Tíminn Sunnudagsblað - 07.03.1971, Blaðsíða 8
Nakkur u.ndaníarin ár hafa ver-
ið uppi ráðager'ðir um að efna til
bændafarar á vegum Búnaðarsam
bands Austur-Skaftfellinga.
Af ýmsum ástæðum, sem hér
verða ekki raktar, hefur þetta dreg-
izt, þar til nú á því herrans vori,
1970. En þá var látið til skarar
skríða og fari hrint á fl'ot.
Stjórn Búnaðarsambands fVust-
ur-Skaftfellinga, ásamt héraðs-
ráðunaut, skipulagði ferðina í
stórum dráttum í samráði við
Ragnar Ásgeirsson, sem af hálfu
Búnaðarfélags íslands hefur um
langt skeið verið fararstjóri í
bændaförum flestra eða allra bún-
aðarsambanda landsins.
Ráð'gert hafði verið að hefja
fer'ðina 16. júní, fljúga til Þórs-
halnar á Langanesi og fara þaðan
á bílum um byggðir Norðurlands
og vestur í Strandasýslu. Þar
skildi snúið við og ekið suður yfir
Hollavörðuheiði og ferðinni lokið
á Hótel Sögu í Reykjavík. Áætlun
þess stóðst í öllum megin atriðum,
nema hvað hætt var við að fljúga
frá Hornafirði til Þórshafnar vegna
verkfails, sem um þessar mundir
var hjá ýmsum stærstu verkalýðs-
félögum landsins og truflaði allar
samgöngur, einkum í lofti og á
sjó.
En þegar sýnt varð, að ekki yrði
með eðlilegum hætti flogið á milli
landshluta fyrr en verkfallið leyst-
ist, varð að ráði að fara með bifreið
um alla leið frá Hornafirði. Þetta
frávik frá upphaflegri ferðaáætl-
un setti þé það striik í reikning-
inn, að þátttakendum fækkaði all-
verulega frá því, sem upphaflega
var ráðgert.
Þátttakendur í ferðinni voi'u frá
öllum sex búnaðarfélögum Sam-
bandsins og skiptust þannig:
Búnaðarfél. Hofshrepps 13.
Búnaðarfél. Borgarhafnarhr. 6.
Búnaðarfél. Mýrahrepps 7
Búnaðarfélagið Afturelding
í Nesjum 13.
Ræktunarfél. Hafnarhrepps 11-
Búnaðarfél. Lónsmanna 9.
Samtals: 59.
Sjötta tuginn fyllti svo farar-
stjórinn, Ragnar Ásgeirsson, sem
vegna samgöngutruflana kom
ekki til móts við okkur fyrr en
norður á Hólsfjöllum.
Auk þessara sextíu íerðafélaga
má svo ekki gleyma blessuðum bíl-
stjórunum, en þeir voru Pálmi og
Aðalsteinn Guðmundssynir frá
Húsavík, Gunnar Indriðason frá
Lindarbrekku í Kelduhverfi og
Pétur Einarsson frá Garði í Núpa
sveit. Farkosturtnin var tveir fólks-
bílar frá Aðalsteini á Húsavlk og
smáum fólksbíl var bætt inn í um
nokkurn hluta Norðuriands.
Að morgni hins 16. júní var svo
ferðin hafin. Veður var þá mjög
gott í Austur-Skaftafellsýslu,
logn og hálfskýjaður himinn og
hiti um tólf stig. Um hálftvö voru
allir þátttakendur sunnan
Almannaskarðs saman komn-
ir hjá Mánagarði í Nesj-
um, og fólfcið skiptist í
tvo fólksbíla, eign Aðalsteins á
Húsavik. Var þá brátt ekið af stað
og fólki safnað í bílana á leið
austur eftir Bæjarhreppi. Um þrjú-
leytið stigu síðustu farþegar inn í
bíiana við túnfótinn á Reyðará í
Lóni, og var þá ekkert lengur til
hindrunar að halda ferðinni áfram.
Er ekið var austur Reyðaráraura,
lokkaði auga okkar bylgjandi gras
á sandræktinni þar, en það stakk
mjög í stúf við hin miklu kalsvæði,
sem vi'ð ókum fram hjá næstu
daga.
Sýslumörk á milli Auslur-Skatta
fellssýslu og Su'ður-Múlasýslu eru
við Sýslustein á Lónsheiði, enda
deila rennsli heiðalækja þar
greinilega mörkum. Margar ferðir
hefur höfundur þessara ferða-
þátta farið um Lónsheiði og hefur
þá jafnan sú tilfinning gripið hug
minn, að þyngjast tæki fyrir fæti,
þegar landi hallaði austur frá
Sýslusteini, en að ganga tæki að
léttast við Sýslustein, þegar suður
er stefnt í átt til Skaftafellssýslu.
Ekki veit ég með neinni vissu,
hvort nokkrar slíkar hugrenningar
Fararstjórinn, Ragnar Ásgeirssort,
sem beiS sinnar hjarðar vtS sýsiu-
mörk handan Möðrudaisf|aMgarS»,
ásamt sendiherra NorSur-Þingeyinga,
Þórarni Haraldssyni í Laufásí.
SKAFTFELLINGAR Á FERÐ I
200
T í M I N N
SUNNUBAGSRLAÐ