Tíminn Sunnudagsblað - 07.03.1971, Síða 11

Tíminn Sunnudagsblað - 07.03.1971, Síða 11
Þórshafnar á Langanesi, væri þetta eins konar nauðlending á Fljóts- dalshéraði. En þótt af veizlufagn- aði yrði ekki að þessu sinni, sagði Snæþór, að Ausfcu r-S k a ftfelling- um myndi öllum verða séð fyrir gistingu á bændabýlum á Fljóts- dalshéraði. Að lokum afhenti Snæ- þór formanni búnaðarsambands okkar, Steinþóri á Hala, barrviðar- hríslu að gjöf sem vináttuvott frá Búnaðarsambandi Austurlands, jafnframt því sem hann kvað hrisl- una eiga að minna ferðafól'kið á, að Hallormsstaðaskógur væri til. Steinþór á Hala þakkaði gjöfina og árnaði Búnaðarsambandi Aust- urlands heilla, jafnhliða því sem hann minntist þess, að við værum tengdir Búnaðarsambandi Ausfcur- lands gömlum vináttuböndum, þar sem við hefðum verið félagar í því allt frá upphafi þess, þar til oikkar búnaðarsamband var stofnað. Að loknum ávörpum í Lagarási var fólki dreift til gistingar báðum megin Lagarfljóts, og nokkrir ferða- félagarnir munu hafa tekið gist- ingu allt norður í Skjöldólfsstöð- um á Jökuldal, þar á meðal aldurs- forseti fararinnar, Sigurður á Stafafelli, sem hafði sikilið Elli kerlingu eftir heima. Ekki verður beinlínis sagt, að vænlega horfði fyrir mér þetta kvöld, þegar Alli á Húsaví'k var að t-fna fólkið út úr bífunum og vísa því á gististaðina út frá þjóð- brautinni, því að síðustu vorum við ein orðin eftir, ég og ein ógift frú úr nágrenni mínu, og börðumst jöfnum höndum við von og ótta út af því, að við kynnum bráðlega að verða leidd til einnar sængur í ókunnu byggðarlagi. En brátt leysti Alli vandann og vísaði frúnni út á hliðargöfcu, en ók áfram með mig. Seinna trúði hann mér fyrir því, að þetta hefði verið mesta glappa- skotið, sem hann gerði i ferðinni, því sér hefði ekki hugkvæmzt fyrr en um seinan að vísa mér út á hliðargötuna, en að aka áfram með frúna. En þetta glappaskot gleymdist þó brátt, því að við Alli hlutum ágæta gistingu hjá hjónunum Mar gréti Þórðardóttur og Jóni Páls- syni að Teigabóli í Fellum, snotru nýbýli, byggðu úr Skeggjastaða- landi. II. Að morgni þj'óðhátiðardagsins, 17. júní. voru Austur-Skaftfelling- ar aftur saman komnir í Lagarási og lofuðu hástöfum höfðinglegar móttöikur Héraðsbúa, enda allir vel hressir og endurnærðir. Þó vitnað- ist, að sumir höfðu haft stuttan svefntíma, því að víða hafði verið seint gengið til náða á Fljótsdals héraði aðfaranótt 17. júní og sum- ir höfðu fagnað sólaruppkomu á efstu brún Fjarðarheiðar, áður en að gengið var til rekkju. Um klukkan tíu voru vinir og gestgjafar kvaddir og ekið af stað norður eftir Fellum og Hróars- tungu og ferðaíélagar, sem þar höfðu leitað gistingar, hirtir með fram vegum. Veður var jafndá- samlegt og daginn áður, en víða blasti við ömurleg sjón af völdum kals í túnum. Er ekið var norður eftir Hróarstungunni, voru upp rifjaðar minningar um íslenzkasta alþýðuskáld islendinga, Pál Ólafs- son, en hann bjó lengi vel stórbúi að Hallfreðarstöðum í Tungu. Nú þyrla þau ekki lengur ryki úr reiðgötu, Langi-Brúnn frá Taðhóli í Nesjum og Stjarna, góðhesfcar Páls. Nú er „gamli Guðmundur“ löngu dauður og aefur værum svefni í garðinum í Kirkjubæ. Strá- ið úr skó Ragnheiðar fyrirfinnst ekki lengur, og sólskríkjan, sem sendi Austur-Skaftfellingum dill- andi hljómkviðu þennan sólríka dag, sem við ókum norðar Tun.g- una, er vafalaust hundraðasti af- komandi þeirrar sólskríkju, sem hló við sínum hjaitans vini á Hall- freðarstöðum áður fyrr. Fmmhald á 214. siðu T í 1V1 I N N - SUNNUDAGSBLAÐ 203

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.