Tíminn Sunnudagsblað - 07.03.1971, Blaðsíða 14

Tíminn Sunnudagsblað - 07.03.1971, Blaðsíða 14
Þórður í sinni heppni hár, hann vill guð að stýri. Laðist bæði Iards og sjár iukka að Græ..umýri. Og það var engu líkara en þessi fróma ósk umrenningsins yrði að áhrínsorðum. Styttingin Græna- mýri, sem Eyjólfur notar hér, er eiginlega ekki skáldaleyfi, heldur málvenja. Nafn bæjarins er langt og heldur óþjált, eins og heyra má, enda var hann mjög oft í dag- legu tali kallaður Grænamýri. — Hvenær ferð þú að koma við búskaparsöguna í Grænumýr- artungu? — Faðir minn bjó til ársins 1913, en móðir mín hafði látizt ár- ið 1908. — Tókst þú þá við búinu árið 1913? — Já. Það má víst segja það. Að vísu höfðum við búið í félagi, feðgarnir, seinustu árin, sem faðir minn var við bú. — Keyptir þú jörðina fljótlega eftir að þú byrjaðir sjál'fstæðan búskap? — Ég byrjaði búskapinn sem leiguliði. Þá var fyrir nokkru hætt að greiða landskuldina í kindum, en peningar komnir í staðinn. — Þú hefur auðvitað fljótt haf- izt handa um framkvæmdir? — Það mátti ekki minna vera en ég héldi áfram verki föður míns, svo vel sem hann hafði að unnið allan sinn búskapartíma þarna. Ég keypti jörðina árið 1924, og næstu árin á eHir byggði ég íbúðarhús úr steinsteypu. Því verki var lokið árið 1926. Árið 1930 raflýsti ég með vatnsaflsstöð í bæjarlæknum. Var veitt í hann vatni úr árkvíslum uppi á f jall'i, en þó var þetta ekki nógu öruggt að vetrinum. þegar miklar frosthörk- ur voru. Ég gekk i hjónaband haustið 1916. Kona mín heitir Ingveldur Björnsdóttir og fæddist á Óspaks- stöðum í Hrútafirði 7. maí 1894. Var faðir hennar, Björn Björnsson, síðast bóndi á Fossi. Við. eignuð- umst tvær dætur, Sigríði og Stein- unni, sem báðar eru á l'ífi og er önnur búsett hér í Reykjavík, ný- lega komin suður eftir tveggja ára- tuga búskap í Grænumýrartungu, en hin býr á Saurum í Laxárdal í Dalasýslu, skammt frá Búðardal. Ennfremur ólum við upp tvo drengi, bræðrasyni mína, Þórð Guðmundsson og Björn Svanbergs- son, sem báðir era búsettir hér í Reykjavík. Auk þess dvöldust margir unglingar hjá okkur um langan eða skamman tíma, fiestir skyldir okkur. Eitt vorið fermdust frá okkur fjögur börn, og áttum við aðeins eitt þeirra sjálf. En alls voru það átta börn, sem fermdust frá okk- ur. Hið síðasta þeirra var Frey- steinn Þorbergsson skákmaður. Hann var hjá okkur frá því hann var um það bil átta ára og fram yfir fermingu. Við hjónin vorum bæði mikið gefin fyrir börn, en samt eru nú ástæðurnar til þess að við höfðum ö!l þessi dvalar- börn ekki neitt rómantískar. Syst- ur konu minnar, svo og mágkona mín, átt-u við langvarandi heilsu- leysi að stríða, og þá var auðvitað ekki nema sjáifsagt að létta uncíir, eftir því sem hægt var. — Rakst þú ekki gistihús Grænumýrartungu? — Nei. Ég rak al'drei opinbeit gistihús í þeirri merkingu, sem nú er lögð í það orð. Aftur á móti hafði alltaf verið mikiii gestagang- ur heima hjá mér, frá því ég fyrst man eftir. í gamla daga koinu til okkar vermenn á suðurieið, úr Húnavatns- og Skagafjarðarsýsl- um og jafnvel enn lengra að. Er mér það í barnsminni, þegar þeir komu heim að bænum. oft margir saman og allir með