Tíminn Sunnudagsblað - 07.03.1971, Page 13

Tíminn Sunnudagsblað - 07.03.1971, Page 13
Ingveldur Björnsdóttir og Gunnar Þórðarson á gullbrúðkaupsdegi sínum. inn örfáum kvíaám. Það þarf ekki mikið hugmyndaflug til þess að láta sér skiljast, að ekki hafi mik- ið mátt út af bera með' heilsufar ungbarna, þegar svona var í pott- inn búið. Frá Gilhaga fluttust foreldrar mínir að Valdasteinsstöðum, en þar höfðu þau aðeins húsmennsku- ábúð. Þó var þar miklu betra að vera en á heiðarbýlinu. Það er ör- skammt þaðan á Borðeyri, og þar var oft hægt að fá nobkra vinnu, einkum vor og haust. Þarna áttum við heima í þrjú ár. Þá gerðust atburðir, sem urðu þess valdandi, að leiðir okkar lágu í Grænumýr- artungu. Og nú er bezt að ég segi þér dálitla sögu. Svo var mál með vexti, að fað- ir minn og Árni Einarsson í Grænumýrartungu voru miklir vin- ir. Nú bar það til að vetrarlagi, að Árni kom til okkar á Teið úr kaup- stað. Ódrukkinn var hann með öllu, en hafði þó brennivínsfleyg lítinn í brjóstvasa sínum, eins og algengt var um bændur á þeim tíma. Þegar Árni for frá okkur, gekk faðir minn a ieið með hjn- um, og teymdi Árni hest sinn sem var ungur og óreyndur. Var Árni þá alltaf við og við að hafa orð á því, að sér fyndist eins og vatn læki niður eftir brjóstinu á scr. Gættu þeir nú að, hvort nokkuð væri að með tappann í fleygnum, en svo var ekki. Nú skilja þeir, og sneri pabbi heim á leið, en Árni sté á bak hesti sínum og hélt áfrarn ferð sinni heim. Daginn ef-tir varð heimafólk hans þess víst, að heim hafði hann ek-ki komið. Undraðist það þá um hann og var þe-gar hafi-n skipuleg leit. Fljótlega fundust þeir báðir, Árni og hestur hans, drukknaðir í síki skammt frá Mehim. Hafði hes-tur- inn, sem var ungur og óreyndur, eins og áður segir, og auk þess ókunnugur á þessum slóðum, farið öriítið skakkt, og það entist þeim báðum til aldurtila. Nú voru ekki aðrir eftir í GTænumýrartungu en ekkjan og sonur þeirra hjónanna. En þau undu þar ekki eftir þetta. Konan fluttist til dóttur sinnar, sem gift var og bjó í Gilhaga, en sonurinn gerðist vinnumaður, eins og þá var títt, og lenti síðar til Reykjavíkur og átti þar heima til dauðadags. Nú var Grænumýrartunga laus, og fal’aðist þá faðir minn eftir ábúð inni og fékk hana. Voru nú for- eldrar mínir loks komnir á þann stað, sem þau þurftu ekki frá að hrek-jast, fyr-r en að þeim vista- s-kiptum kom, sem við öll eigum í vændum, fyrr eða síðar. Ekki vantaði þó, að faðir minn væri að spurður, hvort honum væri ekki illa við að fly-tjast á jörð, þar sem húsbóndinn hafði farizt vo- veifl-ega skömmu áðu-r í blórna lífs- ins — hvort honum dytti ekki í hug, að eftir ky-nni að vera hugur hins burtfarna, þannig að ekki væri alveg „hreint“ á bænum. Faðir minn svaraði því jafn-an til, að svo góðir vinir hefðu þeir verið í lif- anda lífi, hann og Árni í Grænu- mýrartungu, að sízt myndi það verða sér að baga, þótt hug-ur Ánna væri sér nálægur. Enda væru hugsanir góðra manna aldrei neinum til ills, hvort sem þeir væru lífs eða liðnir. Það reyndis-t lík-a svo, að bæði föður mín-um og fólki hans vegnaði vel í Grænu- mýrart-ungu, og han-n þurf-ti ald-rei að sjá eftir því að hafa flutzt þangað. — Ha-nn hefur auðvi-tað strax hafizt handa með um-bætur á jörð inni? — Hann vann alltaf mikið að j-arðrækt og húsabótum. Var það á orði haft, hve alltaf var snyrti- leg-a um garða gen-gið h-já honum, enda var hann hinn mesti hirðu- maður um alla hl-uti. Og svo var hann veðurglög-gur, að ges-tir sótt- ust eftir því að láta hann se-gj-a sér veðurútli-t, áður en þeir lögðu á Holta-vörðuheiði. Þa-ð var e-kki he-l-d- ur dæmalaust, að nágranmar h-ans segðu á sumrin: „Nú er Þórður bú- inn að breiða. Nú þori ég að breiða“. Þau foreldrar mínir voru mjö-g samhent um góða umgeng-ni og alla hluti, sem að búskapmum o-g uppeldi ok-kar barnanna laut svo sem að láta okkur lesa bæ-nir og vers kvölds og morgna, og tel ég mér hafa verið það gott veganesti. En pabbi átti ekki Grænumýrar- tungu. Hún var aðeins hjáleiga frá Melum. Þess má gjarna minnast, að Jón bóndi á Melum, sem enn var á Tífi á búsk-aparárum föður míns, v-ar svo hrifinn af því, hve vel pabbi sat býli sitt, að hann gaf honum eftir þriðjung landskuldar an-nað hvert ár. Voru það þrír gemlinga-r, sem gjalda skyldi í landsfculd ár hvert, en pabbi þurfti ekki að greiða nema tvo annað ár- ið og þrjá hit-t. Þetta sýndi mikla tillitssemi og frjálslyndi, ei-nkum þegar þess er gætt, frá hvaða tím-a Jón á Melum var. Hann var sonur Jóns kammerráðs, og sjáTf-u-r orð- inn aldrað-ur, þegar þetta var, og hættu-r búsk-ap, þótt enm ætti hann jarðir sínar. Þáð varð ekki heldu-r annað séð en blessun fylgdi bú-skap föður míns í Grænumýrartun-gu oig vel væri til hans hugsað af fl-estum, sem til þekktu. Eyjólfur Ijóstollur, sem stundum kom til okkar á flakkd sínu, launaði fyrir sig með stö-ku ei-nni, sem að vísu er ekki mikill skáldskapur, en sýnir þó vel hu-garþel hans til heimilis for- eldra minna. T I M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ 205

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.