Tíminn Sunnudagsblað - 01.11.1970, Blaðsíða 13

Tíminn Sunnudagsblað - 01.11.1970, Blaðsíða 13
ur við Kársnesbraut i Kópavogi, þar sem nú er Málning h.f. Þetta var heilmikil starfsemi. Ég held, að við höfum verið ein tíu, sem unnum þar, þegar flest var. — Leirkerasmíð, auðvitað? — Já. Og við vorum talsvert hugmyndarí'k. Til dæmis reyndum við ýmsar gerðir af íslenzkum leir og nutum þar góðrar leiðsagnar íslenzkra jarðfræðinga. Einkuin var Tómas heitinn Tryggvason oikkur einkar hjálplegur og taldi hvorki eftir sér tíma né fyrirhöfn til þess að greiða götu okkar. Svo urðu tímarnir erfiðari. Við seldum húsið við Kársnesbrautina og drógum saman seglin. Þá fór ég aftur til Svíþjóðai og fékk vinnu við Uppsala Ekeby, sem er geysistórt fydrtæki og framleiðir keramik á mjög breiðum grund- velii. — Varstu lengi þar? — Ég var þar eitt ár, en kom þá heim, staðráðinn í því að sækja fjölskyldu mína og setjast að í Svíþjóð. Af því varð þó ekki. Þá hafði rofað nokkuð til hér heima, og mér sýndust vera að opnast möguleikar fyrir keramikfram- ieiðslu á íslandi. Næsta ár vann ég að undirbúningi sýningar á keramik og höggmyndum. Sú sýn- ing var haldin í sýningarsal Regn- bogans að Bankastræti 7 vorið 1956. Árið 1957 stofnaði ég svo Glit h.f. Þar hélt ég áfram með þá hugmynd, sem ég áður hafði feng- ið. að hafa hraun með leir. Þetta hafði enginn áður reynt, að blanda ísienzku hrauni saman við leirinn, en nú er þetta orðið alþekkt fyrir löngu og búið að vinna sér viður- kenningu. — Þar hefur þú verið að opna nýja leið? — Já. Með hraunleirnum opn- uðust margir möguleikar, sem áð- ur voru óþekktir, til dæmis í sam- bandi við stórar veggskreytingar. Þú hefur gert mi'kið að vegg- skreytingum, er það ekki? — Jú, nOkkrar. Það var víst ár- ið 1965, sem ég gerði fyrst stóra veggskreytingu. Var það í anddyri féiiaigsheimilisins í Ytri-Niarðvík. Sú mynd er tuttugu fermen'ar að stærð, eða nánar tiltekið 2.80 £ hæð og sjö á lengd. — Varstu ekki lengi með svo stért verk? — Jú. Það var víst um það bil hálft ár. Um svipað leyti var ég með í smíðum myndir, sem ég gerði fyrir Hótel Holt. Síðar gerði ég tvær stórar myndir í Miðbæ við Háaleitisbraut. Eru þær felld- ar þar inn í báða hliðarveggi á af- greiðslusal. — Á meðan öllu þessu fer fram, ert þú þá meðeigandi að Gliti? — Ég var það til ársins 1967. Þá seldi ég hlut minn í Gliti og hætti þar störfum til þess að geta farið mínar eigin leiðir í myndlist. — Hvað var það, sem þú hafðir einkum áhuga á? — Ég hafði frá upphafi vega haft mikinn áhuga á sjálfri mynd- listinni. (Keramik er nánast list- iðn). Jafnframt námi hjá Guð- mundi frá Miðdal hafði ég stund- að teiknimám í Handíðaskólanum, og þegar til Gautaborgar kom, var ég fyrst jafnframt nemandi í högg- myndadeild og síðar tók ég högg- myndirnar sem aðalnámsgrein. Þegar ég kom svo til íslands árið 1947, héf ég nám í Myndlistar- skólanum í Reykjavík hjá Ás- mundi Sveinssyni. Og þar var ég við nám, þangað til ég fór til Sví- þjéðar öðru sinni. Þegar ég var i Uppsölum, var ég við nám hjá myndhöggvaranum Brör Hjört. Þegar ég svo gat farið að vinna sjálfstætt og halda eigin sýningar, gafst mér tækifæri til þess að gera meira af hreinum myndlistarverk- um en áður, svo sem eins og þær lágmyndir, sem við höfum verið að taia um og að vísu margar aðrar. — Hvenær byrjaðir þú að kenna hér við Myndlistarskólarin? — Um sama leyti og ég hætti í Gliti tók ég við kennslu í mynd- mótunardeild Myndlistarskól- ans. Hafði Ásmundur Sveinsson kennt þar um langt árabil, en var nú að hætta fyrir aldurs sakir. Það var einmitt um þetta sama leyti, sem ég fór að taka þátt í samsýningum myndlistarmanna hér, og við tókum okkur saman um að hrinda í framkvæmd hug- mynd Ásmundar Sveinssonar um úti-höggmyndasýningu á Skóla- vörðuholti sumarið 1967. Auðvitað var þetta af vanefnum gert í upp- hafi. Þátttakendur í sýningunni voru fáir, og ekkert hafði verið fyrir sýningaravæðið gert. Smám saman breyttist þetta. Þátttakend- um fjölgaði, neykjavíkurborg að- stoðaði ok'kur við að laga sýning- I T t M I N N — SUNNUIMOSBLAÐ 853

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.