagt, þess vegna, telja mig í fúskaraflokkn- um. En ég vann við smíðar hjá Páli heitnum Jónssyni í fjóra vet- ur og náttúrlega kauplaust. Síðar vann ég svo hjá honum, bæði hér á Sauðárkróki og Siglufirði, og þá að sjálfsögðu fyrir kaupi. í þá daga var um engan iðnskóla að ræða og raunar lítið lagt upp úr þess konar námi fyrir iðnaðar- menn, því var nú verr. Húsbygg- ingar þá voru líka með öðrum hætti en nú. Hugsað var fyrst og fremst um að gera húsin þannig úr garði, að unnt væri að flytja inn í þau og að þau væru þá eitt- hvað vistlegri mannabústaðir en torfkofarnir. Flestir voru fátækir, en urðu þó að kosta þessar bygg- ingar sjálfir. Þá var ekki hægt að 848 TlMINN - SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.