Tíminn Sunnudagsblað - 13.06.1971, Blaðsíða 11
inni, og svo fór hann upp á hæð-
ina til þess að hringja á bílinn.
Við báðum bílstjórann að flýta
sér, því að við vissum að þrjátíu
mínútum fyrir miðnættii þagna
hljómsveitirnar á samkomuhúsun-
um og þjónarnar kippa vínflöskun-
um úr hillunum.
Þeir taka þrjár eða fjórar í
hvora hendi og hraða sér með
þær inn um dyr á bak við, þar
sem stendur Exit, en einstaka for-
sjáll maður hefur beðið þjóninn
að geyma fyrir sig glas.
Við vorum heppnir með bíl-
stjóra og hann fór á gulu ljósi yf-
ir hjá Nóatúninu og tók vel í það,
þegar við báðum hann að lofa
okkur að heyra í útvarpinu. Njörð-
ur vildi ekki til baka af tvö hundr-
uð kallinum, og við hlupum upp
með húshliðinni svo við blotnuð-
um ekki, en bíllinn komst akk: að
dyrunum vegna þeirra með laus-
merkin, sem biðu í röðum á
þröngri brautinni, sem lá upp að
húsinu. Reykjarsvælan kom á móti
okkur, og þjónarnir voru á þön-
um að fylla í glösin. Gluggatjöld-
in voru dregin upp til hálfs, og
það sást út á sjóinn. Vangasvip
fólksins bar við gluggann og mér
datt í hug samsafn af smáborgur-
um, sem situr á kaffihúsum f mik-
ilvægum hugleiðingum.
Við fórum rakleitt að barnum.
•Barinn var í miðjum salnum, boga
dreginn og lokaður í annan end-
ann, en hinn endinn opinn og fyr-
ir innan þjónarnir í grænum ein-
kennisjökkum og flöskurnar með
blöndurunum. Ég pantaði konjak,
og mér var orðið mál á því og
ég sagði þjóninum, að ég vildi það
ekki í konjaksglasi vegna þess hve
vont væri að drekka úr þeim, og
ég fékk í glasi, sem var vítt að
ofan.
Það voru tvær dömur við upp-
ganginn og Njörður sagði, að við
skyldum reyna við þessar. Þær
voru búnar úr glösunum og höfðu
sett þau á borðið. Við vorum bún-
ir að fylgjast dálítið með þeim og
fórum aftur á barinn. Það komu
tveir strákar og settust hjá þeim,
en þeir voru fullir og ekki líklegt,
að það gengi npkkuð.
Svo stóðu þeir upp og Njörður
fór að tala við þær. Ég sótti mér
eitt glas í viðbót, og þegar ég kom
til þeirra, var Rósi komínn. Hann
sagðisl heita Rósmundur og við
kölluðum hann strax Rósa. Hann
var 'éitthvað að bera víurnar í
dömurnar, og við höfðum gaman
af því, því við vissum, að við þyrft-
um ekki að óttast hann. Við buð-
um dömunum að drekka, og þær
þáðu það, og Njörður sótti í glös-
in, og ég vissi að hann mundi hafa
það sterkara en þær ætluðust til.
Það hafði verið raðað borðum á
dansgólfið, af því að þuð var þessi
dagur, svo það var enginn dans f
húsinu. Dansinn, sem hefst hægt
með fáeinum pörum á gólfinu og
síðan hraðar og hraðar og allir
farnir að taka þátt í honum, þang-
að til í síðasta laginu, að hann
fjarar -út, en sumir eru farnir að
sækja yfirhafnirnar til þess að
vera vissir um að ná í leigubil án
þess að þurfa að bíða nokkuð. Við
fórum að tala um að halda partí,
en þær sögðust ekki vilja koma í
partíið.
Rósi sagði ekkert, en ræskti sig
í sífellu. Ég stakk upp á því að
við tækjum Rósa með í partíið, og
dömurnar skríktu eitthvað og sain
þykktu það. Það var nóg af leigu-
bílum og Rósi fór í framsætið. Það
rumdi í honum, og ég fór að velta
því fyrir mér hvers konar maður
hann væri. Hann var hár og þykk-
vaxinn, með ístru, handarbökin
kúft af fitu og andlitið rautt og
slétt af velsæld. Fötin dökk og
sundurgerðarlaus eins og á emb-
ættismanni og klæðskerasaumað
vesti og úrfesti í einu hnappagat-
inu. Ég fór á undan upp að hús-
inu og Njörður borgaði bílinn.