helsmgjapok- ana sína, fulla af fatnaði og mat- vælum. — Helsingjapoka? Hvað er nú það? — Já. Það var strigapoki, sem saumað var fyrir í báða enda. Síð- an var gert gat á miðjan pokann og þar stakk maðurinn höfðinu í gegn, og síðan var borið bæði í bak og fyrir. Þetta hét helsingja poki. Að vísu mun gatið oftast hafa verið haft nær öðrum enda pokans en hinum, og stærri sekk- urinn síðan hafður á bakinu, en hinn minni í fyrir. Ég man alltaf eftir því, þegar þeir voru að taka upp úr mal sínum á morgnana, áður en þeir lögðu á heiðina. Það sat í vitunum á manni römm hangikjötslyktin, löngu eftir að þeir voru farnir. Þegar þeir komu að sunnnan á vorin, var annar svipur yfir þeim. Þá voru þeir oftast þreyttir eftír gönguna yfir Holtavörðuheiði og venjulega slæptir og eftir sig eftir vertíðina. Ég tala nú ekki um, ef þeir höfðu haldið rækilega upp á vertíðarlokin í Reykjavík, áður en þeir lögðu af stað heim á leið. Annar flokkur ferðafólks var kaupafólkið að sunnan. Það kom venjulega ríðandi, oftast einhesta, og gisti sjaldan. Fékk þá gjarna að liggja í hlöðu, eða öðru úthýsi, ef eitthvað var að veðri og nótt fór áð. Mest var þetta kvenfólk og unglingar, en oft fullorðnir menn, einn eða fleiri, með til halds og trausts, ef eitthvað bæri útaf á ferðalaginu. Um það leyti, sem ég byrjaði búskap, mátti heita, að þessar tvær tegundir ferðafólks væru alger- lega horfnar. Árið 1928 hófst bíla- umferð yfir Holtavörðuheiði, og þá fór nú fyri’- alvöru að færast iíf í tuskurnar ■— sérstaklega eft- ir að fastar ferðir hófust á milli Akureyrar og Reykjavkur. Þá þótti nokkurn veginn mátulegt að gista í Hrútafirðinum, einkum á suðurleið. Og þá hófst hjá okkur sú mikla gisting, sem margir hafa talað um, þótt aldrei rækjum við opinbert gistihús, eins og ég gat um áðan. Við hjónin vorum bæði þannig gerð, að okkur þótti gam- an að taka á móti gestum, og víst hef ég heyrt það sagt, að sumum hafi þótt vel á borð borið. — Þú hefur þá væntanlega ekki orðið ríkur á greiðasölunni? — Okkur fannst það alltaf aðal- atriðið, að fólkinu liði vel. En það var farið vægilega í að selja greið- ann. Húsmóðirin sá um það. Henni þótti alltaf of dýrt selt. Hún var með annað í huga en gróðasjónar- miðið. Og þó var hún miklu meiri búkona en ég búmaður. Það var miklu meira henni að þakka en mér, hve okkur gekk vel, bæði greiðasalan og búreksturinn, enda var ég oft bundinn við önnur stönf tímunum saman. — Þú áttir lengi sæti í sauð fjársjúkdómanefnd, var það ekki? — Það var fyrst sett á laggim- ar bráðabirgðanefnd, og áttu sæti í henni þessir menn: Formaður var Páll Zóphóníasson alþingismaður, en aðrir nefndarmenn voru Sverr- ir Gíslason í Hvammi í Norþurár- dal, Magnús Jónsson á Sveinsstöð- um í Húnaþingi, Jón Konráðsson á Hofi á Höfðaströnd, Teitur Eyjólísson í Eyvindartungu og ég. Þessi nefnd gerði frumtillögur um girðingar og aðrar varnir. Þegar samin höfðu verið lög um sauðfjár veikivarnir, varð til liin kunna sauðfjárveikivarnanefnd. Það gerðist árið 1938. Hún var beint framhald hinnar fyrri, þótt ekki sætu í henni sömu mennirnir. 206 t f m i n im SUNN'UT) AGSBl.AÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.