Tíminn Sunnudagsblað - 07.03.1971, Blaðsíða 15
íssifSííiMííí:
wmmm
\ §
........
-ií':
xi'xx'
Íísiíii-S:
i; i : ;'■
.
HK
sagsijp
Grænumýrartunga, mynd af málverki í eigu Grænumýrartun guhjóna.
Ljósmynd TÍMINN — Gunnar Valberg.
Þessi nefnd, sem sett var á lagg-
irnar árið 1938, var í upphafi skip-
uð eftirtöldum mönroum: For-
maður var Guðmundur Árnason í
Múla, ritari Ingimar Jónsson skóla-
stjóri, en aðrir Jón Sigurðsson á
Reynistað, Pétur Bjarnason á
Grund og ég. Síðar urðu þarna
margvísleg mannaskipti, sem of
langt yrði upp að telja, en ég var
þar viðloða frá upphafi, og for-
maður nefndarinnar var ég frá
1944 til 1960. Autk þess sat ég á
búnaðarþingi um árabil og átti
sæti í stjórn Búnaðarfélags ís-
lands um skeið.
— Gerðist ekki eitt og annað
sögulegt, þegar þið voruð að vinna
að þessum málum?
— Ekki man ég nú eftir því.
Fjárflutningar voru það langerfið
asta við þetta allt. Þeir hvíldu
algerlega á framkvæmdarstjóra
sauðfjárveikivarna, Sæmundi
Friðrikssyni, og stýrði hann þeim
af fádæma dugnaði og forsjá.
— Nú hefur þú ekki einskorð-
að þig við búskap, gestamóttöku,
nefndastörf og félagsmál, heldur
hef'ur þú líka gripið penna, eí ég
man rétt?
— Já. Auk blaðagreina skrif-
aði ég leikrit út af Grettis sögu
og birtist það fyrir nokkru í E:m-
reiðinni. Það var einu sinni flutc í
útvarp, og í sannleika sagt, held
ég, að oft hafi verið þar endurtek-
in leikrit, sem ekki höfðu meira
til brunns að bera.
— Við erum nú búnir að spjalla
ýmislegt um fortíðina, en hvernig
lízt þér á nútímann?
— Ef ég á að fara að segja
þér skoðun mína á nútímanum,
væri mér lí'klega bezt að hafa í
huga hið fornkveðna:-Gakk þú fyr-
ir hvers manns dyr og segðu aldrei
nema sannleikann, og þú munt
hverjum manni hvimleiður verða.
Mér finnst hafa orðið mikil
afturför í mati þjóðarinnar á
sjálfri sér og landi sínu. Það er
nærri því eins og menn gkammist
sín fyrir kenndir eins og þjóð-
rækni og ættjarðarást. Menn eru
meira áð segja farnir að tala um
það í fullri alvöru, að enginn geti
lengur órt ættjarðarkvæði. Það vill
furðuoft gleymast, hverja baráttu
og fómir það kostaði forfeður okk-
ar að ná þangað með tærnar, sem
við nú höfum hælana, svo í félags-
legum efnum sem tæknilegum.
Fáninn okkar, sem okkur þykir
ekki nema sjálfsagt, að til sé á
hverju heimili og dreginn að húni,
hvenær sem okkur finnst við
eiga, — hann kom ekki til okkar
eins og sólskinið af himnum ofan,
heldur kostaði það langa baráttu
og stranga að öðlast hann. Þeir
voru meira að segja til. se-m
lögðu i hættu embætti sitt og ver-
aldargengi til þess að fylgja því
máli gegnum þykkt og þunnt.
En hver man þetta nú? Varla
nokkur lifandi maður. Afleiðing-
in verður sinnuleysi og sljóleiki, og
tilfinning manna fyrir ættjörð
þeirra nær ekki að þroskast. Það
ætti þó öllu fullorðnu fólki að
vera Ijóst, að sjálfstæði er ekki
eitthvað, sem þjóðir geta áunnið
sér í eitt skipti fyrir öll. Hver
kvnslóð verður að vinna fyrir því,
eigi það ekki að glatast. Að þessu
leyti lýtur líf þjóða nákvæmlega
sömu lögmálum og líf einstakl-
inga. Það verða allir að vinna fyr-
ir daglegri tilveru sinni með huga
sinum og höndum. Um hitt eru
næg dæmi, hversu lítils virði þau
gæði reynast, sem menn hljóta fyr-
ir náð slembilukkuninar.
— Þama er ég þér öldungis
sammála. En viltu nú ekki, svona
T I M 1 N N — SUNNUDAGSBLAÐ
207