Það voru ljós f öllum gluggum
og ekki líklegt, að það gerði neitt
til, þó að við yrðum dálítið há-
vaðasöm.
Ég kveikti á plötuspilaranum,
og það varð strax mikill hávaði.
Ég gat boðið upp á margar teg-
undir, og við drukkum ört eins og
ævinlega, þegar fólk drekkur það,
sem það vill helzt.
Af gömlum vana tók ég flösk-
urnar, sem ekki var drukkið úr,
og læsti þær inni í skápaum. Það
var mikið skvaldur, og það rann
saman við músíkina. Ég fann, að
ég þurfti að passa mig, og ég
mátti ekki drekka mikið meira, og
þáð var ekki gott að segja. hvað
ég þyldi lengi.
Við ætluðum að skála, en ég rak
mig í glasið, og það valt á hliðina,
og ég vissi, að vínið myndi renna
undir glerið og það myndi koma
einn hvítur blettur til viðbátar á
borðplötuna undir glerinu. Ég
hellti aftur í glasið án þess að
þurrka af Lorðinu og við skáluð-
um. Njörður var auðsjáanlega með
hugann við dömurnar, en hann
var í einhvarjum vafa um það að
hvorri hann ætti að snúa sér.
Ég var búinn að stilla fóninn
eins hátt og mögulegt var og þær
voru komnar úr skónum og farn-
ar að dansa á gólfinu.
Rósi sagði ekki neitt, og við vor-
um búin að gleyma honum. Þá
vildu þær sækja gítarinn. Við skál-
uðum fyrir gítarnum. Rósi fór nið-
ur án þess að segja nokkuð, og
hann átti í erfiðleikum í nýbónuð
um stiganum. Við fórum að hjálpa
þeim í kápurnar og teygðum tím-
ann dálítið. Önnur þeirra sagði, að
við yrðum að losa okkur við kall-
inn, og Njörður samþykkti það og
deplaði augunum framan í mig.
Það gleymdist að segja bílstjór-
anum, hvert við ætluðum, og hann
ók í rólegheitum, þangað til hann
var kominn að aðalbrautinni, þá
spurði hann hvert við ætluðum.
Ég tók af skarið og sagði Rósa, að
við ætluðum fyrst með hann heim,
og hann sagði hvar það væri.
Hann fór úr bílnum án þess að
kveðja eða þakka fyrir sig, og ég
fór út til að fá mér frískt loft,
en mér batnaði ekki
Nóttin var lygn, en í fjarska
heyrðist í sírenu brunaliðsbíis,
sem rauf kyrrðina. Þegar ég kom
aftur í bílinn var söngurinn bvrj-
aður, og við héldum áfram að
sækja gítarinn.
Þegar þær voru farnar úr bíln-
um, sagði ég Nirði, að mér litist,
ekki á þetta, og ég mundi ekki j
halda það út, en hann sagði, að
það hlyti að lagast og við skyldum \
sjá til- i
Okkur fannst við vera fljótt j
komin, því við vorum farnir að ■
láta vel að þeim á leiðinni. Við lét-
um bílinn stoppa hjá horninu fyr-
ir neðan búðina, svo að það yrði
ekki eins áberandi þegar við kæm-
um. Við reyndum að fara hægt,
og Njörður læsti hurðinni upp á
hæðina, svo að það kæmist enginn
niður.
Mig var farið að svima, og mér '
fannst gangurinn rísa upp á móti
mér, og ég fór inn í baðherberg-
ið. Ég fór að kúgast og hélt mér
í vaskröndina, og mér Ieið injög
illa. Það var tekið í hurðina en ég
hafði læst henni, og ég anzaði ekki
þó Njörður kallaði, því að ég vissi1
að það miJndi ekki verða til neins.
Framhald á 526. síðu.
T f M I N N — SUNNUDAGSBLAÐ
515