Tíminn Sunnudagsblað - 13.06.1971, Side 2

Tíminn Sunnudagsblað - 13.06.1971, Side 2
m&m m ★★ Aldrei hafa svo verið háð ar meginorrustur, þar sem ís- lendingar komu við sögu, að ekki hafi mönnum borið það í drauiba, er nokkuð þótti boöa. Það er sama, hvort við nefnum Brjánsbardaga eða Örlygsstaða- bardaga, Bjarkamál og Birnu eða hundastríðið. Það er segin saga: „Vögum og vögum“, söngla einhverjar kynjaverur draugalegri röddu. En hvern skrattann þcír eru að vaga — það veit enginn fyrr en á dett- ur. Margan langar til þess að forvitnast um það. Og það er líklega einmitt af því, að óskap leg fikn hefur verið í drauma- ráðningabækur hjá fornbóksöl um í Reykjavík síðast liðinn hálfan mánuð. í Egiptalandi leit uðu þeir, sem skyggnast vildu inn í framtíðina, til miðla og og seiðkvenna, þegar öndin skrapp úr líkama Nassers. Meðal bókaþjóðarinnar verður fólki aftur á móti hugsað til viðeig- andi fræðirita eins og náttúr legt er (einkanlega ef stjörnu- spáin á Mogganum er í ógreini legra lagi). En með því að fyrir hyggja er minni um útgáfu draumaráðningabóka en kosn- ingahandbóka (er þó þyrfti endi lega að fylgjast að), eru þeir vafalaust ófáir, sem enn ganga þess duldir, hvað draumar þeirra tákna, og þeir komast varla að raun um það fyrr en upp úr því að mófuglinn vaknar af lágnættisblundinum á mánu dagsnóttina. Þá verður kannski fallinn Brjánn og flúinn Sig- tryggur silkiskegg og aldan bú- in að kollvæta Kerþjálfað. ★★ Eins og alkunna er geta erfiðir draumar dregið kjark úr mönnum. Það sannaðist á Sturlu Sighvatssyni í Blöndu- hlíðinni forðum. Að vísu er það lýðum hulið, hvað hann dreymdi svo sem allir vita, er annað tveggja hafa lesið Sturlungu eða greinar Helga á Hrafnkels- stöðum, og var honum nokkurt vorkunnarmál, þótt hann hefði ekki orð á því, þar eð brátt bar að um morgunverkin og honum ekki fleiri morgnar gefnh*. En það vitum við, að hann stundi mæðulega, þegar hann vaknaði, og það gera menn ekki, þegar þá dreymir vel og sigurstrang- lega. Þetta var það, sem mér kom í hug, er ég sat við sjón- varpstækið á dögunum og hlýddi máli stjórnmálamannanna, sem nú etja kappi um völdin yfir okkur hinum. Hvað hafði þetta fólk eiginlega dreymt? Tæpast hefur það allt haft jafngóðar svefnfarir og Jón Pálmason forðum í gistihúsinu í Borgar- nesi, þegar honum opinberaðist sem þjóðkunnugt er, á einni út- mánaðanótt allur sá pólitíski frami, sem hann átti í vændum. Það gat varla verið allt með felldu, þegar ræðumenn að at- vinnu fóru að hefta hunda í miðri setningu, svo að ég bregði fyrir mig orðtæki úr heyskap- armáli, einmitt þegar til stóð að sannfæra vonarpeninginn í hópi kjósenda með áhrifaríkum orð um. Eða þá þeir rugluðu saman kosningadeginum og þjóðminn ingardeginum í Alabama eða villtust svo í frumskógi flokks- heitanna, þar sem þedm eiga þó að vera allar götur jafnkunn ar og hindinni leiðin að vatns bólinu, að þeir voru að síðustu farnir að þeyta lúðra andstæð inganna. Ef ég man rétt, eru til hend ingar, sem hljóða á þessa leið: Ég þykist standa á grænni grund en guð vedt, hvar ég stend. Eitthvað í líkingu við fyrri hendinguna hafa margir kyrjað síðustu vikurnar, en kannski líka tautað þá síðari við sjálfan sig í bólinu á kvöldin. En nú slaknar bráðum hver þaninn strengur. Það vitnast, hverjdr komizt hafa með fíla sína yfir vestfirzku Alpana og ekið vagni sínum heilum fram hjá Stapa- draugnum (ef hann hefur þá ekki misst allan mátt við steypta veginn og tilkomu Núllflokks- ins) og það skýrist, hvort heima sætur um Flóa og Rangárvöll munu í framtíðinni heilsa mjólk urbílstjórunum með því að bregða á loft hægri hendi og bera vísifingur að gómi þumal fingurs. Það opinberast yfirleitt, hverjir sullazt hafa yfir Ála og Afföll og Blöndur og Héraðs- vötn og Skraumuhlaupsár al- menningsálitsins. En hvort sem það verður nú réttlætistákn þjóðfélagsdns framvegis eða ekki, að hlutabréfagróði sé skatt frjáls, en örorkubætur, ellilaun og barnalífeyrir skattstofn rík- is og sveitarfélaga, þá verður fegurð íslenzku vorkvöldanna ekki frá okkur tekin. Ég legg til, að öllum kirkjuklukkum í Reykjavík verði hringt, þegar fegurst er sólarlagið. J. H. Eftirskrift: Hver skollinn er kominn yfir menn, að engar vígsluveizlur skuli hafa verið haldnar fyrir þessar kosningar? Hefði ekki vegið kleift að koma upp einhverri skyndiakbraut fyr ir framan Stjórnarráðshúsið til þess að vígja, þótt svo allt væri rifið aftur eftir kosningar eins og gert var með eina deildina í borgarsjúkrahúsinu um árið? 506 TlMiNN — SUNNUDAGSBLAÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.