Tíminn Sunnudagsblað - 07.03.1971, Síða 6

Tíminn Sunnudagsblað - 07.03.1971, Síða 6
verri kjör he'ldur en stórglæpa- menn í fangelsum. Hvernig lítur þá lestin út? Þang- að er hrúgað vörum og farangri, stundum líka hestum, innan um fólkið. Á báðum gólfuim lestarinn- ar er rúm við rúm og stundum pokar og koffort á milli. Venju- lega eru gólfin forug, og vex það, sem von er, þegar mánnfjöldinn kemur. í rúmunum er fólk á öll- um aldri, ungir menn og gamlir, konur og börn. . . Milli hafna er nær byrgt hleðsluop efri Iestar- innar. Leggur þá daufa birtu um lestina af skriðljósinu yfir tvö til þrjú hundruð andlit á gólfinu inn- an um kassana. Kvenfólkið og börn in sjóveik selja upp út yfir koff- ortin, því að enginm viðbúnaður er við slíku frá hendi skipstjórnar- innar. Hér og þar sitja karknenn uppi og reykja, drekka eða spila um pemimga. Blandast allt saman í rauðri ljósglætunni: Reykurinn, brennivínsþefurinn, uppsöluguf- an og óloftið úr rökum, óhreinum veggjunum. Og svo er á aðra hönd grátur barnanna, vein veikra kvenna og formælingar og ölæðis- óp sumra karlmannanma, sem finna sársaukann og meyðina, finma að þeir búa þarna við ómannleg kjör, en kunna engin ráð betri til að létta af neyðinni en deyfa hana með sterkum nautnum og stórum orðum. Ekkert vatn er í lestinni og eng- in þjómusta af skipsmönnum, nema þegar aumingjarnir voga sér á forboðna bletti á þilfarinu eða stjórnpallinum, og dönsku skips- mennirnir reka þá niður með harðri hendi og illyrðum. Ekkert sýnir gleggra, að við höfum stéttaríg og stéttaþótta og stéttablindni en að leiðandi menn íslands sjá ár eftir ár landa sína, fátæklingana, Leikna svo grátt, heyra skipstjórann húðskamma þá, nefna þá skríl og úrþvætti, án þess að blikna — án þess jafnvel að tala um, að eimmitt þetta atriði, lífskjör íslenzkrar alþýðu, er mesta viðfangsefni þjóðarinmar. ... Þorir nokkur maður að segja, að þau kjör séu góð, og að svona !>eri að fara með menn, af því að þeir lifa a,f að vimna nytjavinmu? . . . Geta efcki þeir, sem þessu ráða, reynt að skilja eins og Lear kon- ungur í ofviðrinu og steypiregnimu, að fátæklingar hafa líka hold og blóð — að þeir finna til og kvelj- ast fjarskalifct og hinir, sem halda, að þeir séu göfugir: Að sörnu öfl lyfta upp og draga niður manninn, hver sem lífsstaða hans er?“ Maðurinn, sem svo kvaddi sér hljóðs í mafni sjálfs sín, ungmenna- félaganna og alþýðu Iandsins, var Jónas frá Hriflu. Og svo fór sem vænta mátti, að hann e’gnaðist fleiri vini og óvini en aðrir menn í landinu. Því að einnig þeir voru furðulega onargir, er fannst óviður- kvæmilegt að tala og skrifa á þenn- an veg. vm Sá, sem áður hafði verið ritstjóri Skinfaxa, hafði einnig víða farið og sitthvað séð, er hann hugði geta komið að haldi hérlendis. Hann var um þessar mundir að prófa litlar straumferjur, sem hann hafði smíð að eða látið smíða — aðra á Hraun- holtslæk, en hina á Elliðaánum. Með þessu vildi hann sýna almenm- ingi, hvernig hugsamlegt væri að koma hamdhægum ferjubúnaði við á stórám, sem emn voru óbrúaðar. Ferjur þessar runnu sjálfkrafa fram og til baka undan straum- þunganum, og lét Helgi tengslin leifca á talsímavír. Ferjunni á Elliðaánum, sem vitanlega var mun stærri en hin, hafði hanm valið stað neðan við neðri fossimn, og blakti hvítbláinm, íslandsfáni umg- miennafélagamna, bæði í skut og stafmi. Sægur fólfcs, um þrjú þús- und manns, flykktist irnn að Elliða- ám — ríðandi, afcandi, hjólandi og gangandi — til þess að sjá undrið, og varð vitaskuld hin mesta þröng á vegunum, því að ekfci voru ís- lendingar beinlínis leifcnir í um- ferðastjórn í þá daga — Þorvaldur GUÐMUNDUR BJÖRNSSON — landlæknirinn, sem sagSi berklaveik. inni og mörgum öðrum meinsemdum stríð á hendur. pólití ekki öðrum til muna freinri í þeirri kúnst. , En veðrið var gott, og fólk fékk að sjá, hvernig ferjufcrílið rann bakka á milli, án þess hún væri af öðru afli dregin en þvi, sem í straumnum bjó. Húu stöðvaðist aldrei, en komst efcki alveg alltaf alla Ieið yfir, því að lýgua var við annan bakkann. Og allir héldu beiim í léttu skapi. Þeir höfðu að mimnsta kosti átt betri dag en fólk- ið í lestunum á Oeres. IX Uppi á Vífilsstöðum gnæfði heilsuhælið nýja og hafði starfað aðeins fáa mánuði. Það þótti miik- Heilsuhælið á Vffilsstöðum, að vísu ekki eins og það var nýreist á berangrinum þar syðra, sem nú er orðinn jafngróðursæll hið næsta þvf og gerist á blómlegum býlum fyrlr austan. i no T f M I IV N — SIINNUTtAGSBt /Vft

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.