Tíminn Sunnudagsblað

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Tíminn Sunnudagsblað - 13.06.1971, Qupperneq 4

Tíminn Sunnudagsblað - 13.06.1971, Qupperneq 4
Margt er rartít om tækuiþraut ir þær, sem "ísij damenn hafa lcyst af höíidum í seinni tíð. Tunglskotum er fjálglega lýst, tölvur vegsamaðar, hjartaflutn- ingur þrotlaust umræðuefni. Af rek er að geta sent menn á tungl og stjörnur, en meira virði væri, ef maðurinn lærði að þekkja sjálfan sig betur en hann nú gerir. Það getur meira að segja harla illa farið, ef þekking hans á sjálfum bér helzt ekki í hendur við tækni- sigra lians. Ein sú ný vísindagrein, sem nú er mjög stunduð, þótt af til- tölulega fáum mönnum sé, mun vafalítið valda mjög breytt um liugsunarhætti á komandi árum. Það er atferlisfræðin. Með nákvæmum rannsóknum á háttum spendýra, fugla, fiska og skordýra hefur djúpsæjum vísindamöni>ATW tekizt að varpa nýju og haiia merkilegu Ijósi á þau lögmál, sem stjórna at- ferli Iifandi vera og afhjúpa margt, sem áður var myrkrum hulið. Einn hinna fremstu at- ferlisfræðinga er Konrad Lor- enz, sem skrifað hefur um rann- sóknir sínar og uppgötvanir rit, sem vakið hafa heimsathygli og ættu að vera allra eign. Það er kenning hans, studd ákaflega mörgum og veigamikl um rökum, að árásarhneigð mannsins, sem náttúran gaf honum upphaflega til viðhalds kynstofni sínum, sé að leiða hann út í tortímingu. Flest dýr, sem búin eru skæðum vopnum, hafa jafnframt fengið í vöggu- gjöf hömlur, sem varna því, að þau drepi dýr af sínum stofni, nema örsjaldan. Maðurinn var í öndverðu ekki búinn þeim vopnum, er orðið gátu hættuleg honum sjálfum, og þess vegna fór hann á mis við þessar höml- ur. Jafnvægið raskaðist, þegar hann fór sjálfur að búa til vopn. Endalausar skærur hópa og ætt- flokka mögnuðu árásarhneigð- ina og steinaldararfurinn kem ur enn fram í dagsljósið í kyn- þáttahatri, þjóðahatri og hvers konar erjum, svo sem háttsemi barna gagnvart einstaklingum, sem skera sig úr hópnum. Rækt uð árásarhneigð, sem ekki getur lengur fengið útrás vegna breyttra þjóðfélagshátta, birtist síðan í taugaveiklun, er eykur slysahættu og knýr fólk til margs konar óhæfuverka. Verst er þó, að enn er haldið áfram að rækta hinar óæskilegustu hneigðir með umhverfisáhrif- um, sem valda arfgengi, þegar til lengdar lætur. Þar er við- skiptasamkeppnin eitt mikilvirk asta aflið. Sú fíkn til meiri og meiri gróða, sem sífellt er alið á í nafni frjálsrar samkeppni, fæðir ekki aðeins af sér mann úðarleysi og tillitsleysi hjá þeim einstaklingum, sem ganga henni á hönd, heldur sýkir kyn- stofninn, þegar til lengdar læt ur, og spillir erfðum. Hér á eftir birtist endursögn bókarkafla eftir Konrad Lor- enz, er um þetta efni fjallar. „SJÁID MANNINN" Imyndum okkur, að algerlega hlutlaus aðili á annarri reiki- stjörnu, kannski Mars, tæki upp á því að rannsaka hætti manna a jörðu hér. Ti,1 rannsóknarinnar hefði hann sjónauka, sem væri nógu öflugur til þess, að hann hefði veður af þjóð- flutningum, styrjöldum og öðr- um þess konar stórviðburð- um sögunnar, en á hinn bóg- inn ekki nógu géður til þess, að hann gæti greint í sundur einstakl- inga og gaumgæft háttalag þeirra. Þessi aðili gæti ekki látið sig gruna, að atferli manna stjórnað- ist af greind og ályktunarhæfri hugsun — þaðan af síður siðferði- legri ábyrgðartilfinningu. Ef við hugsuðum okkur, að þessi athug- andi á Mars hefði greindina eina til að bera, hefði engar eðilshvatir sjálfur og gæti ekki ímyndað sér, hvernig hvatir yfirleitt, og árásarhneigð sér í lagi, geta stjórn- að jarðarbúum, væri honum með öllu fyrirmunað að fá nokkurn botn í það, sem honum bæri fyrir augu. Hann gæti ekki fundið nein skynsamleg rök því til skýringar, hvernig sagan endurtekur sig sí og æ. ■ Það er algengt orðatiltæki, sem oft er notað, að segja, að þarna sé „mannlegt eðli“ að verki. Mann- legt eðli veldur, skynsemdarlaust, að tvær þjóðir heyja kapphlaup sín á milli, þótt engin efnahags- nauðsyn knýi þær til þess — það lætur stjórnmálaflokka og trú- flokka með furðulega líkan hjálp- ræðisboðskap berjast af mestu hörku — það rekur Napóleon og Alexander mikla til þess að fórna milljónum lífa í viðleitni þeirra til þess að sameina heiminn undir veldissprota sínum. Okkur hefur verið kennt að minnast með lotn- ingu sumra þeirra manna, sem framið hafa þessi og þvílík firn, jafnvel telja þá meðal hinna mestu manna. Það er búið að margkenna okkur að virða og meta stjórn- málaspeki þess konar herra, og við erum orðin svo vön þvílíku at- hæfi, að flestum okkar sést yfir, hve múghegðunin, sem okkur birt- ist á spjöldum sögunnar, er frá- munalega heimskuleg og óæskileg, þegar öllu er á botninn hvolft. En þó að við skiljum þetta, get- Endursögn á kafla úr einni hinni athyglis- verðustu ftók á þessari öld 508 T I M I N N SUNNUDAGSBi.AÐ

x

Tíminn Sunnudagsblað

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.