Tíminn Sunnudagsblað - 13.06.1971, Blaðsíða 5

Tíminn Sunnudagsblað - 13.06.1971, Blaðsíða 5
 Náttúran bjó úlfa hvössum vígtönnum, — hættulegum vopnum. Þess vegna lagðl hún þeim líka til hölmur, sem valda þvl, að úlfar granda hver öðrum afarsjaldan. Maðurinn var í upphafi ekki öðrum vopnum búlnn en berum höndunum. Þvi er miður, að svo var, Þess vegna vantar hann hömlur, sem banna honum að deyða kynbræður sína. um við ekki í'lúið frá þeirri spurn- ingu. hvers vegna skyni gæddar verur haga sér jafnskynsemdar- laust og þær gera. Hér hljóta óneitanlega að vera að verkj afar- sterk öfl. úr því að þau geta yfir- bugað skynsemd einstaklinganna svo algerlega og gert að þeim þá gerningaþoku, að þeim virðist fyr- irmunað að læra af xæynslunni. Það er enn í gildi, er Hegel sagði: „Reynslan og sagan kennir okkur, að þjóðir og landstjórnir hafa aldiæi lært neitt af sögunni né haft gagn af henni“. Þessi furðulega gáta ræðst þó. svo að allt kemur jafnvel heim og saman og þegar börn stinga síðasta kubbnum í myndþrautina sína, ef rnenn gæta þess, að mannlegt at- fexli, og umfram allt félagshættir manna, ákvarðast alls ekki af skyn- samlegum rökum eða menningar- sniði. Það er þvert á móti háð þeim erfðalögmálum kynþáttarins, sem stýra eðlislægum viðbrögðum mannsins. Með rannsóknunx á eðl- ishvötum dýra höfum við kynnzt mörgum þessara lögmála. Ef hinn jarðneski rannsakari, sem við lxugs uðum okkur, væri víðlesinn atferl- isfræðingur, myndi hann óhjá- kvæmileg'a álykta, að þjóðfélags- hættir manna væru keimlíkir því. er gerist með rotturn, sem eru fé- lagsdýr eins og mennirnir, frið- sarnar meðal sinna kunningja, en djöfullegar í garð þeirra rotta, sem ekki heyra til samfélagi þeirra. Ef svo hinn vísindalega sinnaði Marsbúi vissi einnig. að hraðfjölgandi mannkyn, sem á sí- vaxandi birgðir af tortímingar- vopnum, hefur verið hneppt á ör- fáa stjórnmálabása, rnyndi hann ekki gei'a því skóna, að þessar mannskepnur á jörðinni ættu i vændum öllu i'ósum stráðari bi'aut en fjandsamlegir rottuhópar á skipi, þar sem knappt er orðið um matvæli. Þessi spá væri þó tæpast nógu afdráttarlaus, þvi að náttúr- an hefur gert rottur svo skynsanx- lega úr gai'ði. að þær hætta af sjálfu sér að auka kyn sitt, þegar orðið er þrengra urn þær en eðli þeirra býður. en manninum er enginn slíkur varnagli sleginn. Loks er sennilegt, að ekki yrði rottustofninn á skipinu aldauða, því að nógu margir einstaklingar myndu lifa af þá morðöld og varg- öld, et' þar kæmi upp, til þess að viðhalda kynstofninum. Það er aft- ur á móti hæpið ef mennirnir láta vetnissprengjurnar tala í deilum sínum. Það er einkennileg þversÖgn, að dýrmætustu gjafirnar, sem mann- inum hafa verið gefnar, hinn óvið- jafnanlegi hæfiieiki til ályktunar- hæfrar hugsunar og geta hans til þess að tjá allar hugsanir sínar með orðum — þetta. sem hóf hann á stall ofar öðrum skepnum og gerði hann að herra jarðarinnar, —- hefur ekki blessun eina i för með sér. Sinn herradóm hefur hailn að minnsta kosti orðið að kaupá dýru verði. Allar þær meg- inhætfur, sem nú steðja að mann- kyninu og því geta valdið, að það lognist út af eins og brunnið skar, eiga rót sína að rekja til rökhugs- unar mannsins og getu hans til þess að tjá sig. Þessar dýru gjafir ráku hann út úr þeirri paradís, þar sem hann hefði getað lialdið áfram að fylgja eðlishvötum sín- um. áti þess að það kæmi honum í kpll eða hætt því, ef hann óx frá þeim. Það er djúp vizka í sögn- inni um skilningstréð og ávexti þess, þó að ég verði að auka þar nokkru við, til þess að hún hæfi mynd minni af Adam: Eplið var bara grænjaxl. Þekking, sem sprottin var rökhyggju mannsins. rændi hann því öfyggi, er vel að- lagaðar eðlishvatir hans veittu hon um — löngu, löngu áður en liún gat vísað honum aðra leið jafn- T f M l V _ SUNNUDAGSBLAÐ 509

x

Tíminn Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/301

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.