Tíminn Sunnudagsblað - 01.11.1970, Síða 14
arsvæðið, og nú er svo komið, að
þetta hefur verið árviss atburður,
sem notið hefur sívaxandi vin-
sælda. Var til dæmis einn liður í
listahátíð í Reykjavík.
— Þið ætlið þá auðvitað að
halda þessu áfram?
— Nú er svo ráð fyrir gert, að
við hvílum okkur næsta ár, en
komum síðar með margföldum
krafti undir bert loft sumarið
1972. Upphaflega var hugmynd ,
okkar með þessu sú, að efla högg-
myndalist sem útilist á íslandi En
það var mikil vinna að gera mynd-
ir svo stórar, og úr því efni, sem
þolir íslenzka veðráttu Við ótt-
umst, að þreyta geri vart við sig
hjá listamönnunum, og því viljum
við hvíla okkur í eitt ár
— Halda ekki íslenzkii mynd-
listarmenn sambandi við starfs-
bræður sína í öðrum löndum?
— Jú. Síðast liðið vor var ég
fulltrúi íslands á fundi Norræna
listabandalagsins í Osló Það var
þriggja daga samkoma.
— Þar hafa mörg mái verið til
umræðu? ;
— Já. já. Meðal þeirra mála, ;
sem þar voru rædd, var stóra nor-
ræna myndlistarsýningin, sem
halda á í Reykjavík 1971. í leið-
inni notaði ég tækifærið til þess
að skoða myndlist og að kynnast
forystumönnum félagsskapar
myndhöggvara í Osló. Þar gat ég
komið á framfæri áhugamáli okk-
ar, íslenzkra myndhöggvara: Nán-
ari tengslum og samskiptum við !
kollega okkar í Skandinavíu. Fyrsti
þáttur slíks samstarfs myndi verða
skipti á íslenzkum og norskum
myndhöggvurum, þannig að þeir
gætu fengið vinnustofu, bústað og
sýningarsal gagnkvæmt hvorir í
annars landi.
— Það virðist vel til fundið En
má ég nokkuð spyrja um viðhorf j
þín til myndlistar almennt? j
— Ég er realisti og kannski ji
næstum natúralisti. Þetta hafur að
vísu ekki átt upp á pallborðið nú
um sinn, en margt bendir til þess,
að einhvers konar realismi sé aft-
ur að verða áberandi í heimslist-
inni. Þessir framúrstefnustílar
hafa óneitanlega stækkað vettvang
myndlistarinnar. Mín skoðun er
þó sú, að þeir, út af fyrir sig,
hafi ek'ki skapað snillinga. Aftur
á móti hafa snillingar skapað þá.
Og snillingar geta leyft sér
hvaða stíl sem er. VS.
JÓNAS E. SVAFÁR:
Hrafnaþing
að hafa yfir höfði sér hlutlausa
hrafna hljóðvarp og sjónvarp
að brjótast til vits og ára
með þórshamri og mánasigð
að hneigja sig djúpt í gengislækkun
fyrir verðbólgu hafmeyjanna
að sjá í gegnum fingur við fálkann
og hafa fjárfestinguna í hendi sér.
854
T f M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