Tíminn Sunnudagsblað - 01.11.1970, Síða 21

Tíminn Sunnudagsblað - 01.11.1970, Síða 21
Hames stuttí Afríkumanna, sem unnu á búi föð- ur hans, hollenzks trúboða, er borizt hafði til Suður-Afríku. Á unglingsaldri hafði hann verið sendur til frænku sinnar í borg- inni, svo að hann gæti gengið í skóla með hvítum jafnöldrum sín- um. Hann talaði ýms Afríkumál, og seinna gekk hann í Flokkinn, þar sem honum var kennt, að Svertingjar væru siðlaus undir- málslýður, og hann, hinn hvíti maður, væri sjálfkjörinn herra þessa svarta fólks. Hann var nám- fús, og það veitti honum þá arð- gæfu verðleika, sem opnuðu hon- um leið að þessu embætti. ..Nú, mósalí — hvar er barns- faðirinn?" spurði hann umsvifa- laust. „Ég veit það ekki, baa<s“. „Hvar hittuzt þið?“ „í blökkumannahverfinu, baas“. Hún mundi glöggt þetta kvöld, þegar hann tók hana, þar sem hún hallaði sér upp að járnplötunum í kofaveggnum heima hjá henni. .Hún hafði aldrei þorað að segja frá því. „Hvenær hittuzt þið?‘ „Fyrir um það bil átta mánuð- um'. „Heimili og atvinna?1 Þögn. Hún byrjaði að stama, en þagnaði svo á ný. Svo andvarp- aði hún. og það hrundu tár niður Mnnarnar. „Hvar á mannskrattinn heima?“ spurði hann með hollenzkum hreim. „Ég veit það ekki, baas — hann sagði mér það e<kki. Hann sagðist bara ætla að koma aftur. En hann kom ekki oft, og þegar ég sagði honum, að ég væri vanfær, hætti hann alveg að koma“. „Bíðum nú við, mósalí“, sagði hann hvasst. „Ég er ekki hér til þess að láta leika með mig. Þú vilt ekki segja það, sem ég vil viita, og þá átt þú ekki neitt er- indi hingað“. „Baas, ég bið — og. . .“ stam- ®ði hún í örvæntingu. „Látið •tjórnina yðar hjálpa mér að eiga barnið“. „Hver á það?“ Hann glennti upp augun. „Hver er faðir að þessu barni?“ Þessari spurningu hafði Sara lengi kviðið. Hún hafði alltaf ótt- azt þá stund, er hún yrði spurð um faðerni barnsins. Hún vissi ekki sitt rjúkandi ráð. En nú var barið að dyrum og inn Hannes stutti var einn hinna frægari flakkara síðari hluta 19. aldar. Hann var kraftamaður, frár á fæti, sívalur og saman- rekinn. Mest var hann á ferð um Vesturland. Hann orti og lét sikrifa upp eftir sér skáld- skapinn. Á Hlíðartúni í Miðdölum féll skriða á bæinn og fórst þar flest heimilisfólkið. Sagt var, að þar hefði verið peninga- kistill mikill geymdur, en hann fannst aldrei í rústunum. Þá orti Hannes: Gróðaskarpur geð með stirt goggar í fituristilinn. Hver mun garpur hafa hirt á Hlíðartúni kistilinn? Einar skáld á Harrastöðum heyrði þessa vísu og orti: Hannes missti nróður sinn, hags við listann kennda, hans því kistilshugmyndin hljóp á ristilsenda. kom hávaxinn, myndarlegur mað- ur með fangið fullt af skýrslum og eyðublöðum. Hárið var jarpt og au'gun brún, og það lá við, að hann væri móður. Hann ætlaði að spyrja feita manninn einhvers. en svo varð honum litið á Söru. Hún sá, að honum fipaðist, er augu þeirra mættust. Feiti maðurinn leit hirðuleysislega á þau til skipt- ist og játaði spurningu komu- manns. Svo spurði hann um leið og maðurinn gerði sig liklegan til þess að fara: „Hvernig líkar þér, Janni, um- skiptin að komast hingað úr skitnum og fýlunni hjá glæpa- hyskinu í blökkumannahverf- inu?“ »Ég er því auðvitað feginn“, svaraði hann. Um leið og hann hallaði aftur hurðinni heyrði hann, að feiti mað urinn spurði Söru enn einu sinni, hver væri faðir barnsins. sem hún gekk með. „Það er leiðinlegt við ykkur, Við brúðkaup orti Hannes: Brúðkaupsdagur DagS kom þá, dúði fagur skrúði. Snúðhlaupshagur hjakkar á hrúðurmaga Þrúði. í vondu veðri orti Hannes: Held ég varla haugfært sé, hroðaleg er tíðin. Þá botnaði húsfreyja: Taktu þér dall og húktu í hlé, Hannes karlinn skjálfandi Um séra Jakob Guðmundsson á Sauðafelli orti Hannes: Séra Jakob herra hresst hefur Sauðafellið Gerir akra blómgan bezt, býtir rauða pelli. Við lát séra Jakobs orti hann: Jakob prestur bjóst á beð bana festur slagi Hníga mestur manna réð. málmalestir frægi þessar blökkustelpur, að þið getið ekki hamið í vkkur lostann" bætti hann við „Þið eigið krakka eins og þið væruð kanínur og svo komið þið hlaupandi hingað og heimtið styrk“ Janni nam staðar fyrir utan og lézt vera að fletta sikýrslunum. „Ríkisstjórnin eys í vkkur pen- ingum. sem hún ætti að nota til einhvers skárra Herinn vantar alltaf vopn. svo að hann geti var- ið landið fyrir þessum rauðn vin- um ykkar, Maú-maú-hyskinu til dæmis, sem segist ætla að koll- varpa okkur. Er ekki illtaf straum urinn frá ykkur til Kina og Rúss- lands til þess að læra skæruhern- að, og svo ætla þessir piltar að koma heim iftur og drepa okk- ur? Og ofai í kaupið kemur þú hingað og heiTitar peninga. af því að þú ætlar jð koma i heiminn enn einum svörtum borpara. sem situr einhverr tíma um að drepa okkur. Þið rffivndið ykkur ef til vill, að þið i? tið hrakið okkur úr T í M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 861

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.