Tíminn Sunnudagsblað - 07.03.1971, Blaðsíða 4
«6nas Jónsson, sem hóf upp raust sína f Sk'mfjxa og
sagði: „Þeir, sem vinna á sjó og landi, hva'ó sem
verkið heitir og hvað sem líður auðlegð þeirra — þeir
eru þær sönnu stoðir þjóðféiagsins".
Mmnfélagsstoðir,
heilsuhæli á
benmgrí og fram-
fara-guðfræði
VII.
Árið 1911 voru irngmennaféTög-
in á sigurföx um landið, og ung-
mennafélagsboðskapurinn hafði
hrifið hugi margra. Skinfaxi var
tímarit ungmennafélaganna og
rödd hins nýja tíma. Sú rödd var
voldug, en fékk þó nýian hljóm
eimmitt þetta ár.
Þingeyingurinn ungi, sem var á
Göngu-Hrólfshátíðinni í Rúðuborg,
ásamt þeim Skúla Thoroddsen og
Guðmundi Finnbogasyni, hafði ver-
ið erlendis við nokkuð frjálsiegt
nám um árabil og hin síðustu
misseri aukakennári í Kennara
S'kólainum, er þar var lægst kenn-
arastaða. Nú gerðist hann ritstjóri
Skinfaxa. Þúsundir manna urðu að
au'gum og eyrum, er gxeinar hans
tóku að birtast:
„Loksins komu betri tímar. AIT-
ir íslendingar fundu kvölina, nið-
urlæginguna og sársauka. Sumir
skildu líka, af hvexju meinið staf-
aði og hafa síðan unnið að því að
bæta það. Ungmennafélagax eru í
þeim hópi. Þvi hvað eru félögin
annað en nejrðaró]j gáfaðrar, en
þjáðrar alþýðu — hróp, að nú hafi
verið beðið nógu lengi. nógu marg-
ar aldir, árangurslaust, vonandi
eftir hjálp frá öðrum — yfirlýs-
ing um, að nú vilji hún hjálpa sér
sjálf og skeyti engu um bölbænir
og spott þeirra, sem byggja upp-
hefð sina á niðurlægingu hennar?
. . . Eigum við að útbreiða fjár-
glæfra- og kjötkatlapóltík? Nei,
sízt af öllu. Starfssvið okkar
er langt frá vígvelli svefn-
göngumannanna. Við eigum heima
aTls stáðar þar, sem „lítið
lautarblóm langar til að gróa“
— alls staðar þar, sem fs-
lendingur berst við að auka sér
manndóm og þroska. Því að við
vitum, að það er satt, sem Goethe
sagði: ,,Þar sem góður maður geng-
ur, þar er vígður staður“.
. . . Hvar er þá hjálp okka-r?
í reynslunni. At'hugum þá þætti
þjóðlífsins íslenzka, sem eru sterk-
ir og góðir — athugum, hvernig
og hvers vegna þeir urðu sterkir.
Bætum við þá reynslu annarra
þjóða — það, sem beztu menn
þeirra hafa fundið, að eflir og full-
komnar manninn. Bræðum það
bezta úr reynslu sjálfra okkar og
annarra í deiglu ósjúkrar dóm-
greindar, og þá finnum við, hvar
liggur vegur ungmennafélaganna.
En við erum dreifðir. Há fjöll,
miklar vegálengdir og breiðar ár
skilja okkur að. Aðeins einn kem-
ur til okkar allra. Það er Skinfaxi.
Hann er tunga ofckar og boðberi.
Hann flytur út um alla daii og all-
ar strendur, það sem við hugsum
og áformum, sjálfum okkur og
þjóðinni til gagns og heilla“.
Þetta var sköruTeg rödd — mátt-
ur og brýning í hverju orði. Og
Fyrir sextíu árum
196
1 I M 1 N N
SUNNUDAGSBLAÐ